Vikan

Issue

Vikan - 16.09.1965, Page 3

Vikan - 16.09.1965, Page 3
jólugötunni Heimkominn fór Geir að starfa við fyrirtæki föður síns, en um leið og hann hafði lokið prófmóli við héraðsdóm, 24. ágúst 1951, setti hann upp lögfræðiskrifstofu og rak hana einsamall til að byrja með. Jafnframt lögfræðistörfum var hann forstjóri fyrir H. Benediktsson h.f. frá 1955 ti! 1959 og viðskiptalegur framkvæmdastjóri fyrir Sameinaða verktaka var hann 1951 til 1952. Eftir að Geir varð hæstaréttar- lögmaður 5. júlí, 1957, rak hann lögfræðiskrifstofu sína í félagi við Eyjólf Konráð Jónsson til 1959. Geir var kjörinn í bæjarstjórn 1954 og samtímis í bæjarráð. En 19. nóvember 1959 var hann kjörinn borgarstjóri Reykjarvíkurborgar, fyrsta árið ásamt frú Auði Auðuns og var þá borgarstjóri fjármála og verklegra framkvæmda. 6. október 1960 tók hann einn við borgarstjórn og hefur verið það óslitið síðan. Eftir kosningarnar 1962, var hann endurkjörinn til fjögurra ára. Hér eru þeir saman feðgarnir, Geir og Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður. Myndin var tekin í tilefni af stúdentsprófi Geirs 1944. Hallgrímur var þó tæpra 59 Erna Finnsdóttir og Geir Hallgrimsson gengu í hjónaband í Kapellu Háskólans 6. júlí 1948. Eftir að þau komu að vestan bjuggu þau fyrst í Mávahlíð 34 og síðan 1952 að Dyngjuveg 6. m

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.