Vikan


Vikan - 03.06.1993, Page 19

Vikan - 03.06.1993, Page 19
sem voru á staðnum en vinnan var erfið og gaf ekki mikið í aðra hönd. Sumir komu heim á sumrin til að hjálpa til við heyskapinn en unga fólkið þurfti yfirleitt að leita annað að at- vinnu og oft varð það til þess að það kom ekki til baka. Þetta varð til þess að eldra fólkið gafst á endanum upp en það má segja að skriöan hafi farið af stað þegar læknirinn fór af staðnum 1944. Kaupmaðurinn hélt síðan sömu leið tveimur árum síðar og þá þurfti að sækja bæði vörur og þjónustu til ísafjarðar. Þangað var aðeins hægt að komast sjóleiðina og það var mjög varasamt að vetrarlagi. Síðustu tvö árin vorum við einu ábúendurn- ir á Hesteyri fyrir utan gamla konu sem bjó hjá okkur og krakka sem voru í vist á sumrin. Þetta var erfitt og sama sem alveg ómögulegt því við seldum mjólk og ef eitt- hvað var að veðri komst Sölvi ekki fram á móts við Fagra- nesið sem sigldi yfir Djúpið. Þá varð hann að reiða brúsana inn að síldarstöð því þar var eina bryggjan sem báturinn gat lagst að.“ FLUTT i VÍKINA „Vorið 1952 var haldinn hreppsnefndarfundur en þá voru ennþá nokkrir íbúar í Að- alvík. Sölvi sagði þeim aö hann yrði að flytja og þá var tekin sú ákvörðun að allir færu. Þetta voru um þrjátíu manns sem ákváöu að flytja á einu bretti. Á Hesteyri var sím- stöð sem við sáum um og því gátum við ekki farið fyrr en allir aðrir voru farnir. Við ætluðum að taka niður tækin i símstöð- inni og fara með næstu ferð á eftir hinum íbúunum en þá gerði norðanbyl og snjókomu þannig að við urðum að bíða ein í hreppnum í hálfan mánuö eftir að gæfi." - Manstu vel eftir deginum sem þið fluttuð íburtu. „Já, þetta voru miklir flutn- ingar og við fengum bát frá Bolungarvík til að sækja okkur. Tveir feður barna, sem við höfðum verið með i vist, hjálp- uðu okkur en við vorum meðal annars með tvær kýr sem við tókum með okkur. Við komum í Víkina um miðnætti á allra- heilagramessu, fyrsta nóvem- ber 1952 og vorum fyrstu nótt- ina hjá foreldrum systkinanna Sólbergs og Karítasar en þau höfðu verið hjá okkur í sveit. Þau hafa verið sem okkar eigin börn síðan, eins og raunin hefur verið með flesta sem voru hjá okkur. Sölvi var kominn fast að sextugu og ég hafði búið þarna allt mitt líf. Maður sá náttúr- lega eftir staðnum en tók þessu samt rólega því annarra kosta var ekki völ. Húsiö, sem við fórum í, var kalt og með ónýtum gluggum þannig að það þarfnaðist mikilla viðgerða. Sölvi fékk ekkert að gera fyrsta veturinn en um sumarið fór hann á handfæri á trillunni. Við fórum norður í tvo mánuði og heyjuöum fyrir kúnni sem við tókum meö okkur en hinni hafði verið slátrað um veturinn. Ég og gamla konan fórum með kusu með Fagranesinu en Sölvi kom á trillunni með hænsnin. Ég hafði hins vegar köttinn með mér i kassa,“ segir Rúna og það skríkir í henni við tilhugsunina. „Þú hefðir átt að sjá kúna þegar hún kom á land. Hún hljóp út eftir öllu með halann upp í loftið, hún var svo ánægð. Svo leiddist henni þegar hún kom aftur til Bolungarvíkur um haustið og gerði helmingi minna gagn en áður þannig að það endaði með að við seldum hana.“ - Fórst þú líka að vinna úti eftir að þið flutt- uð? „Ég hafði ekki heilsu til þess fyrstu árin en síðar fékk ég vinnu við rækjuvinnslu og að sauma utan um saltfisk og skreið. Við hættum bæði að vinna um 1970 þegar Sölvi fór að missa heilsuna. Eftir það var ég bara heima því það var ekki til neitt sem hét hálfsdags- vinna í þá daga. Maður varð annaðhvort að vera við allan daginn, sem ég treysti mér ekki til að gera, eða sleppa vinnunni alveg." - Hvernig líst þér á stöðuna á Vestfjörðum núna? Heldur þú að örlög byggðarinnar hér geti orðið þau sömu og í Jökulfjörðunum? „Ég veit það ekki. Eg held samt að það sé farið að fækka sumstaðar í sveitunum hér í kring. Ég vona að það sé ekki byrjunin á ein- hverju stærra." - Hvað heldur þú að sé helst til ráða til að spyrna við fæti? „Ja, nú verður þú að spyrja einhvern vitrari en mig. Mér heyrist meira að segja að þeir sem stjórna viti lítið meira en ég í þessum efnum. Framtíðin verður að leiða það í Ijós en ég vona að Vestfirðirnir fari samt aldrei í eyði. Ég trúi því ekki að það fái að gerast þó þróunin hafi verið virkilega slæm á undan- förnum árum.“ Það vakti athygli blaða- manns að margir Bolvíkingar eru með kort af Vestfjörðum rammað uppi á vegg hjá sér en lítið bólar á afganginum af landinu. Það lýsir kannski best sjálfsmynd íbúanna og sam- bandinu við yfirvöld á höfuð- borgarsvæöinu. í Víkinni býr fólk sem hefur komist áfram af eigin verðleikum og fjármagn hefur í áratugi streymt úr piáss- inu til uppbyggingar syðra. Það er sorglegt að horfa upp á til- finninga- og afskiptaleysi ráða- manna við vandanum sem steðjar að en þeir virðast ekki skilja að hann læknast ekki af sjálfu sér. Spurningin er hvort sagan sé til að læra af henni eða hvort hún sé dæmd til að endurtaka sig. Hið síðarnefnda er því miður líklegri niðurstaða eins og horfurnar eru þessa dagana. □ Sigrún og Sölvi Betúelsson meö Sölva Rúnar Sólbergsson á milli sín en hann er einn margra sem skíröir hafa veriö eftir þeim hjónum þó sjálfum hafi þeim ekki oröiö barna auöiö. Aðgerö í flæðarmálinu á Hesteyri.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.