Vikan


Vikan - 03.06.1993, Síða 18

Vikan - 03.06.1993, Síða 18
Þetta var einn af fyrstu vélbátunum á Hest- eyri en áður voru komnir vélbátar til Aðalvíkur. Við vorum að auki með lítið bú, með þrjátíu kindum, kú og einu hrossi, en landrýmið var mjög takmarkað fyrir hvern bónda. Ég var eig- inlega strákurinn á heimilinu og vann mikinn hluta af störfunum utanhúss ásamt því sem fóstra mín treysti sér ekki til að gera inni. Karl- arnir sóttu sjóinn vor og haust en að lokinni mótökunni tóku við heyannir. Þá komust þeir stundum í uppgrip við upp- og útskipun í hval- veiðistöðinni sem Norðmenn reistu inn með firðinum skömmu fyrir aldamót. Ég fór stund- um inn að stöðinni sem krakki til að færa ein- um Norðmanninum mjólk sem hann keypti af okkur. Ef hann var á vakt sagði hann mér að setja mjólkina bara í rúmið sitt. Þá tók á móti botn í tunnunum, að salta á planinu.“ - Hvað gerði fólk á veturna? Var eitthvað hægtað vinna eða... „Kvenfólkið sat við að sauma og spinna og við krakkarnir fórum oft á skíði. Það var mikið gengið á milli bæja á skíðum og ég veit ekki nema það hafi lærst af Norðmönnunum. Það var maður á Ströndunum sem smíðaði skíðin fyrir okkur. Þau voru ekki merkileg, bara svo- lítil beygja á þeim framanverðum og síðan brá maður snæri yfir ökklann í stað bindinga. Karlarnir sinntu skepnunum og fóru stundum til refaveiða en það gat verið góð búbót ef náðist í lágfótu." UNGA FÓLKIÐ ÞURFTI AÐ LEITA ANNAÐ Mórinn var aöalorkugjafinn. Menn viö mótöku i Sléttu- hreppi. Sigrún á yngri árum í hátíðarbúningi féllst á að vera á heimilinu þangað til hún kæmi til baka. Það urðu síðan ekki nema tvær stuttar heimsóknir sem hún lét sjá sig aftur. Hún gerð- ist verslunarstjóri í bókaverslun ísafoldar sem var þá í eign Sigríðar Björnsdóttur, systur Sveins Björnssonar sendiherra og síðar fyrsta forseta (slands. Draumur hennar var að gerast sjálfstæður bóksali og fór hún til Þýskalands til að nema þau fræði. Hún var ákaflega vel gefin og vissi hvað hún vildi, stúlkan sú. Ég hef undir hönd- um prófstílinn hennar á þýsku og einnig umsögn kennarans á þýsku en síðan lét ég þýða þetta yfir á íslensku. Ég hef aldrei haft nenning í mér til að koma þessu á framfæri og mér finnst hún liggja óbætt hjá garði því það hefur hvergi komið fram að hún fór utan að læra.“ STRÁKURINN Á HEIMILINU - Það hefur áreiðanlega verið mjög sérstakt fyrir konu úr sveit á þessum tima. „Já, hún er líklega fyrsta ís- lenska konan sem fór utan til að ganga á skóla fyrir bóksala. Ég hef verið að leita bæði í Öldinni okkar og Árbókum Reykjavíkur að upplýsingum um það en án árangurs. Það er talað um margan ung- an manninn sem fór víða til náms en ekkert er á hana minnst. Þegar hún kom aftur til íslands veiktist hún og var frá störfum næsta árið og Sigríður seldi verslunina. Þá fer hún að hress- ast og hjálpar nýja eigandanum að setja búð- ina í gang að nýju en veikist aftur vorið 1930, liggur í viku og deyr aðeins þrjátíu og fimm ára gömul. Það var ekki hlaupið til Reykjavíkur á þeim tímum, leið kannski mánuður á milli ferða, þannig að ekkert okkar komst til að vera við jarðarför hennar. Fóstri minn var formaður á bát og gat ekki komist frá því og fóstra mín orðin það sjúk að hún fór ekki út úr húsi. - Eiginmaður þinn heitinn, Sölvi Betúelsson, var mikil refaskytta, hef ég heyrt. Hvern- ig urðu ykkar kynni? „Ég þekkti hann frá þvi ég var krakki vegna þess að fóstri minn var móðurbróðir hans. Okkur grunaði að sjálfsögðu ekki að við ættum eftir að verða hjón því tólf ára aldurs- munur var á okkur. Hann vann á síldarstöðinni á sumrin og kom þá oft heim svo það æxl- aðist þannig að við urðum hjón. Þá var ég orðin þrjátíu og þriggja ára gömul og hann fjörutíu og fimm. Við giftum okkur haustið 1938 og vorum í húsi fóstra míns en síðan byggði Sölvi við það. Hann tók svo við búinu og fjölgaði skepnunum. Á stríðsárunum sóttu þeir sjóinn og seldu afl- ann í skip á ísafirði til að fóðra Bretana. Sölvi var mikill fyglingur (sig- maður) og varð fyrstur til að nota hjálm við eggjatöku á ís- landi. Hann sagði mér að hann hefði verið löngu dauður ef hann hefði verið berhöfðaður. Ég man eftir tveimur mönnum sem létust af þessum sökum. Annar þeirra dó ekki strax en varð aldrei samur eftir að hafa fengið stein í hausinn. Eftir að fór að fækka í hreppnum í stríðinu tók Sölvi að sér flest trúnaðarstörfin á staðnum og varð oddviti hreppsnefndar. Löggæsla var sama sem óþörf en það kom fyrir að það þurfti að „munstra“ menn á skip. Ég hvái við og Rúna segir að það hafi verið mikið um útlenskuslettur í þá daga. „Þó ég sé nú ekki mikið fyrir að nota þær þá kemur það fyrir. Það var talsvert um norskuslettur og föt- ur sem sumir kalla skjólur voru stundum nefndar spöndur. Svo var talað um kamers og spiskamers þegar menn voru að tala um her- bergi og stakket var notað yfir girðingu og bfslag fyrir forstofu svo ég taki dæmi.“ - Það var síðan með Bretavinnunni í tengslum við radarstöðina í Aðalvík sem fólk fór að ná sér í pening og hafa efni á að flytja burt. „Já, það var svo litla vinnu fyrir unga fólkið að fá. Strákarnir reru náttúrlega á þeim bátum mér gamall maður af annarri vakt og gaf mér gjarnan brauðsneið með magaríni og púður- sykri. Það þótti mér gott. Norðmennirnir voru ekki með fjölskyldur með sér en blönduðust samt ekki heima- mönnum í Jökulfjörðum að neinu marki. Það voru kannski tvær stúlkur sem eignuðust með þeim börn og ein sem giftist og flutti til Nor- egs. Alþingi setti lög um hvalveiðibann 1915 og þá var starfsemin í hvalveiðistöðvunum lögð niður um tíma. Norðmenn brugðu þá á það ráð að skipta yfir í síldarsöltun og mig minnir að þeir hafi rekið þá starfsemi í tvö sumur. Þeir voru með tvo báta og þurftu vart að fara nokkuð út fyrir til að ná í fullfermi. Ég var þama, lítið kvikindi sem náði ekki niður á 18VIKAN ll.TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.