Vikan


Vikan - 03.06.1993, Page 62

Vikan - 03.06.1993, Page 62
Robert Davi f Maniac Cop III: Badge of Silence. GEÐVEIKA LÖGGAN III B-myndirnar Maniac Cop I og II gengu vel hér á íslandi, voru sýndar í Laugarásbíói á sínum tíma. Nú er komin þriðja útgáfan og heitir Mani- ac Cop III: Badge of Si- lence. Robert Davi leikur í henni eins og f hinum tveimur. Þriðja myndin byrjar á því að sýna okkur lögregluárás sem mistekst. Eiturlyfjabarónar særa hina snotru Kate Sulli- van lögreglufulltrúa og hún fellur í dauðadá. Þegar læknir vitjar hennar, þar sem hún liggur varnarlaus á gjörgæslu- deild, birtist geðveika löggan, drepur lækninn, nemur Kate á brott og fer með hana út í eyðimörk Suður-Kaliforníu. Geðveiku löggunni finnst að nú sé kominn tími til að festa ráð sitt. Hann er kominn með Kate upp að altarinu í lítilli yf- irgefinni kirkju þegar lögreglan ræðst til atlögu. Verður fjórða framhaldið búið til? En sú spurning. ÓÐUR ÁLFIfR írar sem og íslendingar trúa mikið á álfa. Myndin Lepre- chaun fjallar um írskættaða Roskið einvalaliö leikara. Svipmynd úr Used People. CD ivo NOTAÐ FÓLK Eitt eiga Shirley MacLaine, Katy Bates, Jessica Tandy og Marcello Mastroianni sameiginlegt. Þau leika í mynd sem heitir Used People og verður bráðlega sýnd í Sambíóunum. Shirley MacLaine leikur Pearl Berman sem á heima í Queens-hverfinu í New York. Daginn sem hún fylgir bónda sínum tii grafar kemur gamall biðill (leikinn af Marcello Mastroianni) fram á sjönar- sviðið. Hann hefur beðið þessa tækifæris í tuttugu og þrjú ár og nú ætlar hann ekki að láta Pearl sleppa úr aug- sýn sinni. Efnaskiptin taka við sér og rómantíkin blómstrar. Það er aldrei of seint að verða ástfanginn. Þetta er rómantísk gaman- mynd sem gengur upp. Eld- traust og roskið leikaralið sér til þess. Drew Barrymore í Guncrazy. BYSSUÓÐ Guncrazy er spennumynd með góða fléttu. DrW Barrymore (Poison Ivy) leikur þar Anitu Minter, mennta- skólastúlku sem er lögð í ein- elti af bekkjarbróður sínum, Rooney. Hún vill ekkert með hann hafa en hann lætur ekki segjast. Anita Minter tekur síðan upp bréfasamband við tugthúsliminn Howard Hic- kock. Þau byrja sem penna- vinir en er á líður blandast til- finningar í skriftirnar. Anitu finnst eins og hún styrkist andlega með þessum bréfa- skriftum sínum. Rooney hefur þó ekki sungið sitt síðasta. Eitt kvöidið króar hann Anitu af en hún gerir sér lítið fyrir, skýtur hann og grefur líkið í skógi skammt frá heimabæ sínum. Ekki líður á löngu þar til Howard hefur afplánað fang- elsisdóm sinn. Þau Anita hitt- ast þá i fyrsta sinn, fella hugi saman og giftast. Howard tjáir Anitu að hún sé fyrsti kven- maðurinn sem hann hafi sofið hjá og Anita játar fyrir honum að hún hafi myrt mann. Howard ákveður að aðstoða hana við að flytja líkið lengra í burtu en til þeirra sést þegar þau eru að stússa við það. Þau koma tveimur skólasystk- KVIKMYNDIR inum Anitu fyrir kattarnef og nú kemur til kasta lögreglunn- ar sem þarf nú að upplýsa þrjú mannshvörf. Blóðug átök hefjast. Ásamt Drew Barry- more leika Billy Drago, Mich- ael Ironside og Rodney Har- vey. l2 VIKAN ll.TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.