Vikan


Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 65

Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 65
Snatchers er sígild B-vísinda- skáldsögumynd sem leit fyrst dagsins Ijós árið 1956. Síðan var hún endurgerð árið 1978 og var með Donald Sutherland og Le- onard Nimoy í aðalhlutverkum. Nú er önnur endurgerð komin. Abel Ferrara leikstýrir þessari endurgerð en hann hefur áður leikstýrt myndum eins og King of New York, China Girl og nú ný- lega Bad Leutenant með Har- vey Keitel. Myndin gerist í litlum bæ. Rétt utan við bæinn er herstöð. Aðal- söguhetjan er dóttir eins hers- höfðingjans og henni finnst setu- liðið vera farið að hegða sér und- arlega. Það sama sér hún meðal bæjarbúa. Hvað er eiginlega á seyði? Hvað veldur þessum breytingum á hegðun fólksins? Skýringin er augljós. Skrýtnar jurtir frá annarri plánetu valda þessu. Myndin er í senn hroll- vekja og spennumynd. FRELSID HVALINN WILLY Simon Wincer er vaxandi nafn í kvikmyndaiðnaðinum. Þetta er nýsjálenskur leikstjóri sem meðal annars leikstýrði vestrasjónvarps- þáttunum Lonesome Dove sem Ríkissjónvarpið sýndi í fyrra- haust og hlutu verðskuldaða at- hygi hér sem erlendis. Hlaut leik- stjórinn Emmy verðlaun fyrir þættina. Auk þess leikstýrði hann Tom Selleck í myndinni Quigley Down Under sem Sambíóin sýndu fyrir tveim árum. Nýjasta kvikmynd Wincers heitir Free Willy og segir söguna af Jesse, ellefu ára stráklingi sem á í samskiptaörðugleikum. Hvorki hinir fullorðnu né vinir hans skilja hann nógu vel. Eini raunverulegi vinur hans er Willy, háhyrningur f dýragarði. Þrátt fyr- ir að þeir tveir geti ekki gert sig skiljanlega afræður Jesse að frelsa Willy og koma honum í ör- ugga höfn. Myndin þykir hlýleg og falleg. Þetta er úrvals fjöl- skyldumynd. HREINT, FAGURT OG ÓSPILLT LAND Pure Country er ósvikin kántrí- og söngvamynd og þar kemur einn ástsælasti sveitasöngvari Bandaríkjanna, George Strait, fram í kvikmynd í fyrsta skipti. Hann leikur sveitasöngvara sem gerir það gott, slær í gegn með söng og gítarspili. Hann ferðast vítt og breitt um Bandaríkin, sefur hjá nýrri konu á hverri nóttu og tekjurnar eru ótrúlegar. Eitthvað vantar þó upp á. Eitthvað hrjáir þennan farsæla sveitasöngvara. Lögin hans eru ekki lengur fersk og innihaldsrík. Hann gefur síðan ríkidæmið upp á bátinn til að upp- götva að nýju hinn ósvikna sveitasöng í heimahögunum þar sem allt stendur í stað, hreint og óspillt. Þar finnur hann sig aftur og uppgötvar hina einu sönnu ást, þessa órjúfanlegu. Sveita- söngvarnir í myndinni eru Ijúfir og þeir sem unna góðri kántrísöng- list ættu ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara. HINIR SAKLAUSU Breski leikstjórinn John Schles- inger (Pacific Heights) er kominn með nýja mynd, The Innocent. Þetta er spennu- og njósnamynd þar sem svik og prettir eru dag- legt brauð. Leikarar eru ekki af verra taginu. Má nefna Anthony Hopkins (Silence of the Lambs, Howards End), Isabellu Rossell- ini (Death Becomes Her, Blue Velvet) og Campbell Scott (Longtime Companion, Singles). Myndin greinir frá breska leyni- þjónustumanninum Leonard Marnham sem snýr aftur til Berlínar á því merkisári 1989 þegar Berlínarmúrinn hrundi. Á leiðinni til áfangastaðarins rifjast barnæskan upp fyrir honum en hann átti heima í Vestur-Berlín árið 1955 og þekkir þvf þorgina vel. Hann fer síðan á krá í austur- hluta Berlínar, hittir hina fallegu Marfu og kolfellur fyrir henni. Á milli þess að eiga ástarfundi með Marfu er hann í þjálfunarstöð breska hersins. Spenna færist síðan f leikinn þegar María hverf- ur sporlaust. Hún skýtur þó upp kollinum aftur og er í mikilli geðs- hræringu vegna þess að hún hef- ur myrt eiginmann sinn. Hún fær elskhuga sinn til að hylma yfir morðið en það hefði hann átt að láta ógert. John Schlesinger bregst sjaldan. VANSKAPNAÐUR Myndin Freekz styðst lauslega við mynd Tods Browning, Freaks, sem gerð var 1932 og fjallar um vanskapninga f sirkusi sem hefndu sín grimmilega á fal- legri snót sem var línudansari og hafði farið illa með dverg einn sem var vinsæll meðal vanskapn- inga sirkusins. Að öllu öðru leyti gerist Freekz f samtímanum og greinir frá frægum leikara, Ricky Coogan að nafni, sem fær tilboð um að leika f auglýsingu fyrir fimm milljónir. í fyrstu neitar Coogan að taka verkið að sér þar sem lyfið, sem hann á að aug- lýsa, hefur verið bannað um vfða veröld vegna þess að hliðarverk- anir fylgja þvf. Lyfið heitir noxon. Hann lætur þó að lokum tilleiðast og auk þess þarf hann að leggja f mikla auglýsingaherferð. Leiðin liggur til ónefnds ríkis í Suður- Amerfku þar sem lyfið hefur ekki verið bannað. Freek Land er skemmtigarður fyrir almenning en þó enginn venjulegur skemmti- garður því að þar eru gerðar til- raunir á fólki með lyfinu noxon. Ricky Coogan verður ásamt vin- um sínum vitni að hræðilegum sannleika. Afmyndað fólk verður á vegi þeirra, að hálfu leyti dýr, að hálfu leyti mennskt. Ricky Coogan verður síðan sjálfur fórn- arlamb lyfsins hræðilega, af- myndast en berst fyrir Iffi sínu og er staðráðinn í að sprengja upp garðinn og gera út af við fram- leiðanda lyfsins, Richard Hertz. í þessari hrollvekju leika Randy Quaid og Keanu Reeves (Point Break). ÓVIDRÁÐANLEGT ÍSHOKKÍLIÐ Walt Disney gerði f fyrra mynd sem sló rækilega í gegn. Hún heitir á frummálinu The Mighty Ducks og er hressileg gaman- mynd fyrir alla fjölskylduna. Myndin verður bráðlega sýnd í Sambíóunum. Þarna leika Emilio Estevez (Freejack, Young Guns 1 og 2), Joss Ackland. (Lethal Weapon 2) og Lane Smith. Farsæll lög- fræðingur, Gordon Bombay, hef- ur allt til alls. Allt virðist stefna upp á við hjá honum og áhyggjur eru ekki f orðabókinni hans. Dag nokkurn breytist þetta þó þegar hann fær boð um að þjálfa mis- heppnað íshokkflið. Ef honum tekst að þjálfa það vel er ævi hans gulltrygg. Gordon hugsar sér gott til glóðarinnar en verkefn- ið reynist ekki auðvelt fyrir hann. Íshokkíliðið er lélegt með afbrigð- um og lætur afar illa að stjórn. En koma tímar, koma ráð. Unga lög- Einstök vinátta í Free Willy. Lögfræóingurinn ungi og ís- hokkílióió villta í Mighty Ducks. fræðingnum á eftir að takast þetta en margt spaugilegt gerist áður. Það geta væntanlegir á- horfendur séð sjálfir þegar þar að kemur. Myndin verður sýnd f Sambíóunum. SAKLAUST BLÓÐ Hverjum dytti í hug að hægt væri að gera gamansama mafíu- blóðsugumynd. Svarið er einfalt: John Landis. Hann gerði reynd- ar slíkt hið sama þegar hann leik- stýrði An American Werewolf in London árið 1981, mynd sem fékk óskarinn fyrir bestu tækni- brellurnar. í þeirri mynd sáum við nákvæmlega, skot fyrir skot, hvernig maður breyttist í hárprúð- an varúlf. Nýjasta mynd Johns Landis heitir Innocent Blood og f henni leikur hin bráðhuggulega Anne Parilaud sem við sáum síöast f franskri mynd Luc Besson, Nikita. Auk þess leika aðrir skfn- andi leikarar í henni, eins og Ro- bert Loggia (Jagged Edge), Ant- hony LaPaglia og Don Rickles. Söguþráðurinn er bráðsniðug- ur og býður upp á frumleika og ferskleika. Anne Parilaud leikur hina fögru, blóðugu Maríu sem er tannhvöss en aðeins við þá sem eiga það skilið, nefnilega mafí- ósa. Hún bftur þá eingöngu sem eiga það skilið að kveðja þessa jarðvist. Morðingjar og dusilmenni eru á svarta listanum hjá Marfu. Hún þarf líka að passa sig á því að sjúga duglega blóðið því ann- ars vakna mafíósar og morðingjar aftur til lífsins og halda skugga- verkum sínum áfram, fölir í and- liti. María þarf líka að fyrirbyggja að þetta lið vakni aftur sem kvik- dauðir eða zombies eins og það kallast á tungu engilsaxneskra. Myndin verður sýnd í Sambíóun- um og er óhætt að mæla með henni. □ 7.TBL. 1993 VIKAN 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.