Vikan


Vikan - 03.06.1993, Page 34

Vikan - 03.06.1993, Page 34
BRAGI í EDEN því aö hitta útlendinga sem segja kannski viö mig: „Ég kom hérna fyrir tíu árum, fimmtán árum eöa tuttugu árum og mikiö hefur þetta breyst.“ Þaö er ekki svo langt síöan ég hitti Ameríkana sem sagöi: „Ég trúi því ekki aö þetta sé sama landið og ég þekkti árið 1943." Þessi mað- ur haföi verið hér sem her- maður og haföi komið, án þess aö eiga hér nokkra kunningja eöa neitt, til að líta á landiö. Svo þekkti hann ekk- ert aftur nema hvaö hann sagðist hafa verið í bragga- hverfi á hæöinni viö flugvöll- inn þar sem Perlan er núna. Svo hef ég fengið heilmikiö af heimsþekktu fólki í heim- sókn gegnum árin. í augna- blikinu man ég eftir því að ég seldi Pamelu í Dallas nokkrar ullarpeysur. En þetta festist ekki í minninu vegna þess aö þetta er alltaf aö gerast af og til; fólk sem maður hefur séö og heyrt í sjónvarpinu. Þaö hefur stundum hvarflaö að mér aö ég ætti kannski aö vera meö einhver skilti uppi á vegg: þessi kom og þessi kom - og dagsetningar en þaö hefur aldrei komist í fram- kvæmd. Auðvitað er gaman aö sjá heimsfrægt fólk en dagarnir vilja veröa þannig aö eitt tekur viö af ööru næstum þvi á hverri mínútu og ég vil hafa góöa yfirsýn yfir staðinn. KEPPINAUTAR vikan: Þú ert alltaf aö breyta einhverju hérna. Hvenær veröur staöurinn kominn ( endanlegt horf? bragi: Þaö verður senni- lega aldrei. Það er svo lengi hægt aö lagfæra hlutina en mér finnst sjálfum að ég hafi aldrei breytt neinu sem ekki þurfti aö breyta. Mynstrið er alltaf aö breytast í þessu; aö- sóknin, hvaö fólk vill kaupa og annaö. Ég reyni bara aö fylgja því eftir og vil helst vera skrefi á undan því sem ég á von á aö muni gerast. Og þar sem ég hanna hlutina sjálfur er ég fljótur að framkvæma þá í staö þess aö þurfa að bíöa á teiknistofum. Ég á ábyggilega eftir aö umsnúa heilmiklu í viöbót meðan mér endist líf og heilsa en ég hef ekki hug á aö stækka staðinn í fermetr- um. Að sjálfsögöu hef ég ein- hvern tímann gert eitthvað vit- laust eins og gengur en kúnstin í viðskiptum er ekki endilega aö gera allt rétt. Hún er sú aö gera meira rétt en keppinautarnir. vikan: Þú varst nú meö frægan keppinaut hérna á tímabili. bragi: Já, Paul Michelsen var heilmikill keppinautur en viö vorum alltaf góöir kunn- ingjar. Viö áttum í mikilli sam- keppni og hann átti þaö kannski til þegar ég var búinn aö setja upp eitthvert verö á tómötum að lækka sína um krónu. Ég frétti það auðvitað fljótlega og lækkaði mína um tvær krónur. En þetta var allt í góöu. Nú er hann búinn að búa í Reykjavík í ein ellefu, tólf ár síöan hann seldi en hann fær sér alltaf kaffi hjá mér og spjallar viö mig þegar hann kemur hingaö. Aftur á móti fer hann aldrei á gamla staöinn sinn. Þaö var á sinn hátt miklu meiri reisn yfir Hverageröi meðan hann var hérna. Hann haföi þá gáfu, sem ég hef víst ekkert of mik- iö af, aö koma sér á framfæri og auglýsa staðinn sinn - en um leið var hann að auglýsa Hverageröi. vikan: Nú er komið Tívolí beint á móti þér en keppir þó ekki viö þig um hylli feröa- mannanna. bragi: Tívolíið kom þannig til aö fyrst voru vangaveltur um aö byggja þaö í Mosfells- þæ, Hafnarfirði eöa Reykja- vík. Svo kom Hveragerði til greina en það vantaði land. Ég átti land og hugsaöi mér aö þaö væri betra aö hafa Tívolí í Hveragerði en ein- hvers staöar annars staöar. Ef það væri til dæmis í Mos- fellsbæ væru þeir sem væru þar ekki í Hveragerði. Svo ég leigði þeim landið og seldi þeim þaö síðan. Þaö hefur líka reynst mér mjög happa- drjúgt aö hafa þaö hérna við hliðina á mér vegna þess aö þeir sem fara þarigað koma viö hjá mér og öfugt. Þetta er stærri segull sem dregur meira að sér. FORTÍÐ OG FRAMTÍD HVERAGERÐIS vikan: Hvernig séröu Hvera- geröi fyrir þér í framtíðinni? bragi: Ég held aö það veröi nú engar stórvægilegar breytingar hérna næstu tvö, þrjú ár en ég held aö Hvera- geröi veröi stærsta byggöar- lag á Suöurlandi eftir svona fjörutíu, fimmtíu ár. Þaö á miklu meiri möguleika til þess aö veröa stórveldi en allir aör- ir byggðakjarnar á Suöurlandi. Vegna jaröhitans í næsta ná- grenni viö bæinn eru mögu- leikarnir miklir en þeir eru ekki alveg á næsta leiti vegna samdráttar í þjóðfélaginu og annars sem hefur dregiö úr framkvæmdagleði hér. Hótel Örk á eftir aö stækka og veg- ur heilsuhælisins að aukast þótt þaö verði kannski ekki al- veg á næstunni. VIKAN: Hvernig fannst þér aö búa hérna fyrr á árum, þegar Hveragerði var lista- mannabær? bragi: í gamla daga var þetta lítið samfélag þar sem allir þekktust. í þessu samfé- lagi voru listamenn eins og Jóhannes úr Kötlum, Kristján frá Djúpalæk, Kristmann Guö- mundsson og margir aörir en þótt þetta væru þekktir menn þá voru þeir fyrst og fremst nágrannar og maöur tók þá sem slíka. Þaö var helst aö Kristmann skæri sig úr því hann var svona hlutlaus heimsmaður og blandaöi ekki eins geöi við mann og hinir. Þaö er mikil eftirsjá aö þess- um mönnum. Og þótt við höf- um Gunnar Dal og Indriöa G. Þorsteinsson núna þá var meiri breidd í þvi þegar þeir voru fleiri. Gunnar blandar sér ekki of mikið í bæjarlífiö. Hann er mikið heima hjá sér en kemur þó niður í Eden og fær sér kaffi. Þá kemur oft mikiö af fólki og sest viö borð- iö hans. Þaö voru held ég ein- ir þrír eöa fjórir sem geröu sér sérstaka ferö frá Reykjavík í gærmorgun til aö hlusta á meistarann. Þaö er ekki eins og hann sé aö flytja nein er- indi. Hann bara sest þarna og svo kemur fólk og sest viö fót- skör meistarans. Hann dregur að sér fólk. Kristmann var kannski svona kaffihúsamað- ur líka - en á hans tíma vant- aöi bara kaffihúsið. Þegar hér var komiö sögu höföum viö skoðað glæsilegt listasafn Braga, þar sem meö- al annars eru þekktar myndir eftir Gunnlaug Blöndal, Kjar- val og fleiri, gengiö um garö- inn hans og rennt augum yfir allar deildirnar í Eden og drukkum nú kaffi í veitinga- salnum. Á skrifstofu fyrirtæk- isins hanga margar manna- myndir eftir Braga. Hann er lunkinn teiknari en þaö kemur sér vel fyrir mann sem aldrei fellur verk úr hendi og kemst yfirleitt ekki í rúmiö fyrr en um tvöleytið eftir miðnætti. Samt fer hann snemma á fætur og er kominn á fullt í fyrirtæki sínu um níuleytið næsta dag og finnst hann hafa sofið of mikið. Hann hefur fundið lífs- fyllingu sína í hamingjusömu hjónabandi sem hefur fært honum ungan son - aö ekki sé nú talaö um Eden sem er, þegar öllu er á botninn hvolft, annaö nafn á Paradís. Enda klykkti Bragi út meö þessu kínverska spakmæli, eftir aö viö höföum tæmt síðasta kaffibollann: „Ef þú vilt vera hamingjusamur einn dag skaltu fara á svolítið kenderí, ef þú vilt vera hamingjusamur alla ævi skaltu leggja stund á garöyrkju." □ 34 VIKAN ll.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.