Vikan


Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 03.06.1993, Blaðsíða 31
andi útskurö. Hann rissar bara beint upp á fjölina með merkipenna og svo tekur hann upp sporjárn og byrjar að skera út. Verk hans eru farin að setja mikinn svip á Eden sem er líka farin að virka eins og göngugata í er- lendri borg. Þetta eru átta ein- ingar; gróðurhús, minjagripa- verslun, blóma- og gjafavöru- verslun, fataverslun, sjoppa, kaffistofa með sýningarsal, skyndibitastaður og leiktækja- salur. vikan: Hefurðu nokkurn tíma orðið var við öngþveiti við innganginn? bragi: Yfirleitt dreifist fólk á hina ýmsu staði hússins. Þó hefur þaö komið fyrir, til dæmis einu sinni þegar voru um þrjátíu rútur á planinu hjá mér á tveimur tímum og þar af um tuttugu samtímis. Þá er oröið ansi þröngt í húsinu. í annað skipti kom það upp þegar Steingrímur Sigurðs- son var að opna sýningu - og hann vill nú hafa traffík í kringum sig þegar hann sýnir - aö hann bauð það mörgum að þegar ég leit inn, svona hálftíma eftir opnun, ætlaði ég ekki að komast inn um framdyrnar. Þetta var eins og fuglabjarg eða fé í rétt. Þaö dregur eflaust enginn listamaður í landinu annan eins fjölda að opnun sýninga og Steingrímur. Hvort þeir koma til að sjá málverkin eða til aö hittast innbyrðis eða tala við Steingrím - það er svo spurning. En hann er búinn að koma sér upp stór- um hópi viðskiptavina sem koma í hvert skipti sem hann sýnir. SÝNINGAR OG BLADAMENNSKA vikan: Hvernig byrjaði þetta með sýningarnar? bragi: Mokka í Reykjavík var fyrsti kaffistaðurinn sem bauö upp á málverkasýningar en ég hafði miklu meira pláss. Ég lét búa til veggi sem hægt var að hengja á og fljótlega fór að koma til mín fólk sem vildi fá þetta pláss. Þróunin varð svo sú að nú er alltaf biðröð eftir plássi. Ég byrjaði á þessu sumarið 1972 og það hefur gengið öll sumur síðan. Aðalástæðan fyrir því að það er svo vinsælt að sýna hérna er líklega sú að sýningarsalur- inn er í þjóðbraut og þar er alltaf traffík. Þar að auki kost- ar ekkert að sýna en það kemur allt til baka vegna þess að hver einasti maður sem sýnir á stóra fjöiskyldu eða vinahóp og allir sem koma til að skoða sýninguna kaupa kannski kaffi og kannski blóm. Þetta er eiginlega eins og með kirkjuferðirnar f gamla daga; fólk kemur til að sýna sig og sjá aðra. Núna vill fólkið hins vegar gróður, skemmtilegt umhverfi og ekki síst góðar veitingar. Fólk kemur ekki til lengdar á stað þar sem það fær ekki góðra veitingar. Það er alveg sama hvað umhverfið er notalegt eða fallegar myndir á veggjunum - ef veitingarn- ar eru ekki í lagi þá kemur fólk ekki aftur. Fyrir bragðið verður starfið hjá mér mjög bindandi. Það truflar heimilis- lífið vegna þess að það bind- ur mann hvern einasta dag. Frá því í apríl og fram á haust er opið til hálftólf á kvöldin og þá er maður aldrei laus úr vinnu fyrr en í fyrsta lagi um hálfeitt. vikan: Þetta er það líf sem þú hefur sjálfur kosið þér. bragi: Nákvæmlega. Þetta er mitt brennivín. Ég hef viljað hafa þessa bindingu svo að ég hef ekki undan neinu að kvarta. í viðbót við erilsamt starf hefur bæst við mig núna á síðustu árum vinna við út- gáfu á Bé Ess, blaði sjálf- stæðismanna hér i bæ. Við Á skrif- stofu Braga hanga margar manna- myndir eft- ir hann. Sumar þeirra eru af þekktu fólki og teiknaðar beint upp úr sjón- varpinu. UMHVERFISBYLTING UM ALLT LAND viKAN: Ein af þessum hug- myndum þínum snýst um að gera íslenska bæi að gróður- vinjum. bragi: Já. Ég hef stundum sagt við sjálfan mig að mann- eskjulegt umhverfi í borg væri ekki eðlilegt nema í því væru um hundrað tré á mann. Það þýðir að til dæmis að hér í Frumeðli okkar gerir ekki ráð fyrir að við fæðumst í borg. Það er bara nútímaháttur sem við erum að tileinka okkur á síðustu öldum. Við komum í rauninni úr frumskógunum og því hlýtur gróður að skipta okkur miklu máli. Við höfum þurft að ávinna okkur lifnaðar- hættina í borginni. Allur gróð- ur mildar áhrif veðurs og vinda. höfum að mestu leyti haldið því úti tveir, ég og Knútur Bruun lögfræðingur sem býr hér. Þessu fylgir að sjálfsögðu mikið vinnuálag en er um leið áhugavert og spennandi verk- efni. Þessi nýja reynsla gefur líka möguleika á að viðra ýmsar hugmyndir. Hveragerði ættu að vera um hundrað og sextíu þúsund tré. Ég er ekki frá því að það nálgist það hér en það eru ekki tíu milljón tré í Reykjavík eins og þau ættu að vera samkvæmt þessu, miðað við höfðatölu. Þau eru ekki þrjú hundruð þúsund á ísafirði. Bragi Ein- arsson vió afgreiöslu- störf. Það þarf ákveðin lífssinfónía að vera í umhverfinu og hún byggist fyrst og fremst upp af gróðrinum og lífinu í kringum hann. Síðan kallar trjágróöur- inn á allt aðra lifnaöarhætti, til dæmis miklu meiri útivist. Ég man að árið 1960, þegar ég flutti í þann hluta Hveragerðis sem ég bý í núna, var ekki nokkur leið að láta nokkuð lifa norðan við húsið en nú er jafn- mikið skjól norðan og sunnan við húsið vegna þess að nú er komin mikil byggð og þéttur skógur þar. Núna eru líka rækt- uð tré sem vaxa hratt, eins og til dæmis sitkagrenið sem kom fyrst hingaö til lands í kringum 1950. Seinna kom Alaskaöspin og ýmsar fljótsprottnar víðiteg- undir en fyrir hálfri öld var ekk- ert af þessu til í landinu. Þá tók það líka heilan mannsaldur að koma trjám upp. vikan: Ef við tökum nú eina fjögurra manna fjölskyldu sem færi eftir þessum kvóta ll.TBL. 1993 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.