Vikan


Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 13

Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 19, 1950 13 4 Frásögn eftir Xnge-Britt Allert Teikningar eftir Nils Hansson Þyrnirós ó?r upp og varð mjög falleg stúlka. Stundum var hún dálítið lengur burtu en venjulega, þegar hún var úti í skógi að tina blóm, og þá varð drottwingin óró- leg og hugsaði um spádóm þrett- ándu álfkonunnar. En hver gat fengið af sér að gera svo indælli, lítilli prinsessu illt ? Tíminn leið, og loks kom sá dag- ur, þegar Þyrnirós varð fimmtán ára. öll börn í bæ konungsins voru boðin til hátíðar í höllinni, og drottningin og Þyrnirós gengu sjálf- ar um beina og buðu köku og tertu. Það var hávaði og gauragangur og allir voru í bezta skapi. Að lokum voru öll börnin svo södd að þau voru alveg að springa. Þá stakk Þyrnirós upp á því, að þau léku sér i feluleik. Auðvitað vildu börnin heldur heldur skoða allar in- dælu brúðurnar og fallegu leikföng- in hennar Þyrnirósar, en það var nú samt reglulega skemmtilegt að fara í feluleik ,í stóru höllinni. Hvar skyldi nú vera bezt að fela sig? Þau hlupu lengi um, en að sið- ustu fundu þau öll góða felustaði. Nokkur börn hlupu á bak við hásæti konungsins, önnur skriðu undir rúm Þyrnirósar og sum földu sig rækilega undir ráðherrasessunum. Þyrnirós þaut um höllina til þess að finna felustað og að síðustu kom hún í gamlan turn, sem hún hafði aldrei komið í áður. Hún gekk mjög undrandi upp hinn mjóa hringstiga. Þetta var nú sannarlega æsandi, hvert skyldi stiginn liggja ? Og hún gekk hægt*ög gætilega upp stigann. Ekki leið á löngu, þangað til hún rakst á járnrennda hurð í stein- veggnum, í lásnum var ryðgaður lykill, og þar sem prinsessan alveg eins og allir aðrar litlar stúlkur var mjög forvitin, gat hún ekki stillt sig um að snúa lyklinum og opna þessar þungu dyr til þess að sjá, hvað væri þar fyrir innan. — „Ja hérna, góðan dag, góðan dag,“ heyrðist vingjarnleg rödd segja inn í herberginu. „Hvaða lítil stúlka er það eiginlega, sem hefur villzt alla leið hingað í þennan hluta hallar- innar? Hér er enginn vanur að vera nema kötturinn." Út í dimmasta og fjarlægasta kima herbergisins sat gömul kona og hló framan í prins- essuna, sem var steinhissa yfir þvi, að hitta einhvern í þessum afkima hallarinnar. Veiztu þetta Hundar í skjólfötum. Mynd til vinstri: Hæð yfir sjávarflöt ákveður tízku Tonkinkynþátt- anna í Indó-Kína. Konur Meokynþáttarins bera „matfosakraga", þó að þæi' búi langt frá sjó. — Mynd efst til hægri: Caymen-Indíánar kafa niður á 20 feta dýpi eða meira til þess að veiða humra. Þessir piltar eru góðir sundmenn og geta verið í kafi í 3 mínútur. — Mynd neðst til hægri: Hvaða ár ákvað hæstiréttur Bandaríkjanna, að tómatar teldust til matjurta? 1893. Mrs. D. Bridle frá Weybridge, Surrey, Englandi á þessa „frakka-" klæddu hunda. Þeir eru þarna klæddir í vetrafrakkana sína og eru á leiðinni á hundasýningu í New York.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.