Vikan


Vikan - 17.10.1957, Qupperneq 11

Vikan - 17.10.1957, Qupperneq 11
EITTHVAÐ HMJIt/l HONUIVI SJALFUIH SMÁSAGA eftir robert close STEBBI gamli fann þrjár teakf jalir und- ir nokkrum rúmræflum í ruslakomp- unni hans Villa. Villi, sem verzlaði með alls kyns drasl, hélt að þetta væri bara venjulegur ástralskur harðviður en Stebbi gamli, sem á unga aldri hafði verið skips- beykir, vissi að undir rykinu og málning- unni, var gamall og góður teakviður, en teakvið hafði hann ekki séð í mörg ár. Svo að þegar Villi sagði honum, að f jal- irnar kostuðu • aðeins fimm skildinga, þá skalf Stebbi gamli dálítið af æsingi, og hann borgaði Villa og dröslaði fjölunum út í vagninn, sem hann hafði alltaf með sér, þegar hann fór til Villa. Þegar hann var búinn að koma fjölunum kirfilega fyr- ir á vagninum, tók hann í kaðalspottann sinn og byrjaði að draga vagninn heim á leið. Hann fór með vagninn inn í litla verk- stæðið í garðinum heima hjá sér, en þar var hann öllum stundum, síðan hann lét af sjómennsku. Hann lagði hart að sér næstu tvo daga. Hann skrapaði alla málninguna af, þang- að til fjalirnar urðu gljáandi og fallegar. Að þessu loknu setti hann þær frá sér, kveikti sér í pípu og horfði á fjalirnar ánægður með sjálfan sig. Öðru hverju strauk hann fjölunum eins og malandi ketti. Hann vissi ekki vel, hvað hann ætti að gera úr þessum yndislegu fjölum. En það yrði að vera eitthvað sérstaklega fallegt. En það var þegar allt yfirfullt af alls kyns drasli í húskofanum hans. Flest hafði hann sjálfur búið til á verkstæðinu sínu. Þar var bókstaflega ekki hægt að koma meiru fyrir. Og í þessum litla húskofa bjuggu tvær dætur hans og eiginmenn þeirra og þar að auki svo margir krakkar, að Stebbi gamli vissi ekki einu sinni hvað þeir voru margir. Eitt vissi hann, að það voru ein- tómar stelpur, sem hann mundi aldrei nöfnin á, svo að hann kallaði þær allar Jóa. Þetta átti ef til vill rót sína að rekja til þess, að hann hafði oft óskað þess, að einhver þessara stelpna væri strákur — strákur, sem gæti setið og horft á hann, meðan hann var að búa til alla þessa fall- egu muni úr ruslinu, sem hann fékk hjá Villa. En hann var farinn að sætta sig við þetta. Það fæddist næstum aldrei strákur í fjölskyldunni — sjálfur hafði hann átt þrjár dætur. Og nú virtist elzta dótturdóttir hans ætla að fara að gera hann að langa-lang- afa, en hann vissi að það myndi verða stelpa, svo að hann skeytti þessu litlu. En nú sat hann og horfði á fjalimar sínar. Skuggi tímans virtist leika um gamla manninn. Hann fór að hugsa um gamla daga. Enginn virtist þarfnast hans lengur. Það hlaut bókstaflega að vera hræðilegt, að hafa hann í húsinu — enda þótt hann væri oftast inni á verkstæðinu. Og kvenfólkið var alltaf svo hrætt um að hann myndi fara sér að voða. Auðvitað var þetta bara vitleysa í kven- fólkinu; hann kunni á umferðina á landi, eins vel og á sjó. En hann gat ekki búizt við að verða öllu eldri. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var hann nú búinn að lifa þau nógu mörg, árin. En allt í einu, þegar hann var að slá úr pípunni, vissi hann hvað hann gæti búið til úr fjölunum. Hann stóð glaður á fætur og tók krít- armola upp úr verkfærakassanum. Síðan hallaði hann sér upp að veggnum, setti reglustriku ofan á höfuðið og krítaði á vegginn, síðan merkti hann við axlirnar á sér. Síðan dró hann línu milli þessara þriggja punkta og alla leið niður á gólf, þar sem hann hafði staðið. Síðan tók hann fjalirnar, setti þær á hefilbekkinn og tók upp sögina sína. Stebbi gamli var öllum stundum inni á verkstæðinu næsta hálfan mánuðinn og það var varla hægt að fá hann til þess að borða. Hann vann fyrir luktum dyrum og var þar að auki búinn að hengja poka- dnislu fyrir gluggann, þessvegna fór fólk að gerast nokkuð forvitið. En hann vildi fyrir engan mun segja hvað hann væri að gera, Hann sagði aðeins, að það væri handa honum sjálfum. Og loksins var hann búinn, nema hvað hann átti eftir að setja handföngin á, en þau ætlaði hann að ná í hjá Villa. Hann ætlaði að reynakað ná í látúnshringi, eins og þessa á káetuhurðunum. Viðurinn gljáði allur, og það var ekki hægt að finna fyrir samskeytunum, ekki einu sinni með nöglinni. Það vissi Stebbi gamli. Hann hallaði undir flatt, horfði stoltur á gripinn og sagði: „Þetta er allra myndarlegasta líkkista." Stebbi gamli beygði sig niður, skreið ofan í kistuna, teygði úr sér og stundi ánægjulega. .. Alveg mátuleg hugsaði hann. Mér hefur aldrei liðið svona vel. Hann stóð upp aftur, hálftregur, og reyndi lokið. Hann fór yfir verkið, hverja einustu skrúfu — honum hafði farizt þetta vel úr hendi. Hann var ánægður. Allt var nú tilbúið. En þangað til hann dæi yrði þetta leyndarmál. Stebbi var vanur að fá sér dúr á daginn, og nú fannst honum hann alltaf þurfa að leggja sig, úr því líkkistunni var nú loks- ins lokið. Það var gamall legubekkur á verkstæðinu, þar sem Stebbi var vanur að leggja sig, en nú fannst honum líkkistan öllu þægilegri, og það komst brátt upp í vana hjá honum, að hann lagðist fyrir á hverjum degi í kistunni, ásamt kettinum, sem hélt heitum á honum löppunum. Einu sinni, þegar Stebbi gamli var að fá sér lúr í kistunni, datt pokadruslan, sem hann hafði hengt fyrir gluggann nið- ur og elzta dóttir hans gægðist inn. Stebbi gamli vaknaði við óhljóðin í henni. Stebbi gamli bölvaði. Síðan stóð hann svefndrukkinn upp úr kistunni og opnaði hurðina. Öll f jölskyldan kom hlaupandi til hans og faðmaði hann að sér. Þegar allir höfðu fullvissað sig um að hann væri lifandi, reyndi Stebbi gamli að draga athyglina frá kistunni sjálfri, og benti þeim á hve fagurlega hún væri gerð, því að hann vissi, að fólkinu fannst eitthvað óhugnanlegt við sjálfa kistuna. „Hún er gerð úr úrvals teaktré," sagði hann stoltur. „Þegar ég er kominn í hana, verður ekki til sú kista í öllum kirkju- garðinum, sem er sterkari en mín. Og þar að auki er hún alveg mátuleg." Fólkið vildi eitthvað malda í móinn, en þá varð Stebbi gamli bara reiður. „Hætt- ið þessu kjaftæði,“ hrópaði hann. „Sjáið þið nú stúlkur," sagði hann um leið og hann setti lokið á kistuna. „Sjáið þið þessar skrúfur? Jæja, þær eigið þið að nota á lokið. Ég ætla að setja þær í papp- írspoka ofan í kistuna. Og svo verðið þið að sjá um að hún verði ekki rispuð við úrförina, heyrið þið það? Þvi að ef ein- hver rispar kistuna mína, skal ég hoppa upp úr henni og ráðast á þann fant. Jæja, farið þið nú og leyfið mér að sofa í friði.“ Hann ýtti öllu kvenfólkinu á undan sér út og skellti á eftir þeim hurðinni. „Kvenfólk . . . bölvað ekkisen kven- fólk,“ sagði hann gramur við köttinn sinn. „Það er ekki hægt að þverfóta fyrir kven- fólki. Maður fær engan frið fyrir þeim, ekki einu sinni í líkkistunni sinni.“ Hann skreið aftur ofan í kistuna og kötturinn kom sér fyrir við fætur hans. Stebbi gamli hætti smám saman að heimsækja Villa. 1 stað þess fékk hann sér blund í kistunni sinni, eða sat í stólnum sínum úti á veröndinni. Hann virtist allur vera að veslast upp. Dag einn var hann vakinn af værum blundi. Hann opnaði annað augað og sá heilan hóp af stelpum hoppandi í kring- um stólinn sinn. Hann heyrði ekki orð af því sem þær sögðu. „Þegið þið nú,“ hrópaði hann þrumandi röddu. Þær þögnuðu þegar. „Jæja, þú Jói minn,“ sagði Stebbi gamli við eina stelp- una. „Hvað á þetta að þýða? . . . Að vekja mig svona . . .“ Augu litlu stelpunnar voru logandi af ákafa. „Elsa frænka er búin að eignast krakka — Það er lítill strákur, afi. Hann kom meðan þú svafst.“ „Hvað segirðu ?-Strákur ?“ sagði Stebbi gamli hægt. Síðan rétti hann úr sér. „Ómögulegt. Ég trúi því ekki. Getur ekki verið.“ Nú byrjuðu stelpurnar aftur að hrópa. „Jæja, jæja, Jói minn, réttu mér staf- inn minn. Bezt ég fari sjálfur til Elsu. Og ef þið eruð að plata gamla mamainn, þá skulið þið eiga mig á fæti.“ En þær voru ekki að „plata“. Það var enginn vafi á, að það var strákur. Stehbi gamli var heldur upp með sér. Hann va rsvo frá sér numinn, að hann fór án þess að taka stafinn sinn. Hauu var að hugsa um framtíðina. Elsa yrði að láta skíra hann Jóa. Þá væri loÉfeins kominn raunverulegur Jói í ættíha. Þegar hann var kominn inn á verkstæð- ið, dró hann pokann frá glugganum. Bfehn langaði til þess að búa eitthvað til banda Jóa. Hann horfði hugsandi á líkkisíuna á gólfinu. Síðan náði hann sér í skrúfjárn og byrjaði að taka hana í sundur. Hann var svo frá sér numinn, að hann ætlaði að gera úr teaktrénu. Hann virtist hafa yngzt um tuttugu ár. Rithöfunduriim Robert Close, sem 'skrifaðl þessa skeraimti- íegu smásögu, er ÁstraJíumaður. Fjórtán ára gamal! strauk haim til sjós, til að skoða veröldina og er nú í París, þar ■sem hann er að skrifa skáldsögu nra áströlsk þjóðlög • og nútímaglæpi. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.