Vikan

Útgáva

Vikan - 16.09.1965, Síða 5

Vikan - 16.09.1965, Síða 5
BORGARSTJÓRINN í REYKJAVlK Við stjórn Reykjavíkur- borgar síðan 1959 Erilsamt starf en ánægjulegt <1 Starf borgarstjórans er bæði margþætt og tímafrekt, enda heyra undir hann, beint eða óbeint, um 2000 manns. Að jafn- aði er vinnutíminn frá kl. 9 að morgni til 7 eða 8 að kvöldi. Auk þess verður hann að mæta á fundum eða einhverskonar samkomum 2 — 3 kvöld í viku. Jafnvel sunnudagarnir eru oft ásettir. Geir tekur oft verkefni með sér heim til að líta í þegar stundir gefast; hér á myndinni er hann t.d. að líta yfir skýrslur. Hann þarf oft að flytja ræður eða ávörp utan borgarstjórnar- funda, a.m.k. einu sinni í viku að jafnaði. Ef hann skrifar ræður, þá gerir hann það oftast heima. <J Geir Hallgrímsson með nánustu samstarfsmönn- um sínum á skrifstofunni við Austurvöll. Við enda borðsins situr Páll Líndal, borgarlögmaður, við hlið borgarstjórans er Gunn- laugur Pétursson, borgar- ritari og varaborgarstjóri. Við hægri enda borðsins situr Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðingur og Helgi V. Jónsson, skrif- stofustjóri borgarverk- fræðings. Þeir koma venjulega alltaf saman á þriðjudags- og föstudags- morgnum kl. 9. Borgarráðsfundur. Slíkir fundir eru haldnir á þirðjudögum og föstudögum, venjulega kl. 4 e.h. og standa oft til kl. 7. Borgarráð er aðalnefnd borg- arinnar og fjallar um flesta þætti í rekstri borgarinnar og hefur fullt umboð til að ráða mörgum málum til lykta ef samstaða næst innan ráðsins. Borg- arfulltrúum úr öllum flokkum ber saman um, að ágæt samvinna sé í borgarráði; sumir segja, að það sé vegna þess, að þar eru blaðamenn ækki við eins og á borgarstjórnarfundum. Talið frá vinstri: Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Birgir ísleifur Gunnarsson, Gísli Halldórsson, Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, Páll Líndal, borgarlögmaður, Kristján Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Soffía Ingvarsdóttir (þarna í stað Óskars Hall- grímssonar) og Gústaf E. Pálsson, borgarverkfræðingur. O ■■■■■■■***$

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.