Vikan


Vikan - 03.06.1993, Side 8

Vikan - 03.06.1993, Side 8
Maöur þarf alltaf aö hafa hugann viö þaö sem aörir ökumenn eru aö hugsa og hafa augu í hnakkan- um allan tímann. Ökukenn- arinn minn sagöi aö nauösyn- legt vœri aö líta á sjálfan sig sem þann eina meö viti í um- ferðinni. sem það er vegna öryggisins. Að klæðast viðeigandi leður- galla áður en sest er upp á hjólið er jafnmikilvægt og að spenna á sig öryggisbelti í bíl. Það er mikil vörn í leðurgall- anum ef maður dettur, venju- leg föt rifna eins og skot og eru til lítils gagns ef eitthvað kemur fyrir. Þau föt sem við kaupum, jakki og buxur, eru úr sérstaklega þykku og sterku leðri og saumuð þannig að þau veiti sem besta vörn, til dæmis með púða á hnjánum og þar fram eftir göt- unum.“ - Hvað kostar slíkur bún- aður? „Ég gæti trúað að með öllu kosti hann um 100.000 krónur þegar hjálmur er talinn með. Hjálmurinn minn er fasteign, hann kostaði 32.000 krónur. Margir ungir strákar, sem hafa nýtekið bílpróf og bifhjólapróf, láta það verða sitt fyrsta verk að kaupa sér hjól en eiga svo ekki fyrir þeim búnaði sem nauðsynlegur er, galla, hjálmi og síðast en ekki síst - trygg- ingum. Að öðru leyti eru hjólin ódýr í rekstri og eyða fremur litlu bensíni. Undir venjulegum kringumstæðum léttist pyngj- an mjög lítið við að keyra. Mitt hjól tekur tólf lítra af bensíni sem duga mjög lengi, níu litra á aðaltank og þrjá á varatank. Það er enginn bensínmælir og því er gott að vita af varatankinum þegar bensínið þrýtur á þeim stóra. Maður kemst þónokkuð á honum. Fyrst þegar hjólið drap á sér vegna þess að sá stóri var tómur hélt ég að hjólið væri ónýtt eða eitthvað í þá áttina. Þá hafði ég ekki hugmynd um þessa þrjá lítra sem eftir voru. Þess ber að geta að varahlutir eru mjög dýrir og allur auka- búnaður. Til dæmis má nefna að dekk undir hjólið mitt kost- ar ekki undir 12.000 krónum." FORDÓMAR OG ÞEKKINGARLEYSI - Leðurklætt lið á mótorhjól- um, mörgum stendur ógn af því. „Ýmsir hafa fordóma gagn- vart okkur. Maður er síður en svo litinn hýru auga alls stað- ar. Fólk umturnast oft ef við ökum saman í hóp, það verð- ur skelfingu lostið, flýr af hólmi og sendir manni tón- inn. Okkur er til dæmis ekki hleypt inn á sumar krár og skemmtistaði í leðurfatnaði með púðum. Ég hef verið send heim þó að ég hafi ver- ið í nýjum buxum sem ekkert sást á, bara af því að þær voru með hnjápúðum. Ég mátti koma inn í leðurjakka en ekki í leðurbuxunum. Þeir hleypa inn sjóurum, slorug- um upp fyrir haus og öðru liði þó það sé í sundurtættum leðurbuxum og grútskítugum - en án púða. Þetta er fárán- legt. Ef einn í leðurjakka gerir eitthvað af sér þá eru allir undir sömu sök seldir. Ég er á móti öllum fordómum en þeir eru oftar en ekki af völd- um þekkingarleysis. Oft hef ég fengið sendan tóninn þeg- ar fólk hefur verið að hneykslast á mér og sagt sem svo: „Hvað er svona ung og falleg stúlka að gera á mótorhjóli, þér væri nær að vera heima hjá þér að gera eitthvað þarfara. Það er fólk á öllum aldri sem ekur um á mótorhjólum á sumrin. Marga hefur dreymt um slíkt í áraraðir og láta það ekki eftir sér fyrr en þeir eru jafnvel komnir á miðjan aldur. Margir halda að þetta svart- klædda mótorhjólafólk séu villimenn sem ástæða sé til að óttast og taka með fyrir- vara. Þetta er mikil vitleysa - og leðurgallinn er ekki vegna þess að hann er töff heldur miklu fremur vegna notagildis hans.“ MEÐ AUGU ÍHNAKKANUM - Hvernig finnst þér að vera á bifhjóli í umferðinni í Reykjavík? „Það er stórhættulegt, mað- ur veit aldrei á hverju maður getur átt von. Oft er sagt að við völdum þeim slysum sem við verðum fyrir og öðrum stafi hætta af akstri okkar. Það er rangt en auðvitað eru alls staðar svartir sauðir. Það er með ólíkindum hvað ökumenn svína mikið fyrir okkur sem erum á mótorhjól- um. Oft er það vegna þess að bílstjórar misreikna hraðann sem við erum á. Við skulum segja að ég aki hjólinu á 60 kílómetra hraða eftir aðal- braut. Ég skal nefna dæmi: Margir bílar eru á ferðinni hver á eftir öðrum og jafnmik- ið bil á milli þeirra. Ég er þá kannski einhvers staðar í miðri röðinni en hvernig sem á því stendur þá svínar bíl- stjórinn á mig þaðan sem hann hefur beðið á gatnamót- um eftir að komast inn á aðal- brautina. Þetta er mjög al- gengt og einkum þegar jeppa- eigendur eiga í hlut. Það er alveg lygilegt hvað hurð hefur oft skollið nærri hælum í slík- um tilvikum, ég hef stundum séð himnavængina fyrir mér á þeim augnablikum. Þeir öku- menn sem misreikna hraðann á hjólunum fullyrða þegar lög- regla er kölluð til vegna óhapps eða þegar við gerum athugasemdir við framferði þeirra að við höfum verið á mjög miklum hraða, 200 og yfir. Þeir reyna þá gjarnan að koma sökinni á okkur. Maður þarf alltaf að hugsa um það sem aðrir ökumenn eru að hugsa og hafa augu í hnakk- anum allan tímann. Ökukenn- arinn minn sagði að nauðsyn- legt væri að líta á sjálfan sig sem þann eina með viti í um- ferðinni." ENGLAR i PRÓFINU - Hafa einhverjir kunningjar þínir eða vinir lent í bifhjóla- slysi? „Nei, enginn sem ég þekki, sem betur fer. Undanfarin misseri hefur verið haldið uppi áróðri um gætilegan og örugg- an akstur á mótorhjólum. Hann hefur tvímælalaust verið til góðs enda höfum við í Sniglun- um átt gott samstarf við lög- reglu og Umferðarráð, sem er mjög til bóta. Ungu strákarnir, sem nýbún- ir eru að taka prófið, kaupa sér margir hverjir allt of kraftmikil hjól og eiga erfitt með að halda hraðanum niðri. Prófdómarinn sagði við mig að þetta væri eins og að kenna prestum jafn- sjálfsagðan hlut og þann að hjón eigi til að skilja. Strákamir eru eins og englar í prófunum en síðan aka þeir fram hjá hon- um nokkrum dögum síðar á öðru hundraðinu." - Er ekki vandasamt að ná tökum á þungu bifhjóli? „Nei, nei. Þegar maður fer fyrst á slíkt hjól til að æfa sig er þetta auðvitað spurning um jafnvægi, þetta er jafnvægislist fyrst og fremst. Hitt kemur allt af sjálfu sér. Það erfiðasta er líklega hvað maður er alltaf mikið klæddur. Það er meiri háttar mál að fara i heimsókn eða í bíó og þurfa alltaf að byrja á því að losa sig við hlífð- arfatnaðinn, fara úr jakkanum, lopapeysunni, taka af sér hjálminn og hálsklútinn og koma síðan öllu fyrir. í bíó er maður með fangið fullt." - Þið gerið töluvert að því að reiða aftan á. Er það ekki bæði erfitt og hættulegt? „Nei, ekki ef sá sem er aftan á er vanur og veit hvernig hann á að bregðast við, til dæmis í beygjum. Þegar maður er með óvanan aftan á biður maður hann um að halla sér með hjól- inu í beygjum. Það bregst ekki að hann hallar sér á móti." - Hefurðu komist í hann krappan? „Jú, ég flaug einu sinni út af þegar ég komst fyrst í snert- ingu við malarveg. Ég var á leiðinni að kvartmílubrautinni, sem er í hrauninu gegnt álver- inu í Straumsvík, en gætti ekki að mér. Þar sem malbik- ið endar kemur stallur niður á malarveginn. Ég hélt bara áfram á fullri ferð með systur mína fyrir aftan mig og hjólið skaust út af. Sem betur fer kom ekkert fyrir, hvoruga okk- ar sakaði og á hjólið kom að- eins lítil rispa. Mér hefur ekki verið vel við malarvegi eftir þessa reynslu." □ 8 VIKAN 11. TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.