Vikan - 01.09.1996, Síða 13

Vikan - 01.09.1996, Síða 13
 j . I -1 1 | ■ -AlL Jí j >■ Uv tt steikingu er kalkúninn tekinn og settur á bretti en soöiö er sigtað úr skúffunni. Nú er kalkúninn aftur lagöur í þurra ofnskúffuna og valhnetu- hakksbrauöið sett þar viö hlið hans - sjá uppskrift af valhnetuhakkinu hér á eftir. Steikiö hvort tveggja í eina klukkustund. Soöiö er notað í sósu sem búin er til með því aö jafna út f hana hveitinu. Síðan er rjómanum bætt út í og sósan soðin í 5 mínútur. Ef vill má dekkja sósuna með sósulit og aö sjálfsögðu er rétt að bragöbæta hana í samræmi við smekk hvers og eins. Þegar fullsteiktur kalkún- inn hefur fengið að standa f um það bil hálftíma, undir yf- irbreiðslu, er hann skorinn f sneiðar. Hæfilegt er að setja tvær kalkúnasneiðar og eina sneið af valhnetuhakks- brauði á hvern disk með kartöflum og því grænmeti sem valið hefur verið að bera fram með. Berjahlaup og rauðkál finnst mörgum ómissandi með kalkúna. Valhnetuhakksbrauð: 1 hreinsuð, smátt söxuð púrra 1-2 hreinsaðar og smátt sax- aðar gulrætur. Hæfilegt er að þetta sé samtals um 350 grömm 1 tsk. provence krydd 30 g smjör 2 tsk. salt 4 msk. rasp 1 1/2 dl rjómi 1 dl sérrí 1 egg og 1 eggjarauða 75 g saxaðir valhnetukjarnar 750 g hakkað kálfa- og svínakjöt Gufusjóðið púrruna og gul- ræturnar meö kryddinu ( smjöri í 5 mínútur undir loki og gætið þess að það brún- ist ekki. Blandið raspi, salti, rjóma og sérrí út í og leyfið blöndunni að kólna. Hnoðið saman kjöti, eggi og eggja- rauðu og valhnetukjörnum. Bætið grænmetisblöndunni út í. Best er að leyfa hakkinu að bíða í um það bil hálftíma áður en það er formað eins og brauð og sett í ofnskúff- una við hlið kalkúnsins. Fal- legast er að strá raspi yfir „brauðið" en það er ekki nauðsynlegt. Bakist f ofnin- um með kalkúnanum í eina klukkustund við 170 gráðu hita. Valhnetuhakksbrauðið er skorið í þunnar sneiðar og sett á hvern disk með kalk- únasneiðunum. Rétt er að nefna það aftur að þessa valhnetuhakksupp- skrift má einnig nota í hefð- bundna fyllingu sem sett er inn í kalkúninn vilji fólk það heldur. Einnig má benda á að valhnetuhakksbrauðið er svo gómsætt eitt og sér að ekkert mælir á móti því að bera þaö fram sem aðalrétt til dæmis einhverja helgina eftir jól og þá með grænmeti og kartöflum og gjarnan eplasalati. Eplasalat: Eplasalat fer mjög vel með kalkúnakjöti og það má búa til úr nokkrum eplum og ananasbitum. Út á þetta er búin til sósa úr 1 hluta af majónesi og tveim hlutum af sýrðum rjóma. Gott er að þeyta einn desilftra af rjóma og blanda út í og bæta loks sykri í eftir smekk. 3. TBL. 1996 VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.