Vikan


Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 5

Vikan - 11.05.1950, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 19, 1950 5 ,,Já. Ef hún er ekki þreytt, svarar hún alltaf rétt.“ „Ég held, að þér séuð of strangir við hana, John. Hún er ákaflega þreytuleg núna,“ sagði Averil. „Já, ég verð að gæta þess. Hún fær aldrei að hvíla sig. Það borgar sig líka betur fyrir hana að sýna svona í heimahúsum." Hann laut að Ali- son og spurði, hvað hún ætlaði að dvelja lengi í London. „1 viku,“ sagði Alison og leit undan. „1 viku'“ John leit angurvær á hana. „Og ég hef svo skrambi mikið að gera.“ „Ég held, að ungfrú Lestrange sé að svipast eftir yður, John,“ greip Averil fram í. Sally stóð í hinum enda salarins og skyggnd- ist í kringum sig. Hún fitlaði við skrautlegt belti sitt. „Já, hún gefur mér merki. Ég verð þvi miður að fara. Á ég að hafa það í huga, sem þér voruð að tala um, frú Averil?" Hann leit spyrjandi á hana. „Já, takk. Þann tuttugasta. I tvo tíma —• ekki allt kvöldið. Þú mátt ekki fara fyrir þann tíma, Alison.“ Alison svaraði engu, og John tók upp vasa- bók, skrifaði eitthvað í hana, og sagði aftur: „Ég verð því miður að fara.“ Hann hélt frá þeim og skundaði yfir salinn. „John er afar kaupsýslumannslegur, en hann kann því augsýnilega vel,“ sagði Alison, og það var fyrirlitning i röddinni. Systirin sá, að skyn- samlegast var að þegja. Þær horfðu báðar eftir honum, þar til hann var kominn til Sallyar. Þau stóðu um stund og töluðu saman. Og Alison sá, að hann brosti til ungfrú Lestrange. Það var eins og eitthvað dæi í brjósti Alison. John var aðeins spjátrungur, sem lifði íburðar- lífi meðal stæðilegra, velbúinna kvenna, iðkandi starf, sem guði var ekki þóknanlegt. Hann eyddi tímanum við tedrykkju, og bar fram heimskuleg- ar spurningar um framtíð manna, en hljómsveit- in lék á meðan lögin, sem hún og John höfðu dansað fyrir mörgum árum. Nú þótti henni nóg komið. „Við skulum koma,“ sagði hún og reis á fætur. 5. KAFLI. „Nú gengur vel, skal ég segja þér. Ég var að tala við gamla kerlingu, sem borgaði 170 krónur fyrir hálftímann! Við erum farin að raka að okkur peninga." Ködd John var sigrihrósandi í simanum. Hann var á skrifstofunni og talaði við Sally, sem sat í stofu sinni við hinn enda gangsins. Já, sannar- lega hafði Granchesterhótel ekki brugðizt vonum þeirra. Sally brosti, þegar hún lagði símann frá sér. En hve John var glaður. Hann var næstum spaugilegur, svo barnsleg var gleði hans yfir vel- gengni þeirra. Hann naut þess, að standa á svið- inu með henni. Hann hafði yndi af góðum mat og fínum fötum. Hann reyndi ekki að hylma yfir það, og hann var frámunalega þakklátur fyrir að hafa getað hrist af sér skrifstofurykið. En stundum var hann henni of strangur og gleymdi þvi, að ganga mátti fram af henni sem öðrum. En hann hafði rétt að mæla. Sally var það al- gjörlega ljóst. En allt þetta reyndist öðru vísi en hún hafði hugsað sér það. En hún mátti aldrei setja stólinn fyrir dyrnar, því að á þann hátt gæti hún hrundið frá sér fólki, sem þarfnaðist hjálpar hennar. John og frú Gaunt voru nú einu sinni eins og þau voru, og hún varð að umbera þau, jafnvel prófessor Symn gamli var henni sammála í því. En hún varð fyrir miklum von- brigðum, þegar hún sá, að þeim var meir í mun að græða fé, heldur en að græða mein ranglæt- isins. Oft velti hún því fyrir sér, hve lengi þetta gæti gengið. Fyrir fólkið var hún eins og dægur- fluga. Og þar var einmitt hængurinn. Hún varð að halda áfram þá leið, sem hún hafði valið sér, án þess að hirða hið minnsta um hugarástand sitt í hvert skipti. Hún varð að halda áfram. Auðvitað þreyttist hún stundum og langaði að fara í rúmið, og sýnilega kom engum í hug, að stundum var hugur hennar ónæmari en venju- lega, né heldur skildi nokkur, að viljasterk manneskja, sem ceyndi af öllum mætti að ná tökum á vilja hennar, var henni til mikils traf- ala. Þegar svo stóð á, varð hún að beita allri orku sinni, og það dró úr henni mikinn mátt. Og enginn skildi hana. En Sally var ekki úr flokki þeirra, sem svell- ur sjálfsaumkun í brjósti. Hún brosti aftur. Það var að minnsta kosti ekki hægt að draga ham- ingju Johns i efa. Og en hvað þeim kom vel sam- an. Þau höfðu átt með sér yndislega daga er- lendis, ógleymanleg var ferðin til Sviss, en þar hafði John kennt henni að fara á skíðum. Og Eleanor var stolt af þeim. Að vísu gengu þær báðar alltof mikið undir John, og Sally eygði vel galla hans, enda þótt hún lokaði viljandi aug- unum fyrir þeim. Þannig lét Sally hugaun reika, frá þeirri stund, er hún talaði við John og þar til hann gekk inn I stofuna til hennar í fylgd með konu, sem hafði slör fyrir andlitinu. Þær hneigðu sig litið eitt hvor fyrir annarri, og Sally bauð henni sæti. Því næst sagði hún: „Ég veit ekki, hvort þér viljið te. Við höfum hálftíma til umráða." 1 sama mund fann hún, að hún hafði séð þessa konu fyrr. Og strax fann hún fyrir viljastyrk hennar. Konuna langaði ekki í te og hún settist. Nokkru síðar hafði hún tekið slörið frá andlitinu, og sér fil undrunar sá Sally, að þar var komin gamla konan úr hljómlistasalnum. Ekki var að undra, þótt henni hafði fundizt hún þekkja hana. Stundarkorn var hún í öngum sínum, en svo kom henni í hug, hvað hún hafði einsett sér, og þá tók hún sig á og bjó sig undir að mæta því, sem verða vildi. Andlit konunnar var rúnum rist. Sally las úr andlitdráttum hennar, en konan horfði á Sally með gaumgæfni. Það var eins og konan setti á sig hvern drátt andlits hennar og hverja fell- ingu í klæðum hennar. Nú tók Sally eftir því, að hökusvipur konunnar var óvenjulega harð- neskjulegur og skarpur. En ljómi augna hennar vóg mikið til upp hörkusvip hökunnar. Það var eins og öldurót tímans hefði mildað hana og gert hana umburðarlyndari. Þegar þær höfðu rýnt þannig hvor á aðra um stund, færðist bros yfir skapfestulegt andlit gömlu konunnar. Sally endurgalt brosið. Henni var ljóst, að konan kom í ákveðnu skini. Hún var reiðubúin. „Já, hér er ég, ungfrú Lestrange. Ég hef greitt 170 krónur, og allt og sumt, sem ég vil, er að fá svar við einni spurningu.“ Sally hneigði höfuðið og beið þess, sem verða vildi. „Ungfrú Lestrange, hver eruð þér?“ Enda þótt Sally hefði verið við öllu búin, kom henni þetta mjög á óvart. En hún lét ekki á sér sjá og snerist samstundis til varnar. „Ég er hér til að svara spurningum. Þér megið bera fram spurningar viðvíkjandi sjálfri yður og einkamál — mig getið þér látið liggja milli hluta.“ „I auglýsingum yðar er spurningunum engin takmörk sett.“ „Já, mér finnst óþarfi að taka fram, að fólk spyrji ekki um einkamál mín.“ Sally knúði bros fram á varir sínar. „En ef til vill viljið þér nú einu sinni bregða út af vananum og svara spurningu minni. Ég get fullvissað yður um, að hún er framborin af ein- berri forvitni.“ „Blöðin hafa getið mín,“ svaraði Sally. „Hvérs- vegna lesið þér ekki blöðin?“ Konan hristi höfuðið. „Það er ekki satt, sem í blöðunum stendur. Ég kannast við blaðamenn- ina.“ Sally svaraði engu. Hún hugsaði sig skjótlega um. Spurningin hafði komið eins og reiðarslag. „Viljið þér þá ekki segja mér neitt?“ „Nei. En af hverju spyrjið þér að þessu?“ „Af því lað mig langar áð kynnast yður nánar. Þér komið og heimsækið mig, þegar þér megið vera að. Þegar þér töluðuð til mín fyrst, ætl- aði ég ekki að spyrja yður um neitt, en þegar ég hafði spurt yður, vissuð þér samstundis, að ég var að tala um dóttur mína. Þér svöruðuð mér með rödd dóttur minnar. Einhver skýring hlýtur finnast á því.“ „Það er ekkert skrýtið," sagði Sally hægt. „Stundum verður það fólk, sem ég sé, svo náið mér, að ég tala með þess rómi. Það hefur komið fyrir áður.“ „Slúður. Nú er röddin yður eiginleg." Sally þagði. „Þér viljið ekki svara mér meiru?" „Nei.“ Sally var ákveðin. „Ég hef þegar sagt yður, að ég svara aldrei spurningum um sjálfa mig.“ „En samt hafið þér sagt blaðamönnunum mikið um yðar hagi.“ „Framkvæmdarstjóri minn hefur blaðaviðtöl- in. Það er aðallega í auglýsingaskini. Mér þykir ákaflega leitt að verða að draga mig svona í hlé.“ Konan þagði stundarkorn. Þvi næst laut hún áfram, hallaði sér fram á stafinn og sagði: „Ég skal segja yður nokkuð, ungfrú Lestrange. Þér eruð ekki giftar, og þér eruð ekki af frönsk- um ættum. Ég er einmana. Dóttir mín dó frá mér. Sonur minn féll í stríðinu. Maður minn er látinn. Dótturdóttir mín mundi verða stórauðug, ef ég gæti fundið hana, og þér getið sagt mér meira um hana. Hvernig vissuð þér til dæmis, að barn- ið var stúlka og er nú fullþroska?" „Ég sagði, að yður mundi verða fyrir beztu að finna hana aldrei. Hún gæti ekki lifað í yðar um- hverfi." „Og einmitt það, sem þér segið nú, sannar, að þér vitið, hvar hún er niðurkomin." „Frú ■—“ Sally þagnaði, „ég veit ekki, hvað þér heitið, en þér hafið til að bera mikinn viljastyrk." „Já,“ sagði konan. „Það kemur af því, að ég á enga dóttur. Nafn mitt er lafði Mary Halli- ford.“ Sally hneigði höfuðið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.