Vörður - 20.06.1925, Blaðsíða 1
Grefinn tít af Miðstjórn ílmldsflokksins.
III. ár.
Reykjavík 20. júní
-L
1925. 26. blað.
Frjáls list.
íslenskir myndlistamenn virð-
ast þjóðræknastir allra manna.
Þeir setja sjaldan svo pensil á
ljereft, Tije meitil á stein, að það
sje ekki náttúru eða sögu föður-
landsins til dýrðar. Jöklar og
fossar, ófölsuð íslensk sólarlög,
fornsögur og draugasögur eru
ein þau verkefni, er hjerlendur
listamaður með virðingu fyrir
nefndri sögu og náttúru ásamt
sjálfum sjer, getur leyft sér að
fást við.
Það er því við því að búast,
að íslenskir listamenn þykist
ekki geta lært um of af erlend-
um, er sýna list sína hjer, og
hugsi sem svo, að á þeim sje
lítið að græða. Ekki geta þeir
kent okkur, að mála jökla á
nýja vísu (nema helst Willum-
sen, sem málar Alpafjallajökla,
og standa þeir í augum hvers
góðs landa langl að baki þeim
íslensku); ekki vita þeir, hvaða
litir eru í sólarlagi í maimánuði
á Akranesi; ekki getum við sjeð,
hvort þeir nota gumoberrautt
eða eiturgrænt í draugaglyrnur.
Þelta eru stórkostlegir brestir á
erleudri list. Það má þó virða
mönnunum það til vorkunar,
að þeir eiga fæstir greiðan að-
gang að jöklum og forynjum.
En þeir kunna ekki einu sinni
að meta sína eigin sögu og nált-
úru. Frakkar mála alt of sjaldan
Jeanne d’Are og Provence-
hjeruðin, sama er að segja um
afskifti Þjóðverja af Friðrik
Barbarossa og saxnesku Sviss.
— Á dönsku listsýningunni eru
sárfáar myndir af beykitrjám
og bláum sundum, en Hrólfur
kráka og »nissar« sjást ekki.
Og samt — þó að við í list
okkar einblínum á þau gæði
landsins, sem hrósað er í hverri
ferðabók og munu gera Frón
að first-class ferðamannalandi,
er fram líða stundir, þá gelur
okkur ekki dulist, að list þeirra
er þjóðlegri en okkar. Danskur
listamaður þarf ekki að æsa
sjálfan sig í að mála jóskar
heiðar og sjálenska skóga, til
þess að vera þjóðlegur. Hann
er jafn danskur, þó að hann
máli ítalskar borgir og hiblíu-
myndir. Efnið í mynd Wolmer’s
af telpunni í rauða kjólnum t.
d., ber engin merki þjóðernis-
ins, og þó er myndin hrein-
dönsk í besta skilningi og gagn-
»kultiveruð«, ávöxturinn af langra
alda listiðkun.
íslensk list á eugar erfðir. En
við viljum fyrir hvern mun
rækta í einu vetfangi list á auðri
jörð, list sem er í fyrsta lagi
þjóðleg, í öðru lagi þjóðleg og
í þriðja lagi þjóðleg. Hvernig
væri, ef við reyndum að rækta
listfenga list? Listin fer ekki í
manngreinarálit.njeheldurþjóða;
hún sækir þann heim, sem leitar
hennar og hennar einnar af
heilum hug, og hún færir hon-
um um leið hin önnur gæði,
þar á meðal þjóölegan svip.
íslensk náttúra er stórfengleg,
en veldi hennar vex ekki, þó
að ótal smávægileg listaverk
syngi henni dýrð, og sjaldan
auðgar voldugt efni auvirðilegan
listamann.
Danska sýningin færir okkur
heim sanninn um það, hve fá-
breytt list okkar er og þó ó-
samslæð. En lífið er opið, og
verkefnin eru legio, ef listamenn-
irnir kunna að líta dýpra í anda
þjóðarinnar en hver óbreyttur
»túristi«, sem stingur hjer inn
snoppunni, ef þeir hugsa um
listina fyrst og síðast, hennar
sjálfrar.vegna. List á þjóðræknis-
grundvelli, það er að kaupa hús-
gögnin áður en húsið er bygt.
En ef listiðkendur vildu hrinda
frá sjer öllu því, sem er mynd-
listinni óviðkomandi, jafnt bók-
mentagjálfri sem föðurlandshjali,
þá mun ekki langt að biða, að
hjer myndist þjóðlegur skóli,
auðgaður að víðsýni í verkefn-
nm og fjölbreytni sjálfs lífsins.
Ýmsir hafa skilið svo grein
mína í síðasta tbl. Varðar, sem
jeg vildi vanþakka dönsku list-
sýninguna, bæði dugnað þeirra,
sem hafa stofnað til hennar og
listgildi þau, sem hún færir. Er
slíkt auðvitað misskilningur; því
að það má ekki kallast ómark-
vert, þegar okkur berst í fyrsta
sinni heildarsafn erlendrar listar.
Islensk list er enn í vöggu og
hefir ekki tekið einkennum nje
heildarsvip fullorðinsáranna frek-
ar en barn á brjósti, pabba- og
mömmugull, sem hrin í öllum
tóntegundum.
Það er því mikilsvert, að
fjallið skuli koma til Muhameðs,
og að íslendingum sje sýnd list
þjóðar, sem á svo margt af þvl,
sem þá skortir: fyrst og fremst
sögu og erfðir, en með þeim
menningu og óskeikulan smekk.
— Það er eftirtektarvert um
þessa dönsku sýningu, hve hún
er jöfn, hve listamennirnir virð-
ast gagnteknir at sama anda,
hve fátt fer niður úr miðiuDgi,
hve jafnvel þeir, sem sistir þykja,
fara ærlega og blátt áfram með
form og liti verkefnisins.
Það ælti að geta kent íslensk-
um listamönnum margt.
Eins er það misskilningur
einn, að jeg vilji gera fríu-
sýnendunum upp fjárgræðgi, og
er alt, sem svo mætti skilja,
alment talað og gæti eins náð
til allra þjóða. En mergurinn
málsins er auðvitað sú eðlilega
slaðreynd, að enginn lítur við
öreiganum.
I stuttu máli, það er nóg á-
stæða til þess, að þakka bæði
elju stofnenda og list sýnenda.
En best mun sýningin þakka
sig sjálf, því að un critique c’esl
un Monsieur qui se mele de ce,
qui ne le regarde pas.
Emil Thoroddsen.
Eftir að þessi grein var skrif-
uð barst ritstjóra Varðar svo
hljóðandi orðsending frá for-
manni Litstvinafjelagsins, hr.
Th. Krabbe:
í 25. tbl. Varðar, 13. þ. m.,
er grein eftir herra Emil Thor-
oddsen um dönsku listsýning-
una. Jeg vildi leyfa mjer að
biðja um rúm fyrir nokkrar at-
hugasemdir við hana.
Þessi grein er — um miður
vinsamlegar getgátur í inngangs-
og niðurlagsorðum hennar —
bygð á misskilningi eða ókunn-
ugleika á því, hvernig sýning
þessi er til orðin, og um eðli
liennar. Hr. E. Th. er auðsjá-
anlega ekki ljóst, að þessi sýn-
ing er alls ekki haldin í gróða-
skyni, heldur eftir ósk Listvina-
fjelags íslands ogeftir.boði þess,
og boðinu var tekið einmitt »af
virðingu fyrir bjerlendri menn-
ingu« og ekki af neinum öðr-
um ástæðum. Það er siður en
svo, að nokkuð samband sje
milli hennar og þorsk- eða síld-
veiða landsins nje fjárhagsá-
stæðna vorra yfirleitt. Þetta tók
jeg skýrt fram í þeirri stuttu
ræðu, er jeg hjelt við opnun
sýningarinnar, þar sem jeg sjer-
staklega færði »den frie Ud-
stilling« þakkir fyrir, að þeir
höfðu sent hingað sýningu, er
gefur góða hugmynd um mynd-
list Danmerkur, án tillits til
sölu eða gróða. Þvert á móti
hafa hæði »den frie Udstilling«
og liinir einstöku listamenn tek-
ið á sig mjög mikla persónu-
lega áhætlu til þess að koma
sýningunni á og gera hana sem
best úr garði.
Hvað snertir ummæli hr. E.
Th. um sýninguna og listamenn-
ina, vil jeg ekki fara út í nein-
ar deilur við hann, að eins vil
jeg mælast til þess við hann,
þegar hann næst finnur hvöt
hjá sjer til að gagnrýna list
boðsgesta Listvinafjelagsins, að
hann þá reyni að haga orðum
sínum dálítið kurteislegar held-
ur en hann hefir gert sum-
staðar i hinni umræddu grein
sinni, og sjerstaklega þegar eins
og hjer á sjer stað, ýmsir elstu
og helstu listamenn þjóðarinnar,
sem sýningin kemur frá, eiga
hlut að máli.
Eina villu vil jeg benda á í
greininni, þar sem hann nefnir
myndir eftir Karl Jensen, þar
eru því miður engar myndir
eftir liann á sýningunni, en lík-
lega er átt við myndirnar eftir
Kræsten Iversen.
15. júní 1925. Th. Krabbe.
Form. Llstvlnnfjelngs íslamls.
11 dagará ,8kallagrímr.
Framh.
Mjer varð ekki rótt um nótt-
ina. Skalli vaggaði mjer óþægi-
lega, stýrisvjelin hamaðist misk-
unarlaust uppi yfir höfðinu á
mjer, vindan skrölti öðru hvoru
og skruðningur i strengjum og
ýms óhljóö, högg og skellir, sem
jeg áttaði mig ekki á blandað-
ist saman í eina trölla-sýmfóníu,
sem sist var löguð til að svæfa
mann. Svo bættist við hitinn í
káetunni og ólgusjórinn; það
fór að reyna á taugarnar, jeg
var ekki alveg »dugs«. KI. 7
um morguninn kom Hilarius og
tilkynti mjer hátíðlega að morg-
unverður væri reiðubúinn. Mjer
fanst hann vera að draga dár
að líðan minni og bað hann —
í huga minum — að bjóða há-
karlinum en ekki mjer upp á
»frúkost« svona snemma. Samt
fór jeg á fætur og kom upp.
Sjórinn var ekki sljettari en um
kveldið, en litill vindur. í kring-
um okkur voru fáeinir botn-
vörpungar. Það var gaman að
horfa á hreyfingar þeirra og sjá
hvernig ólgan lyfti þeim og
sökli þeim ánailáts; þeir sukku
svo djúpt eða rjettara sagt þá
huldi svo mjög, að reykháfarnir
— og þeir eru tiltölulega háir —
hurfu hjer um bil sýn.
Jeg hrestist smám saman aft-
ur, þegar jeg kom upp í svala
loftið. Jeg gallaði mig líka —
þó að jeg yrði því miður svart-
ur sauður í hinni gulu björð,
vopnaði mig eins og hinir, staul-
aðist niður á dekkið og fram í
»pundin« til þess að athuga
fiskinn, og gekk það alt skap-
lega, þrátt fyrir ýmsa farartálma,
þvergirðingar, fiskkasir og blóð-
lifrar og slor á dekkinu, hreyf-
ingar skipsins og sjógusur. Ekki
vogaði jeg mjer að þorskinum,
en margan risti jeg kútmagann
með kutanumogfjekk þarmargt
fróðlegt að sjá, matarræði þorsks
og annara fiska viðvíkjandi.
»Ten o’clock-teið man jeg ekki
hvort jag drakk, en kl. 12 kem-
ur Hilarius eins og nærgætin
hjúkrunarkona, til mín upp í
stýrishús með fleytifulla könnu
af hinum besta sjósóttarmat,
sem jeg þekki — sagóvelling.
Jeg tæmdi hana í boln og gat
styrkt mig á nokkrum kjötbit-
um á eftir. Skipstjóri brosti náð-
ugu viðurkenningarbrosi. Jeg
hjelt því sem jeg hafði fengið
og sjósóttin var búin.
Já, fyrst að jeg mintist á mat,
gæti verið fróðlegt að heyra
hvernig máltíðum var hagað, og
hvernig matarræðið var urn
borð. Það hefir verið sagt svo
mikið af óhófinu og bruðlunar-
seminni á togurunum; en hafi
verið eins mikil brögð að því,
og af hefir verið látið, þá geta
menn sjeð. hverr-ig það er nú,
á þessu skipi, og svipað mun
það á flestum, að minsta kosti
á saltfisksveiðum. Það var þá
svona:
Kl. 7 að morgni morgunverður:
soðinn fiskur (ýsa), með kartöfl-
um og bræddu floti, á eftir kaldur
matur, rúgbr., normalbrauð og
franskbrauð, með margaríni og
rullupylsu, belgjakæfu, góðum
mjólkurosti og mysuosti og svo
te, kl. 10 te með smurðu brauði,
rullupylsu, kæfu eða osti. Kl.
12 á hádegi miðdegisverður:
soðið kjöt, nýtt fyrstu (fyrstu
dagana) eða oftast saltkjöt með
sósu og kartöflum í format, vell-
ingur, sætsúpa eða ertur í eftir-
mat. Jeg saknaði íslenskrarkjöt-
súpu og skyrs. Kl. 3 molakaffi.
Kl. 6 kveldverður, soðinn eða
steiktur fiskur af ýmsu tægi,
svo »kalt borð« og te, eins og
með morgunmat. Kl. 9 te með
brauði, eins og kl. 10. Loksvar
te kl. 12 um miðnættið fyrirþá
sem vöktu. Allir fá sama mat
og engum er skamtað, hver má
eta eins og hann vill.
Stritið og sjóloflið gefurmönn-
um bestu matarlyst. Jeg held
að jafnvel jeg hafi staðið mig
sæmilega, þegai* fram í sótti.
Saltketið var ágætt og lystugra
en nýtt ket til lengdar. Tunnan
enlist í 3 dagal Reyndar eng-
in ósköp, því að stórt var
heimilið, 40 manns að mjer
meðtöldum, sagði Hilarius, og
hann hlaut að vita, hve marga
munna hann hafði að stinga
upp í, 39 sagði skipstjóri. Hann
hefir liklega að eins talið þá,
sem hann hafði lögskráð og
mig, en gleymt sjálfum sjer:
Það lítur út fyrir að það fari
ekki svo lítið af kjöti á allan
fiskiflota vorn og munþaðheld-
ur hækka kjötverðið en hitt og
því hafa bændurnir líklega ekk-
ert á mói, því að ekki segja
þeir að landbúnaðurinn beri sig
of vel samt — altaf að tapa —.
Á Skallagrími er borðsalur
uppi fyrir dekkmennina, til mik-
illa þæginda, fast við eldhúsið.
Yfirmenn og vjelamenn borða
niðri í káetunni, aftur í, og þaö
gera einnig dekkmenn á þeim
skipum, sem ekki hafa borðsal
ofandekks.
Þegar kom fram á daginn
tregaðist afliun — þorskur fæst
lítið í vörpu á daginn á Bank-
anum (nema við Hraunið) og
við suðvesturströndina, þegar
fram á kemur. Skipstjóri rjeð
af að kippa og það langt, alt
austur að Hornum. Fórum við
svo skerastu leið austur yfir
Bankann, fram hjá nokkrum
Reykjavíkur og Færeyjakúttur-
um, sem voru þar á »skaki«.
Um hádegisbil fórum við fram
hjá Vestmanneyjum, leiöinafram
hjá Stórhöfða; var enn allmikil
ólga í sjó og gusurnar sem
skullu upp innan á Suðurey (i
hlje) voru ekkert smáræði, 40
fðm. eða svo áhæðl Fyrir vest-
an Eyjar var strjálingur afensk-