Vikan - 01.09.1996, Síða 12

Vikan - 01.09.1996, Síða 12
KALKÚNI MEÐ VALHNETU- HAKKS- FYLLINGU Uppskriftin nægir fyrir 10 til 12 manns, enda er kalkúninn milli 5 og 6 kíló á þyngd. Þar sem kalkúninn er aö öllum líkindum frosinn þegar þiö kaupið hann er rétt að gera ráö fyrir að hann sé tekinn úr frystinum og látinn þiðna í ís- skápnum. Vignir segir okkur aö þótt ekki taki marga daga að láta kalkúninn þiðna þá ráðleggi hann okkur að láta hann bíða í skápnum í fjóra daga frá því hann kemur úr frystinum. Með því móti verði kjötið best þegar kemur að því. Hér er hún bökuð í ofn- inum síðasta klukkutímann af steikingartímanum. Með kalkúnanum má bera fram hvers kyns grænmeti. Kart- öflur eru án efa það sem allir vilja hafa með, og Vignir skar þær út eins og rósir, djúpsteikti þær svo þær fengju á sig fallegan lit og bakaði þær svo í um 40 min- útur í ofninum. Auk kartafln- anna bar hann fram með kalkúnanum blómkál og fleira græmeti sem var bæði fallegt og girnilegt. Vignir segir að mörgum finnist eplasalat fara vel með kalk- úna og lét fljóta með einfalda uppskrift að því. Það tekur um þrjá og hálf- an tíma að steikja kalkúnann en auk þess er rétt að láta bæði valhnetuhakkið og kalkúninn standa í um hálfa klukkustund undir yfir- breiðslu áður en byrjað er að skera hvort tveggja niður og borða. Olnsteiktur kalkúni: 5-6 kg kalk- úni 2-3 afhýdd matarepli, skorin í þunna báta 50 g mjúkt smjör olía til þess að bleyta í stykkið sem lagt er yfir kalkún- inn bráðið smjör til að pensla kalkúninn meö Sósa: kalkúna- háls og inn- matur smjör til að brúna í 2 saxaðir laukar 2 hreinsað- ar og sax- aðar gul- þvi að framreiða kalkúna- steikina. í stað þess að setja fylling- una inn í kalkúninn valdi Vignir að forma hana eins og brauð og bera fram meö kalkúnanum. Vilji fólk fremur hafa hana innan í honum, eins og líklega er venjulegra, er ekkert sem mælir á móti rætur 1 púrra, skorin í þunnar sneiðar 1 lítri vatn 2 stórir kjúklingasoðstening- ar hveiti til að þykkja með 4 dl rjómi ef til vill ögn af sósulit salt, pipar, paprikuduft hunang til að smyrja kalkún- ann með síðasta hálftímann Kalkúninn er skolaður og þurrkaður með eldhúspapp- ír. Snyrtið kalkúninn eftir þörfum. Núið innan í hann salti og öðru kryddi og fyllið meö eplunum. Þeim er ætl- að að bæta bragöið af sós- unni en eru ekki borin fram með kalkúnanum sérstak- lega. Saumið kalkúnann saman og bindið lappirnar saman með bandi. Smyrjið kalkúnann utan með smjöri og leggið hann á hrygginn í ofnskúffuna. Vætið lítið stykki í olíu og leggið yfir kalkúnann. Rétt er að forhita ofninn í 170 gráður og siðan er kalkúninn steiktur í tvo og hálfan tíma. Þegar stykkið, sem lagt var yfir fuglinn, er farið að dökkna er það tekið í burtu. Penslið kalkúninn með smjöri eða helliö yfir hann soði á hálftíma fresti en auðvitað verður að taka stykkið ofan af honum á meðan það er gert. Síðasta hálftímann er kalkúninn smurður með hunangi og soðinu ausið reglulega yfir hann. Kalkúninn dökknar og stiknar þótt stykkið sé yfir honum. Sósan er búin til úr soðinu í ofnskúffunni. Lauk- urinn, gulrætur og púrra eru steikt í smjörinu með hálsi og innmat. Þessu næst er vatni hellt yfir og kjúklingakraftinum bætt út f. Best er að leyfa þessu að sjóða í um það bil klukkutíma en þó ekki við of háan hita. Sigtið soðið frá. Þegar kalkúninn hefur ver- ið í ofninum í eina klukku- stund er soðinu hellt í ofn- skúffuna. Eftir 2 1/2 tíma 12 VIKAN 3. TBL. 1996

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.