Alþýðublaðið - 09.03.1923, Síða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1923, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ 3 á Kleppi þmn tíma, er ég dvaldi þar. Ótilneydd nefni ég ekki nöfn at hlíið við aðstand- endur. 1. Kona, sem legið haíði veik svo vikum skifti hvað að henni gekk, var mér ekki kunn- ugt um; vissi bara, að hún hatði mikinn blóðmissi og meiri og minni sótthita —, var á öðrum, degi frá því, ér tekið háfði fyrir blóðmissinn, kaffærð í köldu vatni fyrir þá sök, að hún talaði í æsingu við hjúkrunarkonu. Blóð- missirínn tók sig þegar upp aftur. 2. Stúlka er búinn að vera Iengi á Kleppi, sem ekki hefir fengist til að tala nokkurt orð, svo að árum hefir skift. Læknir- inn fór eitt sinn að tála við hana, en húu hélt uppteknum hætti og þagði. Hann tók þá það ráð að lemja hana i andlitið með hurðarhún, sem var úr járni og látúni. Andlitið á stúlkunni stokk- bólgnaði, svo að hún gat ekki opnað augun, svo að dögura skifti. 3* Koná var höfð í sama her- bergi og ég var í síðustu þrjár yikurnar, sem hún lifði, Þegar hún var flutt inn í áður nefnda stofu, hafði hún stórt legusár á hægri iærhnútu, og var ekkert hirt um það. Hún var nú látin liggja á vinstri hliðinni í þrjár vikur eða þangað til hún dó, enda kom fljótt sár á þá hliðina líka, þvi að henni var aldrei hagrætt neitt í rúminu; sjálf var hún svo þrotin að kröitum, að hún gat litlá hjálp sér veitt, enda hafði hún ekki nærst á öðru, svo að vikum skilti, en mjólkuivatns- blöndu; maginn var svo veikur eftir langa sveltu, áð hún þoldi ekki aðrá fæðu. Blandan gerði slím í munninn, og átti hún erfitt með að koma því frá sér vegna máttleysis, Það sótti á hana þorsti, og bað hún oft um vatn að drekka, en var neitað um það. Sfðasta daginn, sem hún lifði, lá hún í saur sínum. Ég hatði orð á því við stúíku þá, sem átti að sjá um þessa stofu, að það þyrfti að athuga rúm hennar. Hún fletti upp ábreið- unni, sem var ofan á þessari lifandi beinagrind, en sneri stráx frá með hryllingi. Einu sinni á þessu þriggja vikna tímabiii leit læknirinn inn til hennar. Hún fór þá að kVarta um, áð sér liði áfarilla, en hann svaráði kvörtunum hennar því einu, að hún væri >undir áhrifumc, hefði verið það, síðan hún var ung. Aðra hjálp veitti hann ekki og gekk síðan burt. Ekki leit hann heldur á líkið, þegar hún var dáin, enda mun það hafa verið föst régla hans að gera það ekki. Þessi dæmi læt ég nægja að sinni, og getur hver og einn dregið af þeim þær ályktanir, sem honum finst bezt við eiga. Ég hefi skrifað þessar línur af meðaumkyun með þeim aum- ingjum, sem verða fyrir þeirri ógæfu að lenda á geðveikra- hæiinu. Mér finst, að geðveikir sjúklingar eigi einhvern rétt á sér. Mér finst, að læknir á geð- veikrahæli þurfi að vera lýsandi stjarna f myrkri þessara vesa- linga, en ekki hræða. Guöfinna Eydál. Sjómannamadressur á 6 krónur áltaffyrirliggjandi áFreyjug. 8 B. Thomas Krag: Skugga-völd. ■ y á þá leið, að. hlutaðeigandi yrði mjög hamingju- samur, ætti að eignast mikla peninga, faliega konu og yndisleg börn. . . . En í þessum svifum beindist éftirtekt mín að öðru. Til hliðar við mig stóð maður, sem ég gat ekki neitað mór um að athuga — langa stund. Hann var meguiðin sjálf, með smá, fjörleg augu, bogið nef og mjóar nasir, breiðan þunnvara-munn og stórar, hvítar tennur, fallegar og gallalausar, og vörpuðu þær á andlitið skörpum svip ósvikinnar græðgi og meira — einhverju, sem líktist eða minti mann strax á glottandi hauskúpu, í rauniuni leit hún veiklulega út, þessi magra og mannleilcs- rýra persóna, hvar sem á hana var litið. Og eftir því, sem óg virti hana betur fýrir mér, gat mér varla dulist, að lífsþreyta og ítrekuð niæðukjör hefðu sett merki sitt á hana, en alt um það ein- kendi manninn augljós ráðvendnisblær. Hann stóð íboginn og vafði pappírs-vindling milli þvengmjótra fingia sinna, er höfðu óvenjulega rauðleitan blæ, svipaðast því, að þeir hefðu orðið fyrir áhrifum af bruna. Hann viitist óvanur því að vefja vindling, en auk þess kom hann mér þarna fyrir sjónir, sem væri hann með öliu hugsunarlaus og sjáifum sór fjarri. Hann gerði hveija tilraunina á fætur annari til að búa til vindlinginn, en árangurslaust. Við og við leit hann snögglega upp og til hliðar, svo.sem væri hann að skyggnást éftiij hvort nokkur tæki eftir sér öðrum fremur, er vildi lesa í huga hans. Og mér varð á að álykta, að hann mundi vera meira en lítið viðkvæmur og hégómlegur, þessi maður. En eitthvað var það í fari hans, seni snart mig- Og útlit hans og háttsemi tók að verða mér áll- hugstæð ráðgáta. Ég ávarpaði hann nokkrum þýðum orðum og inti að því við hann, hvai- ég mundi vera staddur. Svaraði hann því vingjarnlega. Og rótt strax tókum vlð tal saman, meðal annars um spásagnir flökku- fólksins umhverfis. Hann brosti, svo að sá í allar tennur hans, og samsinti því, að víst mundu um- sagnir þess .hégóminn einber. Og að stundarkorni liðnu varð mór það að gera nokkuð lítið úr dul- rænum vísindum yfirleitt, en þó ekki í beinni al- vöru, því að hreinskilnislega sagt eru mér aliir hlutir á þeim sviðum djúptækt umhugsunarefni. Hann várð hinn alvarlegasti á svipinn. „Ég er ekki sammála yður lengur," sagði hann. „Nú, en triiið þór þá á þessa nútíðaitöfra?" sagði ég. Hann tók nú sviphratt viðhafnarviðbragð. „Já, ég trúi á stóríenglega, dulræna hluti,“ sagði hann. „Það er svo; þér trúið. En hafið þór þá nokkuru sinni séð nokkurt atvik, nokkurn viðburð, sem í sannleika var „yfirnáttúrlegs" eðlis, sem í rauninni var meira en hégóminn einn? . . . Ég trúi líka hinu og þessu, finst eitthvað. . . . En getið þér tilfært nokkra sönnunt sem veigur er í?“ sagði ég*

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.