Vikan - 01.09.1996, Síða 38

Vikan - 01.09.1996, Síða 38
SÚKKULAÐIKAKA Þessi súkkulaöikaka er ein- staklega mjúk og safarík og hiö mesta góögæti. 150 g smjör 150 g (1 2/3 dl) sykur 2 egg 2 dl sýröur rjómi 2 tsk. lyftiduft 30 g (5 msk.) kakó 2 tsk. vanillusykur 240 g (4 dl) hveiti Bakist neöst í ofninum viö 180 gráöu hita í um þaö bil eina klukkustund. Best er að baka kökuna í 1 1/2 til 2 lítra hringmóti. Smjör og syk- ur er þeytt saman. Bæt- iö eggjunum út í, einu í einu. Þar næst er sýröa rjómanum bætt út í. Sigtið saman lyfti- duft, kakó, vanillusykur og hveiti og bætiö út í. Hellið deiginu í vel smurt mótið. Setjið kökuna inn í heitan ofn og bakíð þar til hún hefur fengiö fallegan brúnan lit og er farin aö losna frá köntum mótsins. Leyfið henni aö standa í nokkrar mínútur í mótinu áöur en hún er tekin úr því og látin kólna til fulls á grind. Fallegt er að strá flór- sykri yfir kökuna áöur en hún er borin fram. KRAMARHÚS Hér fáiö þiö gamaldags upp- skrift aö kramarhúsum. Öll efnin í uppskriftinni eiga aö vega jafn mikið. Þó getur verið gott að hafa ekki of mikið af hveiti svo byrjið meö aö nota ekki allt hveitið sem þið hafiö tekið til í uppskriftina. Bakið kramarhúsin strax og búiö er aö laga deigiö og gamalt húsráö segir aö best sé að láta skálina meö deiginu standa í köldu vatni á meðan verið er að baka. 4 egg vegið þyngd eggjanna af hveiti sykri og smjöri 1 tsk. kardemommur Þeytiö eggin og sykurinn mjög vel saman. Bætið hálfbræddu og kældu smjörinu út í. Sigtið meiri partinn af hveitinu saman viö og setjið kardemommurnar út í. Hrærið deigið varlega saman og byrjiö aö baka. Ef til vill á einhver svokallað kramarhúsajárn en sé þaö ekki fyrir hendi verður aö baka kramarhúsin á plötu í ofninum, við 180 gráöur þar þau eru gullinbrún og vefja þau upp strax og þau eru fullbökuð. Kramarhús getur veriö gott aö baka og eiga tilbúin í kökukassanum þeg- ar gesti ber að garöi því lítið þarf annað en setja í þau þeyttan rjóma og góöa sultu. Einnig mætti setja inn í þau ávexti og rjóma eöa bara gefa hugmyndafluginu lausan tauminn hvað fyllinguna varöar. □ 38 VIKAN 3. TBl. 1996

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.