Alþýðublaðið - 09.03.1923, Side 2
2
GeBveikrahælið
á
Kleppi.
Þegfar ég fyrir þrem árum
var sjúklingur á Kleppi, hafði ég
hugsað mér, að það fyrsta, sem
ég þyrfti og ætti að gera, ef ég
fengi heilsu og kæmist þaðan
burt, væri að geta fólki, sem
ekkert þekkir þar til, dálitia
hugmynd um^ við hvað sjúkl-
ingar, sem þangað eru sendir,
eiga að'búa. En þær uppiýsingar
eru því miður ekki glæsilegar.
Að ég hefi þagað svona lengi,
þótt nú sé liðið meira en ár,
síðan ég var algerlega heiibrigð,
kemur til af því, að ég hefi ekki
getað aflað mér nógu góðrar
vitneskju um sams konar stofn-
anir til samanburðar fyrr en nú,
að ég hefi dvalið dáiítinn tíma
í Kaupmánnahöfn og fengið þar
áreiðanlegar upplýsingar um geð-
veikrahæli bæði í Danmörku,
Englandi, Þýzkalandi og víðar,
og get ég fullvissað þá, sem
þessar Jínur lesa, um það, að
ill meðferð á sjúkiingum á geð-
veikrahælum í þessum löndum
á sér hvergi stað nú orðið og
líklega ekki í nokkru menning-
arlandi heimsins að undanskildu
íslandi.
Ég hika ékki við að segja, að
meðferð á sjúklingum á Kleppi
er andstyggileg, og gæti ég
kómið með mörg dæmi því til
sönnunar úr dagíegá lífinu á
Kleppi þessa 15 mánuði, er ég
var þar sjúkiingur. Einnahrotta-
legastar fundust mér kaffæring-*
ingarnar. Menn álíta nú máske,
að þær séu lækningatilraun, en
svo er ekki ætíð að minsta kosti.
Þær eru blátt áfram refsing á
sjúklinganá fyrir ýmsar yfirsjónir.
Yfirsjónirnar þurfa ekki ætið að
vera stórar. Það þarf t. d. ekki
annað en að sjúklingur missi
óvart niður úr grautaiskál á
gólfið; þá er hooum skipað að
klæða sig úr hverri spjör og
hann miskunnáriaust keyrður á
kat ofan í baðker, sem áður er
hálffylt með ísköldu vatni. Það
er ekki látið nægja að dýfa
sjúklingunum í eitt skifti, heldur
hvað eftir annað, og er þeim
ALÞYÐUBLAÐIÐ
haldið niðri i því, þar til þeir eru
komnir að köfnun, enda kom
það fyrir, að þeir voru svo þjak-
aðir eftir þessá meðferð, að það
várð að bera þá eðá styðja inn
í rúmbælin; stundum var þeim
flsygt nöktum og blautum inn
á >sellu<, þar sem ekki var einu
sinni rúmflet handa þeim að
iiggja í.
Þá eru sveiturnar. Ég veit
dæmi þess, að sjúklingur var að
ráði geðveikralæknisins sveltur í
6 vikur samfleytt, og hafði það
ekki önnur áhrif en auknar þján-
ingar. Ólíklegt er, að læknirlnn
hafi haft nokkra tryggingu fyrir
að sjúklingurinn lifði þetta hung-
ur af, því að nokkrir sjúklingar,
sem sveltir hafa verið á Kleppi,
hafa ekki þolað 30 daga sult;
þeir hafa1 eftir þann tima ekki
þolað fæðuna, fengið afskaplega
magaveiki, og dauðinn svo unnið
sitt miskunnarverk á þeim. Það
má vel vera, að nokkurra daga
svelta í ýmsum geðveikitilfell-
um geti verið heilsusamleg; ég
skal ekkert um það fuliyrða. En
að læknirinn hafi leyfi til að
svelta sjúklinga sína svo að segja
takmarkalauit, — það get ég ekki
skilið.
Hvað fæði sjúklinga snertir,
þá er það að mínu áiiti vel við
unandi og vel úr garði gert frá
hendi ráðskonunnar, sem er
myndarleg, roskin kona. Líkiegt
þykir mér þó, að fólki, sem séð
hefir sjúklinga á Kleppi, sýnist
þeir vera þunnir á vangánn
sumir hverjir, en það er ekki af
því, að skamtur þéirra sé svo
lítili; það kemur af því, að fyrir
utan alsveitir eru þeir hálfsveltir
sumir, þannig, að ein eðá tvær
máftíðir eru teknar af þeim á
dag, ef þeir ekki sitja eða standa
eins og vera ber.
Hvað hjúkrunarliðið á Kleppi
snertir, þá er lítið um það að
segja. Læknirinu sýnist ekki gera
háar kröfur til hjúkrunarkvenna.
Til þess að verða hjúkrunarkona
á Kleppi þarf ekki annað en
fara í ljósan kjói, sem hælið
leggur til. Það gerir ekkert til,
þótt þær kunni ekki að þvo gólf,
því að það má iáta sjúklingana
gera bæði það og fléiri nauð
synjaverk, enda ekkert á móti
því, þétt þeir séu látnir vinna,
sé það í hófi. Það er heldur
Afpreiðsla
blaðsÍDS er í Alþýðuhúsinu við
Ingólfsstræti.
Siini 988.
Auglýsingum sé skilað fyririkl. 8
að kveldinu fyrir útkomudag þang-
að eða í prentsmiðjuna Bergstaða-
stræti 19 eða í síðasta iagi kl. 10
útkomudaginn.
Áskiifta'gjald 1 krúna á mánuði.
Auglýsingaverð 1,50 cm. eindálka.
Útsölumenn eru beðnir að gera
skil afgreiðslunni að minsta kosti
' ársfjórðungslega.
ekki nauðsynlegt, að þær þekki
á hitamæli, því að hann ér aldrei
notaður, enda var mér sagt, að
hann væri enginn til á hælinu.
Ég held það væri ekki rétt að
gera háar kröfur til þessara
hjúkrunarkvenna, en það er
iæknlrinn, sem háar kröfur á að
gera t'J.
Líklega vita flestir, hvað sorg-
lega fáir læknast áf þeim, sem
sendir eru á Klepp, enda virtist
mér harðneskja og miskunnar-
leysi vera aðal-lækningatilraun-
irnar þar. *
Ég hefi talað við iækni, sem
hefir kynt sér mörg geðveikra-
hæli erlendis. Hann sagði meðal
annars á þessa leið:
>í geðveikrahælum, sem ég
þekki til í, reiknast svó tii, áð
þrír fjórðu af öllum sjúklingum,
sem koma inn í hælin, verði ai-
geriega heiibrigðir og komi
aldrei þangað attur; einn fjórði
læknast aíis ekki eða þá að einS
um stundarsakir og kemur síðan
aftur. Annað en ágætis-meðferð
á geðveikum sjúklingum þekki
ég ekkl; fyrir löngu áltu sér
stað kaffæringar á geðveikra-
hælum á Engiandi og lítils háttar
í Danmörku, en nú líta menn á
alt slíkt með viðbjóði, en þrátt
fyrir það, þótt svona margir
læknist, eru hælin alt af full, því
að geðveikin virðist tara vax-
andi um allan heim.«
Svo mörg voru orð iæknisins.
Áður en ég lýk máli mínu,
ætla ég að nefna einstök dæmi
af mörgum um meðferð sjúkiinga