Vikan


Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 16

Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 16
TEXTI: LOFTUR ATU EIRÍKSSON VIÐTAL VIÐ SIGRÚNU BJARNADÓTTUR, SÍÐASTA ÁBÚANDANN Á HESTEYRI í JÖKULFJÖRÐUM Anorðanverðum Vestfjarðakjálkanum eru Jökuifirðir og þar var blómleg byggð í gegnum aldirnar eða allt fram til ársins 1952 er síðustu ábúendurnir fluttust frá Hesteyri og Aðalvík, stærstu byggðakjörnunum á svæð- inu. Þessi landshluti féll að miklu leyti í gleymskunnar dá fyrstu þrjá áratugina eftir að byggð eyddist en með auknum ferðalögum um hálendi og afskekkt svæði landsins hafa Jökul- firðirnir hlotið athygli að nýju fyrir friðsæld og ó- spillta náttúrufegurð. Sjónvarpsmenn hafa fært okkur myndir af fagurgrænum hvannabreiðum sem minna meira á gróður á suðrænum slóð- um en það gróðurfar sem vænta má að fyrir- finnist á hjara veraldar. Þeir sem sáu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar, gleyma seint hlutverki landslagsins þar en ferð gamalmennanna í myndinni var einmitt heitið í þessa týndu perlu íslenskrar náttúru. Miðað við það sem þessar myndir gefa til kynna er erfitt að henda reiður á hvað það var sem varð til þess að fólkið fór burt. Flestir eru þó sammála um að þar hafi verið um að ræða samvirkni ýmissa félagslegra og menningar- legra þátta, óhjákvæmilegra fylgifiska nútíma lifnaðarhátta og breytinga á atvinnulífi þjóðar- innar. Sölvi Betúelsson, oddviti á Hesteyri, og Sig- rún Bjarnadóttir kona hans voru seinustu ábú- endur Hesteyrar. Sölvi er látinn fyrir nokkrum árum en Sigrún eða Rúna, eins og hún er köll- uð, hefur verið búsett í Bolungarvík þessi fjöru- tíu ár sem liðin eru frá því að þau kvöddu Jökul- firði í hinsta sinn. Rúna er komin hátt á níræðis- aldur en er engu að síður ern og heilsugóð. Hún er sein til að kvarta og ber fyrir sig leti frek- ar en annað ef hún „nenniF ekki fram úr rúminu einhvern daginn, eins og hún orðar það. Blaöamaður Vikunnar var á ferð í Bolungar- vík og féllst Rúna á að opna rifu á glugga fortíð- arinnar og leyfa lesendum blaðsins að skyggn- ast um stund inn í heim sem nú er genginn á braut eilífðarinnar. „Ég er fædd í Aðalvík en var komið í fóstur á Hesteyri þegar ég var fimm ára gömul. Pabbi og mamma voru bæði tvígift. Mamma átti þrjár dætur frá fyrra hjónabandi og pabbi tvíbura með fyrri konu sinni. Þau eignuðust síðan tíu börn saman, þar af eina tvíbura, þannig að þetta urðu fimmtán börn alls. Annar tvíburanna lést snemma og sömuleiðis misstu foreldrar mínir tvo unga drengi. Þá fórst einn Sigrún með nöfnu sinni Hauksdóttur, sem hún eftirlét upphlutinn sinn nýverið. bræðra minna af slysförum fimmtán ára þannig að við vorum sjö sem komumst upp af alsystkinunum. Fóstri minn og mamma voru systkinabörn en fósturforeldrar mínir áttu bara eina fimmtán ára dóttur. Ég man ennþá eftir ferðinni til Hesteyrar en þetta var annaðhvort þrítugasta eða þrítugasta og fyrsta október 1910. Mamma fór með mig inneftir og Magnús föðurbróðir minn var með í ferð. Við vorum fót- gangandi og hann bar mig mikinn hluta leiðar- innar. Ég gekk nú samt spotta og spotta og hann sagði mér síðar að sér hefði þótt ég furðu dugleg að labba þetta.“ MÓTAKA OG KVÖLDVÖKUR - Var einhver kennsla fyrir börn á Hesteyri á þessum tíma? „Já, það var fljótlega farið að kenna mér að stafa og siðan að lesa. Mér fannst nú mesta puð að læra stafina en var sagt að þegar ég væri búin að því gæti ég farið að lesa bækumar sem hann fóstri minn las upp úr á kvöldvökun- um. Þá var fóstra mín að spinna og prjóna og fannst gaman að heyra lesið á meðan. Kvöld- vökurnar voru hafðar að loknum verkum þegar hann var heima og búið var að kveikja upp. Húsnæðið var ósköp lítið og í fyrstu var látið nægja að hita með kamínu en síðar komu ofn- ar. Það var náttúrlega ekkert rafmagn en mór var notaður fyrir eldsneyti. Hann var stunginn á vorin og hnausunum kastaö upp úr gröfinni. Þeir voru síðan reiddir í hripum á hesti á holtin þar sem þurrkvöllinn var að finna. Þar voru hnausamir höggnir með spaða eða skóflu í flögur sem reistar voru upp á rönd hlið við hlið og gustaði vindurinn um opin sem mynduðust á milli þeirra. Verkið var kallað að grinda því þessar breiður náðu yfir töluvert stórt svæði og mynduðu nokkurs konar grindur. Þegar mestur rakinn var gufaður upþ var mónum raðað upp í hrauka sem á haustin voru reiddir fram á bæina en sumir biðu fram á vetur og drógu þá heim á sleðurn." - Þannig aö þú hefur alist upp við mikla þátt- töku í atvinnulífinu. „Já, já, um leið og börnin fóm eitthvað að geta voru þau látin hjálpa til. Ég elst þarna að mestu upp með fullorðnu fólki því engin vom börnin á bænum. Tvær telpur voru á bæ í grenndinni en þær vom alltaf uppteknar við að passa yngri systkini sín. Fóstursystir mín var hins vegar dugleg að taka mig með sér þegar hún fór að heimsækja vinkonur sínar og það var minn helsti félagsskapur. Þetta voru svona þrjátíu til fjörutíu manns sem bjuggu á staðnum og fjölgaði litið. Stúlkurnar fóru í burtu þegar þær uxu úr grasi því enga atvinnu var fyrir þær að fá í sveitinni. Systkini mín fluttu líka en ég átti ekki heim- angengt frá fósturforeldrum mínum. Dóttir þeirra fór til verslunarstarfa í Reykjavík og ég 16 VIKAN ll.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.