Vikan

Útgáva

Vikan - 16.09.1965, Síða 10

Vikan - 16.09.1965, Síða 10
 O Sendinefnd borgarfulltrúa frá Óslo, var hér á ferðinni í fyrra og við það tækifæri hélt Geir borgarstjóri þeim veizlu á Hótel Borg. Myndin er tekin við það tækifæri. Frú Auður Auðuns ávarpar gestina. Það kemur í hlut Reykiavíkurborgar að taka á móti ýmsum sendinefndum félagssamtaka og opinberra aðila, bæði hérlendra og erlendra, sem koma til móta eða funda í Reykjavík. Miðað er við, að slíkar móttökur séu virðulegar án þess að vera íburðarmiklar og dýrar og er með þeim endurgoldin margvísleg gestrisni, sem hópar og félagssamtök úr Reykjavík n|óta á ferðum sínum í öðrum borgum og bæjum. -O Utanríkisráðherra Israel, frú Golda Meir, heimsækir Geir Hall- grímsson borgarstjóra, á ferð henn- ar til Islands. O Norsku borgarfulltrúarnir í Skúlatúni 2, þar sem Geir Hallgrímsson skýrir fyrir þeim vöxt og þróun Reykja- víkur og framtíðarskipulag borgarinnar. Næst borgarstjóranum til vinstri eru helztu menn norsku nefndarinnar: Brynjulf Bull, forseti borgarstjórnar, Ivar Mathisen, varaforseti og Rolf Stranger, fyrrum borgarstjórnarforseti. Á áttræðisafmæli sr. Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, 21. október, 1961, var hann gerður að heiðursborgara Reykjavíkur. Hann er sá fyrsti og eini, sem hlotnazt hefur sá heiður. Við þetta tækifæri heimsótti borgarstjórnin afmælisbarnið og Geir borgarstjóri ávarpaði sr. Bjarna, og tilkynnti honum ákvörðun borgarstjórnar og afhenti honum heiðursskjal til staðfestingar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.