Vikan


Vikan - 12.11.1998, Blaðsíða 18

Vikan - 12.11.1998, Blaðsíða 18
í rúmið eftir samkomurnar - til þess að ná okkur niður, eins og við kölluðum það. Hún sagðist bara hafa ætlað að vera betur í stakk búin til þeirrar athafnar. En jafnvel mögnuðustu kraftaverk gefa ekki mikið í aðra hönd fremur en töfra- brögðin. Þótt fólk sjái og sannfærist er það furðulega aðhaldssamt þegar á að opna budduna. Það var því síður en svo að við Sara söfnuðum auði og við höfðum áhyggjur af því hvað tæki við þegar við gætum ekki lengur ferðast um og haldið samkomur. Eðli málsins samkvæmt urðum við að gera það, því ekki var hægt að halda nema eina eða í mesta lagi tvær samkomur á sama staðnum. Stundum lág- um við á nóttunni í rúminu okkar í hjólhýsinu og ræddum framtíðina. Vitanlega áttum við okkur drauma, eins og all- ir aðrir. Það væri ekki amalegt að eyða efri árunum á Flórída eða einhverri eyju í Karíba- hafinu. Láta sólina baka sig, ganga á síðkvöldum á sand- ströndum, borða góðan mat og jafnvel fara í golf eða eitt- hvað slíkt. En það var einn hængur á því að slíkir draum- ar sem þessir gætu ræst. Okk- ur skorti fé og það voru engar líkur á því að við eignuðumst það. Það var eftir eina slíka spjallvöku okkar sem ég fékk bráðsnjalla hugmynd og hún átti eftir að breyta lífi okkar skötuhjúanna. Eg hef víst gleymt að segja frá því að við eigum hund. Reyndar vildi ég lengi vel ekkert við hann kannast og sagði alltaf, ef það kom til tals, að Sara ætti hann. Hundinn köllum við Sám og það er all- langt síðan hann slóst í för með okkur. Einhvern tímann þegar við vorum með sam- komu í sveitaþorpi var hund- urinn, sem þá var raunar bara lítill hvolpur, kominn inn í hjólhýsið okkar þegar við komum heim. Hvernig hann komst þangað var okkur hulin ráðgáta, þar sem dyrnar voru lokaðar og hvergi smugu að 18 finna. Og hundurinn, hvolp- urinn, hafði rótað í öllu í hjól- hýsinu, sporðrennt því sem þar var að finna matarkyns og gert stykki sín á gólfið. Við urðum ævareið, lúbörðum hann og hentum honum út. Eftir að hafa hreinsað það mesta upp eftir þennan óboðna gest fórum við í það vanaverk okkar „að ná okkur niður“ og meðan við vorum að því sat hvolpurinn fyrir utan hjólhýsið og spangólaði Nú fór allt að ganga okkur í liaginn. Við pössuðnm okkur á því að vera ekki of gráðug þannig að alríkislögreglan yrði sett í niálið. án afláts. Þótt við hefðum sýnt honum rækilega að hann væri ekki velkominn, vék hann ekki frá okkur meðan við vorum í þorpinu. Daginn eftir fórum við til næsta þorps og þegar við komum heim eft- ir samkomu þar hafði sagan endurtekið sig. Hvolpurinn var kominn inn, búinn að éta allt ætilegt og enn á ný tók við spangólsaría þegar við Sara sinntum „skyldustarfi" okk- ar. Sara vorkenndi þessu vega- lausa dýri og við tókum það upp á okkar eik. Verst var að hvolpurinn, sem fljótlega varð að fullvöxnum hundi, var sís- vangur og át á við fullvaxinn karlmann og að hann hélt alltaf þeim hætti sínum að spangóla fyrir utan hjólhýsið við ákveðnar aðstæður. Við létum það þó ekki trufla okk- ur. Sámur fylgdi okkur alltaf á samkomurnar og sat venju- lega út við dyr og lagði koll- húfur þegar ég var að predíka. Einhverju sinni, þeg- ar ég var búinn að tala í mig mikinn móð og sú stund var að nálgast að Sara kæmi í hjólastólnum veitti ég því at- hygli að Sámur hafði risið á fætur og var að læðupokast meðal áheyrendanna. Út und- an mér sá ég að hann greip plastpoka, sem einn gestanna hafði lagt frá sér, og laumaðist með hann út. Þegar við kom- um heim af samkomunni sáum við hvers kyns var. í pokanum höfðu verið tveir kjúklingar og Sámur var að ljúka við að gera þeim skil þegar okkur bar að garði. Við skömmuðum hann svolítið, en Sámur kippti sér ekki upp við það, enda er hann hundur sem varla kann að skammast sín. En þarna um nóttina fékk ég hugljómun. Strax næsta dag hófst ég handa við að þjálfa Sám. Eg rifjaði upp hvernig dýratemjararnir í fjölleika- húsinu fóru að í gamla daga. Sámur reyndist námfús, enda hafði ég alltaf góð verðlaun í boði fyrir hann, kjötbita eða eitthvað því um líkt. Framfar- irnar sem hundurinn sýndi voru með ólíkindum og það leið ekki á löngu uns hann „tók til starfa“ eins og ég orð- aði það. Verkefnið sem Sámi var falið var í raun ofur ein- falt. I stað þess að sitja út við dyr á samkomunum átti hann að sæta lagi, grípa það sem gestirnir lögðu frá sér, laum- ast með það út, heim að hjól- hýsinu okkar þar sem hann átti að koma góssinu fyrir á ákveðnum stað. Fyrst í stað fór Sámur bara eina ferð á hverri samkomu en fljótlega tókst okkur að þjálfa hann upp í að fara eins margar ferðir og efni stóðu til. Hann hafði ýmislegt upp úr krafs- inu. Oftast voru það mynda- vélar og kventöskur sem hann bar í bú. Myndavélunum komum við í verð hjá veð- möngurum og peningarnir sem voru í töskunum komu sér vel. Verst var að alltaf var um litlar upphæðir að ræða. Fólk er orðið svo passasamt að bera ekki mikla peninga á sér. En allir áttu krítarkort. Fyrst eftir að „veiðiferðir“ Sáms hófust þorðum við ekki að nota þau og komum þeim fyr- ir kattarnef. Eitt það fyrsta sem fólk gerir þegar það tapar veski eða tösku er að tilkynna tap krítarkotsins. En svo datt okkur ráð í hug. Sara lagði hjólastólnum, eða réttara sagt - við skildum hann eftir á ein- um viðkomustaða okkar. Nú beið hún heima við hjólhýsi eftir Sámi og þegar hann kom með tösku kannaði hún inni- haldið og ef krítarkort leynd- ist í henni brá hún sér óðar í búðarferð. Þá fór hún ekki í kaupfélagið til þess að kaupa bjórkippu eða eitthvað slíkt heldur lagði leið sína í úra- og skartgripaverslanir og keypti einhverja hluti sem auðvelt var að koma í verð. Meðan hún var í búðarferðinni var eigandi kortsins vitanlega á samkomu hjá mér og þegar viðkomandi fékk yfirlit yfir reikninginn sinn og sá að tek- ið hafði verið út á kortið vor- um við Sara og Sámur farin veg allrar veraldar. Nú fór allt að ganga okkur í haginn. Við pössuðum okkur á því að vera ekki of gráðug þannig að alríkislögreglan yrði sett í málið. Sveitalögg- urnar eru flestar makráðar og telja það helsta verkefni sitt að sekta fólk fyrir umferða- lagabrot. Það að einhver kvarti yfir stolnu krítarkorti, myndavélum eða einhverju slíku fyrnist fljótt hjá þeim. Skýrslurnar lenda undir í bunkanum enda vita kærend- urnir sem er að lítið þýðir að fylgja slíkum málum eftir. Á einu ári tókst okkur Söru að öngla saman svo miklu fé að við fórum að sjá það fyrir okkur að draumarnir sem áður höfðu verið býsna fjar- lægir gætu ræst. Sámur var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum og við sáum til þess að hann fengi alltaf glæsileg mat- arverðlaun eftir samkomurn- ar og okkur fannst spangólið í honum þegar við vorum „að ná okkur niður" láta þægilega í eyrum. Þetta var kostagrip- ur. Jafnvirði þyngdar sinnar í gulli og var hundurinn þó nokkuð stór og þungur. Við vorum svo sem við því búin að eitthvað gæti komið upp á. Atvinnurekstur okkar var áhætturekstur. Við settum upp áætlun sem gekk út á það framhald á bls. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.