Vikan - 06.04.1993, Blaðsíða 31
að einhver kæmi til að sækja
mig fór ég að hugsa um
drauga og forynjur. Hræðslan
magnaðist svo smám saman
þar til ég var orðin sannfærð
um að ég hefði gleymst og
enginn myndi sækja mig. Þá
greip mig ofsahræðsla og
skyndilega fannst mér
veggirnir þrengja aö mér og
að ég væri að kafna. Þegar ég
fannst var ég nánast viti mínu
fjær, gat ekki talað og andaði
með þungum asmakenndum
sogum. Ég veit að þetta er
undirrót ótta míns við innilok-
un og flugvélar því sömu við-
brögð endurtaka sig viö þær
aðstæður."
„MAMMA VAR HRÆ.DD
VIÐ HUNDA"
Karlmaður, sem þjáist af sjúk-
legri hræðslu við hunda, segir
að móðir hans hafi óttast
hunda. „Ég horfði á hana kipp-
ast við, æpa, flýja yfir götuna
eða hlaupa burt í hvert sinn
sem hún sá hund. Þessi ótti
hennar sáði sér í barnshugann
og enn í dag (osna ég ekki
undan þessu. Ég er að vísu
búinn að ná þeim tökum á mér
að ég er hættur að hlaupa þótt
ég sjái hund en ég kem aldrei
á heimili þar sem þeir eru og
sjái ég hunda í görðum snið-
geng ég þær götur.“
Ótti þeirra fullorðnu á
þannig greiða leið að börnum
og sé hann einu sinni búinn
að skjóta rótum er ekki svo
gott að uppræta hann. Svip-
aöa sögu er að segja af svo-
kallaðri barnafælni, myrkfælni
og óttanum við að vera yfirgef-
in. Flest börn yfirvinna þetta af
sjálfu sér, „vaxa upp úr því“
eins og viö köllum það, en
önnur berjast við óttann langt
fram eftir aldri. Ef viðkomandi
þarf svo að takast á viö erfiðar
aöstæður og stress getur það
vakið gömlu óttaviðbrögöin af
þyrnirósarsvefni.
Þannig fór fyrir vinkonu
minni sem stóð i skilnaði aö
skyndilega varð hún myrkfæl-
in líkt og lítið barn. Hún þorði
ekki að ganga ein milli húsa
eftir að dimmt var orðið og
varð að sofa við Ijós. Þegar
Ijósin höfðu veriö slökkt heyrði
hún dularfull hljóð úr öllum átt-
um og þurfti stöðugt að fara
fram úr til aö athuga hvað
væri á ferðinni.
„Ég óttaöist ekki drauga
eins og þegar ég var sex ára.
Nú voru það innbrotsþjófar og
annað illþýði sem ég var full-
viss um að sækti að mér og
leyndist í dimmum skotum."
Okkar nánustu kunna að
eiga einhvern þátt í því hversu
misjafnlega okkur gengur að
yfirvinna óttann. Þannig skap-
ast oft þær aðstæöur að þeim
fælna er hlíft við aðstæðum er
kynnu að vekja ótta og samúð
aðstandenda verður honum
nauösynleg. Hægt er að venja
sig smám saman við aðstæð-
ur er vekja hræðsluviðbrögð,
líkt og vinnufélagi minn gerði.
Hann var hræddur við lyftur
og þegar skrifstofan hans var
færö upp á sjöttu hæð vandi
hann sig á að fara með lyft-
unni dálítinn spöl á hverjum
degi. Hann varð að mæta fyrir
allar aldir til að hafa lyftuna
fyrir sig og í fyrstu gat hann
ekki einu sinni farið inn [ hana
en tókst með tímanum að
standa með dyrnar opnar
nokkra stund. Síðar gat hann
farið að loka og enn síöar að
fara upp eina og eina hæð. Að
lokum var markinu náð og
hann gat farið upp á sjöttu
hæð án þess að stoppa og án
þess að finna fyrir auknum
hjartslætti og andtórengslum.
FÖLSK ÖRYGGISKENND
Erfiðast fyrir þá sem haldnir
eru fælni er þó sú falska ör-
yggiskennd sem grípur við-
komandi ef hann þarf ekki um
tíma að takast á við aðstæður
sem kalla á óttaviðbrögð.
Þetta er nefnilega í fæsfum til-
fellum það stór hluti af lífi
manna að oft gleymist veik-
leikinn og þá ekki síöur hversu
sterk viðbrögðin eru. Undirrit-
uð er ein þeirra sem þjást af
lofthræðslu en sjaldnast grípur
mig skelfing að neinu ráði
nema ég líti niður úr mikilli
hæð. í nútímaþjóðfélagi með
lyftum og breiðum stigum ger-
ist það einfaldlega sjaldan. Ég
gleymi þess vegna oft að ég
er haldin þessum veikleika og
tel mig færa í flestan sjó.
í fyrrasumar ákváðum við
hjónin að fara með börnin
okkar upp með Botnsá í Hval-
firöi og skoða Glym, hæsta
foss landsins. Það var lagt af
stað á fjallið í blíöskaparveðri
en eitthvað hafði kortið snúið
öfugt því í stað þess að ganga
nokkuð greiðfæran og troðinn
stíg upp að fossinum
klöngruöumst við gegnum
kjarrgróður og upp brattar
skriður þar sem smásteinar
ultu stöðugt undan fótum okk-
ar. Á hægri hönd blasti við út-
sýn ofan í hundrað metra hátt
gljúfrið og aflíðandi bratti ofan
að því. Með lokuð augun og
oftar á fjórum fótum en tveim
tókst mér með miklu hugrekki
að klöngrast þessa rúmlega
átta hundruð metra upp að
fossinum. Þar settist ég niður
og þverneitaði að líta á dýrð-
ina sem svo mikið hafði verið
á sig lagt til að sjá. Þá litlu
rönd af vatni sem sást af
steininum mínum lét ég mér
nægja. Síðan staulaðist ég
skjálfandi niður aftur.
Vatnshræðsla er algeng
fælni og birtist í ýmsum mynd-
um. Sumir þora ekki að fara út
í vatn og aðrir eru hræddir viö
straumvötn. Það er nokkuð al-
gengt aö menn finni fyrir
svima er þeir líta niður í
straumvatn og þora af þeim
sökum ekki að fara yfir þau.
Ásgrímur Jónsson málari var
einn þeirra er hætti við slíkum
svimaköstum. Hann fór því
aldrei yfir ár án fylgdarmanns.
Af svipuðum toga er
hræðsla manna við brýr. Það
er til í dæminu að menn þori
ekki að ganga yfir brýr en öðr-
um er ómögulegt að keyra
yfir. Kona ein varð alltaf að
fara út úr bílum sem hún var
farþegi í og ganga yfir brýr því
hún óttaðist að brúin brotnaði
og bílinn steyptist í vatnið.
Hún beið því meðan bíllinn fór
yfir en gekk svo sjálf á eftir.
Þetta gat oft skapað vand-
ræðalegar uppákomur, sér-
staklega ef hún var á ferð
með almenningsbifreiðum. Þó
var maður nokkur enn verr á
vegi staddur því hann gat ekki
sjálfur keyrt yfir brýr og varð
ævinlega aö færa sig í skottið
meðan einhver annar ók yfir.
EKKI SÉRGÆSKA
Margir halda því fram að fælni
sé tóm sérgæska og ef menn
neyði sig til aö horfast í augu
við óttann hverfi hann; ef flug-
hræddur maður læri að fljúga
eða stundi fallhlífarstökk lækni
það hræðsluna, vatnshræðslu
megi laga með að kenna fólki
að synda og þar fram eftir göt-
unum. Þaö kann að hjálpa
einhverjum að ná tökum á
vandamálinu ef þeim tekst
sigra það sem veldur óttanum.
Árangursríkasta meðferðin er
hins vegar aðferö sem Joseph
Wolpe þróaði en hún er fólgin
í því að þjálfa fólk I slökun og
láta það síðan takast á við ótt-
ann í huganum. Fælnir ættu
þvi að leita til fagfólks ef þeir
óska eftir meðferð þar sem
reynslan hefur sýnt aö oft fer
fólk of geyst þegar það er
sjálft að reyna að takast á við
hlutina og gerir þá illt verra.
Fælni er hins vegar sjaldn-
ast á það háu stigi að fólk leiti
sér meðferðar vegna hennar.
Alvarlegasta gerðin er senni-
lega svokölluö víðáttufælni.
Það er ótti við að vera einn og
eiga þeir sem honum eru
haldnir í erfiðleikum með allt
sem tengist því að fara að
heiman. Þetta getur verið ótti
við mannmergð, við biðraðir,
opin svæði, háar byggingar
eða jafnvel þetta allt. Þeir sem
haldnir eru slíkri fælni enda oft
með að loka sig inni og ferðast
nánast aldrei neitt nema þá
helst í eigin bíl og með sólgler-
augu. Bíllinn veröur þeim
nokkurs konar heimili að heim-
an og þar geta þeir verið ör-
uggir.
Þeir sem þjást af fælni og
telja sig ekki þurfa meðferðar
við ættu að bíta á jaxlinn og
bölva í hljóði því engar einfald-
ar lausnir finnast á vandamál-
inu. Mikilvægast er kannski að
sjá skoplegu hliöarnar á því.
Kunningi minn, sem haldinn er
lofthræðslu, segir að sér þyki
fyndiö hversu algerlega hann
gefi sig óttanum á vald. Hann
var í fyrra á ferð í Evrópu og
var boðið að skoða gamla
kirkju. Allt gekk vel í fyrstu eða
þar til ákveðið var að klöngrast
upp gamlan og slitinn tréstiga
upp í kirkjuturninn.
Hann kunni ekki við að
segja samferðafólki sínu að
hann, fullorðinn maður, þyrði
ekki upp stigann svo hann
lagði af stað. í stiganum brak-
aði og brast og þaö hrikti f
hverju þrepi en upp fór hann
pall af palli og passaði sig að
líta aldrei niður. Þegar efsta
hæðin var farin að nálgast fór
minn maður að slaka á og
endaði með að Ifta niður. Það
var eins og við manninn mælt,
hann stífnaði upp, settist í stig-
ann og þorði hvorki upp né
niður.
Þarna sat hann skjálfandi,
ríghélt í handriðið og þverneit-
aði að hreyfa sig. Samferða-
fólkið reyndi með öllu mögu-
legu móti að koma vitinu fyrir
hann en ekkert gekk. Þetta
endaði með því að tveir fíl-
hraustir menn slitu hann af
handriðinu og báru hann niður
stigann. Þegar komið var nið-
ur undir jörð stundi vinur minn
aö nú gæti hann gengið sjálfur
og var sleppt. Látum hann
eiga lokaorðin:
„Ég lagaði jakkann og bind-
ið, hristi mig örlítið og brosti
virðulegur framan í fólkið sem
var á leið upp. Það var of seint
aö sannfæra hina sem fram-
hjá fóru á meðan ég var enn í
helgreipum óttans en þetta
fólk skyldi ég alla vega sann-
færa um að hér færi maður
sem notið hefði útsýnisins úr
turninum." □
Viö samningu þessarar greinar var meöal
annars stuöst viö Fælni - óbærilegur ótti
eftir dr. Eirík Örn Arnarson.
7. TBL. 1993 VIKAN 31