Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 25
ANÆGÐ ER KONAN
AÐLAÐANDI
Heiðar Jónsson er snyrtir og
námskeiðshaldari.
„Þegar við lítum í spegil
sjáum við það sem aðrir sjá.
Ef við erum óánægð með
spegilmyndina eru allir ó-
ánægðir með okkur. Þess
vegna verðum við að sættast
við spegilinn. Annars fer ó-
ánægjan niður í undirmeðvit-
undina og út í framkomuna og
síðan alla leið niður í tær.
Konan verður að setjast niður
og athuga hvaða formi hún er
í og hvaða form hún vill fara í.
Hún þarf að hugsa um sig,
sinn sjarma og sína útgeislun.
Við íslendingar erum vel upp-
alið fólk, með góða siði og
kurteisisvenjur og getum
gengið inn i hvaða kóngaboð
sem er ef því er að skipta.
Við eigum besta fagfólk i
heimi í förðun, hárgreiðslu og
fatahönnun, svo þar er auðvelt
að fá aðstoð. Konan getur
komið á fatastíls- og framkomu-
námskeið til mín en annars
held ég að hún ætti að forðast
að hafa nokkrar áhyggjur; held-
ur á hún að gera það sem hún
þægilega kemst yfir á þeim
tíma sem hún hefur og setja
hlutina (rétta forgangsröð.
Hvað sem öllum krem- og
vaxtarræktarauglýsingum líð-
Heiöar Jónsson: „Þegar viö lítum í spegil sjáum viö þaö sem aörir sjá.“
ur held ég að útivinnandi kona
geti fátt gert annað en að
sleppa kaffinu og drekka vatn.
Vitanlega hjálpar til að láta
hreinsa húðina og kaupa ný
föt en konan lítur út eins og
henni líður. Við erum öll falleg
og við erum jafnfalleg og við
ákveðum sjálf. Þessi kona
þarf því að ákveða að vera
falleg innan frá því þá er hún
orðin það. Innri fegurðin er sú
sem skiptir öllu máli. Full-
komna fegurðardrottningin,
sem hefur enga sál, kemst
aldrei áfram neins staðar.
Kona sem geislar af ham-
ingju, er góð manneskja og
jákvæð og fer síðan reglulega
í hárgreiðslu, kann að snyrta
sig og klæðir sig smekklega,
getur hvergi gert mistök. Fúl-
lynda konan, sem er slæm í
skammdeginu, sefur til há-
degis og finnst allt ómögulegt
þarf aftur á móti lengri tíma.“
Fyrir og eftir. Dagmálning í mildum litum frá Jónínu Halt
gríms á Snyrtistofu Jónu.
LATIÐ INNRI FEGURÐ
NJÓTA SIN
Jónína Hallgrímsdóttir hefur
rekið Snyrtistofuna Jónu i tíu ár.
„Aðallega vil ég að konur
geri eitthvað fyrir sig öðru
hverju - það gerir það enginn
annar - og því verðum við að
sjá um þessa hluti sjálfar. All-
ar konur fá á tilfinninguna
öðru hverju að allt sé ómögu-
legt og þær sjálfar verstar
allra. Þá er rétti tíminn til að
rífa sig upp; fara í andlitsbað,
hand- eða fótsnyrtingu eða
annað það sem hressir upp á
útlitið og þar með sálartötrið.
Hvað förðun varðar skiptir
gott meik /' réttum lit sem þek-
ur vel mestu máli, eftir að
Svona leit hún út áöur en
hún var föröuö.