Vikan


Vikan - 12.11.1998, Blaðsíða 17

Vikan - 12.11.1998, Blaðsíða 17
ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Spurði hvort ég væri vitlaus, en ég svaraði því til að hún ætti aðeins einn kost: Að iðr- ast gjörða sinna, gera yfirbót og ganga framvegis á Guðs vegum. Sara, sem er langt frá því að vera skyni skroppin, áttaði sig fljótlega á því hvað um var að vera og áður en langt um leið var hún risin upp í fletinu og farin að kalla halelúja á viðeigandi stöðum í ræðu minni. Það var ekki aftur snúið. Við æfðum okkur margar klukku- stundir á dag. Það kom mér nú til góða að vera raddsterk- ur og bæði vorum við sviðsvön og höfðum reynslu af því að snúa á áhorfendur, beina at- hygli þeirra, þótt ekki væri nema örskotsstund, að ein- hverju öðru en því sem skipti máli. Frumraun okkar fór fram á hjólhýsastæði við smábæ einn skömmu síðar. Eg stillti mér upp á kassa við þjónustubygg- inguna og hóf predíkun mína. í fyrstu var áheyrandinn að- eins einn manngarmur sem lagt hafði leið sína á klósettið, en smátt og smátt opnuðust hjólhýsin, fólk kom út, safnað- ist saman og fór að hlusta á mig. Ég reyndi auðvitað að spila á dómsdagshræðsluna sem blundar í öllum og skeytti því engu þótt einhver strákafífl væru að grípa fram í fyrir mér og gera lítið úr mér. Ég hafði svo sem kynnst því áður að það eru alltaf ein- hverjir gikkir í veiðistöðvun- um og um að gera að láta þá ekki slá sig út af laginu. Að lokinni frumræðu rninni gekk Sara um og tók á móti fram- lögum. Þau voru reyndar ekki beysin en nægðu þó til þess að við gátum fengið okkur sæmi- legan málsverð um kvöldið, þann fyrsta í langan tíma. Við Sara hófum flakk að nýju. Ferðuðumst á milli staða, fórum bæ úr bæ, þorp úr þorpi. Nú var ég ekki leng- ur titlaður töframaður á aug- lýsingaspjöldunum, sem við komum fyrir hvar sem við fór- um, heldur predíkari sem hjólastólsgarminn, sem við höfðum keypt í veðmangara- búð, og rúllaði sér í honum að aðaldyrunum, þar sem hún kallaði hárri röddu á hjálp. Það brást aldrei að einhver góðhjörtuð sál hjálpaði henni inn í salinn og upp að sviðinu. Þar sat hún og rnændi á mig. Þegar réttur tími var kominn beindi ég athygli fólks að henni og fjallaði í löngu máli um hversu sumu fólki væru sköpuð erfið örlög. Ég reyndi alltaf að magna tilfinninga- þungann í máli mínu og fá fólkið til þess með því að klappa og stappa með mér eða hrópa hallelúja á viðeigandi stöðum í ræðunni og tækist mér að koma öllu á suðumark brá ég mér út af sviðinu og lagði hendur yfir Söru. Hún brást við með því að þykjast falla í öngvit og velta út úr hjóla- stólnum. Þá stökk ég aftur upp á sviðið, magnaði hitann í bænurn mínum og bað síðan viðstadda að lyfta henni upp til mín. Alltaf voru fúsar hendur til staðar þótt stund- um væri augljóst að sumir voru hræddir um að Sara væri að gefa upp andann þar sem hún lá froðufellandi á gólfinu. Jafnskjótt og búið var að tosa henni upp á sviðið gerði ég yfir henni fjölmörg krossmörk og lauk athöfninni með því að taka í hönd hennar og reisa hana upp. Þá gerðist það kraftaverk að Sara varð alheil, tók meira að segja hálfgerð dansspor á sviðinu og þakkaði hástöfum þau undur og stór- merki sem orðið höfðu. Rétt er að skjóta því hér inn í að einu sinni þegar við tók- um fyrir slíkt atriði kom dálít- ið pínlegt fyrir. Sara lá á gólf- inu fyrir framan sviðið og tveir eða þrír karlar tóku það að sér að lyfta henni upp á sviðið. Þeir voru með ein- dæmum klaufskir og sneru henni einhvern veginn þannig að fæturnir komu á undan upp á sviðið. Ekkjukjóllinn sviptist upp að mitti og það blasti við öllum salnum að Sara hafði ekki haft fyrir því að fara í nærbuxur. Karlarnir urðu ^ einstaklega vandræðalegir og einhverjir sem voru í næsta nágrenni sviðsins gátu ekki stillt sig um að fara að hlæja. Það tók mig langan tíma að ná salnum aftur. Sem betur fer átt- aði Sara sig á því að í þessu tilviki var ríðandi að ofleika ekki fékk hún ekki nema hálfan bata. Þegar við komum heim í húsvagn eftir samkom- una ætlaði ég að skamma hana fyrir buxnaleysið, en þá minnti hún mig á það, bless- unin, að ástæðan væri sú að við skelitum okkur alltaf beint gerði kraftaverk. Við reynd- um að forðast þá staði sem við höfðum komið á og verið í gamla hlutverkinu, en það var hægra sagt en gert þar sem þeir sem hafa atvinnu af slíku flakki rnuna ekki stundinni lengur hvar þeir hafa verið. Það sem áður höfðu verið töfrabrögð voru núna krafta- verk. Ég leigði jafnan litla og þrönga sali sem hæfðu vel samkomum sem þessari og á slíkum stöðum er auðvelt að láta hluti hverfa og finnast síð- an í vösum fólks eða hangandi utan á því. Ég bætti ýmsu nýju við og þótt ég segi sjálfur frá tókst mér mæta vel upp, t.d. með því að kveikja á kertum sem voru hinum megin á svið- inu, en það þótti gestum okk- ar alltaf merki um guðlega ná- lægð. Sara fékk líka nýtt hlut- verk. í stað þess að láta mig saga sig í sundur í galdrakass- anum góða brá hún sér nú oft í hlutverk gamallar konu. Þegar samkoman hjá mér stóð sem hæst lét hún sig hverfa og brá sér í dulargervi. Setti á sig grásprengda hárkollu, fór í það sem við köll- uðum ekkjukjólinn, settist síðan í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.