Vörður


Vörður - 13.02.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 13.02.1926, Blaðsíða 4
áti, áldrei borið á skjögri í lömbum mínutn. 19. Gefið pjer sáaðfje og hrossum inni eða úti? Inn i garðann eins og hey. 20. Parf grindur undir fje, sem gef- inn er súrþari ? Jeg reyndi fyrst aö gefa þarann i grindarlausum húsum, en sá mjer það ekki fært áfram, því fjeð vildi skitna og loftið stækna, en það er ef til vill ekki vel að marka, því jeg gef alt af sölt bein úr fiski með þaranum, eins og áður er sagt (þó af- vötnuð). Svo get jeg bætt þessu við: þari, sem er meiri partur þöngl- ar, er óhæfur til súrsunar, sömu- leiðis smásaxaður þari. Smágerðir þönglar notast vel en stórvaxnir ekki, þeim kasta jeg. Pað er mikill kostur við þarann, hvað hann geymist vel upptekinn. Hefi geymf hann í ílátum í fjárhús- inu vikum saman iitið skemdan. Líka hefir þari orðið eftir i gryfju yfir sumarið til næsta vetrar ó- skemdur, nema dálítil skán ofan á. Enn fremur get jeg þess, að mjer hefir reynst hann vel í undirburð, nýtekinn úr gryfjunni. Svo dettur mjer ekki fleira í hug sem bæta skyldi við, nema að óska þess, að þjer vilduð gera hvað i yðar valdi stendur til að útbreiða notkun súrþara, því þar liggur fisk- ur f'alinn undir steini. Jón bóndi Fjalldal á Melgraseyri við ísafjarðardjúp hefir notað þara til fóðurs handa kúm í 10 ár og gefist vel. Hann tekur þarann úr fjörunni, skolar hann í vatni, og gefur hann siðan. t fyrstu stráir hann litlu einu af rúgmjðli á hann, á meöan kýrnar eru að venjast við að jeta. Hann hefir gefið kúnnj 30—40 pd. af þara á dag, álítur það jafngilda 6—7 pd. af töðu. Kýrnar hafa mjólkað vel. Bestu þarateg- undir álítur Jón söl ogmaríukjarna, hinar stórvaxnari tegundir (hesta- og beitisþara) má einnig nota. í kringum strendur landsins vex afar mikið af sæþðrungum. í þeim eru fólgin fóðurefni, áburðarefni, læknisiyf (joð) o. fl. Hafðldurnar hafa skolað þararöstunum upp að ströndum landsins öld eftir öld. Lítið af því höfum vjer hagnýtt oss (sauðfje helst notað nokkuð). Nú cr timi til kominn að athuga hvert verðmæti felst í sæþörungum. Að þvi vill Búnaðarfjelag íslands vinna. Pað hefir falið ráðunaut sin- um, Theodóri Arnbjörnssyni, að safna upplýsingum um eitt og ann- að, er að þessu lýtur, og að undir- búa nánari tilraunir siðar. Fróðleg ritgerð um sæþörunga, eftir dr. Helga Jónsson, birtist í 1. hefti Búnaðarritsins 1918. S. S. Meðalannara oröa Fallegt nafa. Vísir skýrir frá því að síð- astliðinn sunnudag hafi verið fundur haldinn hjer í bænum eftir boði alþingismannanna Benedikts Sveinssonar, Jakobs Möllers og Sigurðar Eggerz og þar ákveðið að stofna fjelag frjálslyndra manna í Reykjavik. Fundinn hafi sótt um 70 manns. Segir blaðið að í ráði sje að stofna frjálslyndan flokk um land alt. Um nauðsyn þessa flokks hljóta aö verða skiftar skoðanir. Pað er alviðurkent að hvergi gæti meira allra meginókosta þingræðisins, en í löndum þar sem flokkar eru margir og eng- inn einstakur þeirra fær neinu ráðið stundinni lengur nema með eilífum hrossakaupum og tilslökUnum. HvergI^ru"Stjórn- arskifti og stjórnarvSbérWééi'l.íð- ari en i flokkamörgömdlöndum, hvergi verður oftar að^fpa til þess óyndisúrræðis að fjarskyld- ir flokki leggi í bili inn á ein- hvern hlykkjóltan meðalveg, — uns samlyndið fer aftur út um þúfur og hvorir halda sína leið í nýjum fjelagsskap. Af öllu þessu leiðir hringl, stefnuleysi, athafnaleysi og hverskonar stjórnarfarsspilling. Hamingjan forði okkur frá mörgum, litlum, afllausum flokkum. Eins og nú er háttað eru frjálslyndir menn innan allra flokka — og vjer virjum skjóta því til íhugunar þeirra manna, sem frjálslyndi unna, hvort ekki sje heillavænlegra að þeir skipi sjer undir merki þess flokks, sem þeir helst geta aðhylst og reyni að efla frjáls- lyndið innan hans — í stað þess að mynda nýjan flokk. Svo sem kunnugt er, er frjáls- lyndi flokkurinn í Englandi að deyja út, en frjálslyndir, gáfað- ir og stórhuga menn fara með völdin i íhaldsflokknum. Það er nefnilega ekkert því til fyrir- stöðu að íhaldsflokkur geti verið frjálslyndur. Sennilegt er að eitthvað af ungum mönnum gangist fyrir nafni hins nýja flokks — það lætur vel i eyrum að heita frjálslyndur. Þó hafa margir hinna gáfuðustu og frjálslynd- ustu yngri manna litið svo á, að verksvið þeirra væri innan ihaldsflokksins — að hlutverk /rjálslgndra. manna hljóii að verða það, að efla frjálslgndið innan hins starfhœfasta og best skipaða flokks á landinu, hins eina af flokkunum, sem ekki er stjettaflokkur. Það er nefnilega fullkomin ósvífni, að Vísir skuli jeta það eftir Tímanum og Alþýðublað- inu, í grein sem er rituð af kaldlyndri, ófrjórri illkvitni, að; íhaldsflokkurinn sje stjettar- flokkur, sem hafi »það höfuð- markmið, að hlynna að efnuð- ustu mönnum þjóðfjelagsins«. Timinn og Alþtfðublaðið hafa borið þetta á íhaldsflokkinn — og Visir veit með hvaða rökum: íhaldið lagði niður einkasölurn- ar, andstæðingarnir fengust ekki til þess að sjá annað í þessum ráðstöfunum en velgerðir við kaupmenn. Vísir var sammála íhalds- flokknum í þessum málum. En nú þegar blaðið er að boða stofnun frjálslynds flokks, og getur ekkert um það sagt, hvað þessi nýi flokkur vilji, þá er gripið til þess að níða íhalds- flokkinn fyrir stefnu, sem blaðið hefir áður talið sig fylgjandi. Af því að blaðið veit engin önnur einkenni á þessum nýja flokki en þau, að hann á að »bera heill alþjóðar fyrir briósti« og ekki að vera stjettarflokkur — þá eru fengin að láni þau ósannyndi frá tveim ómerkileg- ustu blöðum landsins, að íhalds- flokkurinn sje stjettarflokkur. Hvernig má það vera að fjöl- mennasti flokkur landsins sje flokkur fámennustu stjettarinnar — hinna »efnuðustu manna þjóðfjelagsins«? Það má sanna meðótaldæm- um að íhaldsflokkurinn verð- skuldar hvorki að vera nefnd- v u n u u r> ur »rammasta íhald« DJe efna- mannaflokkur, svo sem ,Vísir gerir. í einu af stjórnarfrv. nýju ertt. d. farið fram á að heima- vistum sje komið á fót við mentaskólann fyrir ekki færri en 50 nemendur. »Skulu þeir njóta þar ókeypis húsnæðis, ljóss og hita. Forgangsrjett til heimavistar hafa þeir nemend- ur að öðru jöfnu. sem búa ut- Reykiavíkur«. Lagaákvæði þetta er í samræmi við tillögu þriggia íhaldsþingmanna á siðast þingi, Björns Líndals, Jóns Sigursson- ar og Þórarins Jónssonar. Kannast nokkur við hinn ramma ihaldsanda efnamanna- flokksins í þessari og þvílíkum tillögum ? Sá sem kallar íhaldsflokkinn stjettarflokk, hann talar gegn betri vitund. Fomstugreirj. 5. þ. m. birti Morgunblaðið nokkra kafla úr ritgerð eftir stórmerkan franskan rithöfund um »sjúkdóma þingstjórnanna«. Pýðingin var eftir Guðm. Hannesson prófessor, en hvorki hann sjálfur nje blaðið bættu neinum hugleiðingum við orð hins franska rithöfundar. Petta varð til þess, að Alpýðu- blaðið flutti daginn eftir eina af þessum viðbjóðslega vitlausu og skrílslegu forustugreinum sinum, sem er blettur á skildi islenskra jafnaöarraanna. t Blaðið segir að íhaldið hafi »feng- ið« G. H. til þess að þýða þessa grein — og til hvers? Hjer er skýr- ingin: »Alþingi kemur saman i dag. Ætli meiri hluti þingmanna sje svo blind- ur, að hann sjái ekki, hvað Ihalds- liðið, sem stjórnar »Morgunblaðinu«, ætlar sjer með þessu? Núerbyrjað að reyna að koma fólkinu í skilning um, að ef þingmennirnir sjeu ekki nógu auðsveipir við íhaldsstjórnina og þá, sem stjórna henni, þá eigi að leggja þingið niður, gera Jón Porláksson eða Ólaf Thörs að ís- lenskum Mussolini og sljórna svo landinu með axarskaftaliöi, sem dansar eftir pipublæstri dökkasta íhaldsliðsins. Skyldu þeir verða margir, alþingismennirnir, sem gang- ast upp við slíkar hótunarprjedik- anir? Slíkt væri óliklegt, en það kemur bráðlega i ljós. Almenningur mun sjálfsagt úr þessa fara að skilja, aö málstaður íhaldsins er svo »illur og svartur«, að háskalegt er að veita honum brautargengi.« Þetta er kafli úr forustugrein í blaði, sem ætlast til þess, að tekið sje mark á sjer — sem talar fyrir munn manna, sem krefjast trausts hjá almenningi og valda í landinu! Og nokkrum dögum siðar segir Vísir, blað frjálslyndis og hugsjóna, að ætla megi, að ungir menn hneig- ist fremur að Jafnaðarmönnum en að íhaldsflokknum. Pað vantar ekki annað á, en að Visir bæti því við, að slikt sje engin furða, svo mjög sem Alpýðublaðið beri af íhalds- blöðunum að vitsmnnum, sannleiks- ást og aölaðandi rithætti. Klrkjuhljómleikum i Fríkirkjunni stjórnaði Páll ísólfsson á mið- vikudag. Léku þeir Emil Thor- oddsen á tvo flygla konzert eftir Bach, Óskar Norðmann söng (hann hefur eina fegurstu rödcf hér í bæ) og 40 manna blandað kór söng með undirleik hljóm- sveitar tvö mikil tónverk eftir Brahms. Söngurinn var á köflum tilkomumikill og auðheyrilega vandlega æföur. En fegurðar- skortur einstakra radda var á stundum all áberandi. Að öllu samanlögðu var hin besta skemt- un að hljómleiknum. Páli ísólfs- syni er heiður að áhuga sínum og dugnaði. Alþingi. Það var sett 6. þ. m. Forsetar voru kosnir hinir sömu og í fyrra. Jóhannes Jóhannesson var kosinn forseti sam. þings með 22 atkv., Klemens Jónsson fjekk 15 atkv. og Sigurður Eggerz 5. Halldór Steinsson var kosinn forseti Efri deildar með 8 atkv., Guðm. Ólafsson fjekk 5. Benedikt Sveinsson var kosinn forseti Neðri deildar með 17 atkv., Klemens Jónsson fjekk 11 atkv. Nefndarkosningar fóru svo: Efri delld. Fjárhagsnefnd: Björn Krist- jánsson, Jónas Jónsson, Jóhann Jósefsson, Gunnar Ólafsson og Ingvar Pálmason. Fjárveitinganefnd: Jóh. Jó- hannesson, Einar Árnason, Ingi- björg H. Bjarnason, Guðm. Ól- afsson og Eggert Pálsson. Samgöngumálanefnd: Sigurð- ur Eggerz, Einar Árnason, Jó- hann Jósefsson, Ágúst Helgason og Björn Kristjánsson. Landbúnaðarnefnd: Eggerl Pálsson, Ágúst Helgason og Gunnar Ólafsson. Sjávai útvegsnefnd: Björn Kr., Ingvar Pálmason og Jóh. Jós. Mentamálanefnd: Ingibi. H. Bjarnason, Jónas Jónsson og Jó- hannes Jóhannesson.' Allsherjarnefnd: Jóh. Jóhann- esson, Guðm. Ólafsson og Egg- ert Pálsson. Ncðri deild: Fjárhagsnefnd: Jón A. Jóns- son, Kl. Jónsson, Magnús Jóns- son, Ásg. Ásgeirsson, Björn Lín- dal, Halld. Stef. og Jak. Möller. Fjárneitinganefnd: Þórarinn Jónsson, Þorleifur Jónsson, Jón Sigurðsson, Tryggvi Þórhallsson, Pétur Ottesen, Ingólfur Bjarnar- son og Magnús Torfason. Samgöngumálanefnd: Hákon Kristófersson, Kl. Jónsson, Jón Auðunn Jónsson, Syeinn Ólafs- son og Jón Kjartansson. Landbúnaðarnefnd: ÁrniJóns- son, Jörundui' Brynjólfss., Há- kon Kristófersson, Halldór Stef- ánsson og Jón Sigurðsson. Sfávarútvegsnefnd: 01, Tbors, (form.) Sveinn Ólafsson, Sigurj. Jónss., Jón Baldvinss. og Björn Líndal. Stjórnarfrumvorpin eru 16 að tölu: Frv. til fjárlaga 1927. Frv. til fjáraukalaga 1924. Frv. um samþykt á lands- reikningum 1924. Frv. um ,útsvör. Frv. um kosningar í málefn- um sveita og kaupstaða. Frv. um lærða skólann í Reykjavík. Frv. um viðauka við lög um áveitu á Flóann. Frv. um löggilta endurskoð- endur. Frv. um fræðslu barna. Frv. um skipsströnd og vog- rek. Frv. um kynbætur hesta. Frv. um bryggjugerð í Borg- arnesi. Frv. um raforkuvirki. Frv. um veitingasölu, gistihús- hald o. fl. Frv. um happdrætti og hlu^a- veltur. 4. tbl. I. árg-. Varðar ósk- ast keypt á afgreiðslu blaðsins. Frv. um heimild fyrir ríkis- stjórnina lil að ganga inn í Við- bótarsamninga við myntsamn- iog Norðurlanda. Þá flytur stjórnin og tillögua um samþykt símasamningRÍns. Uían úr heírní. Ungverjaland.Símað er að þing- netndin sem rannsakar seðlaföls- unarmálið hafi sannað aðBeth- len forsætisráðherra hafi vitað um seðlafölsunina, en þagað yfir henni og ekkert gert til þess að stöðva tiltækið. Andstæðingar hans krefjast þess að hann Ieggi niður völd, en hann þverneitar. Fyrir nokkrum dögum kom fölsunarmálið á dagskrá í þing- inu. Æsingar voru hóflausar,. þingmenn hentu blekbyttum, borðum og stólum hver í annán og margir særðust. Mussolini og Stresemann. A. mánudasinn héltMussoliniþrum- andi ræðu í þinginu um félags- skapi í Suður-Þýskalandi og Austurríki, er starra að því að útiloka italskar vörur. Sagði Mussolini, að taki Þýskaland á sig ábyrgð þessara félaga og styðji íbúana í Suður-Tyrol í baráttu þeirra gegn Fascism- anum, muni ítalir gera nauð- synlegar ráðstafanir í Brenner- skarði og færa síðan landamærin heldur norður á bóginn en hitt.. Daginn eftir hélt Stresemann miklaræðuum framkomuMusso- lini gagnvart þýskum íbúum í Suður-Tyrol. Las hann upp yfirlýsingarítalskrastjórnarvalda,. þar sem því er lofað að láta ibúana óáreitta og lofa þeim að> halda siðum sinum. Stresemann benti á, að Mussolini hefði brotið öll þessi loforð og hótun Musso- lini um að flytja landamærin lengra norður á bóginn væri í rauninni ógnun um styrjöld á hendur Austurríki og Þýskalandi. Mussolini svaraði Stresemann aftur af mesta hroka. Kvaðst hann mundi standa við alt, er hann hafi sagt, og meira til. Jafnt ensk blöð sem þýsk ámæla Mussolini harðlega fyrir ræður hans. Traust til stjórnarinnar. Símað er frá Raufarhöfn 11. þ. m. að landsmálafundur þar hafi ein- róma samþykt svohljóðandi til- lögu: Fundurinn lýsir trausti sínu á núverandi stjóm, sjer- staklega fjérmálastjórninni, og þakkar henni vel unnið starf síðasta fjárhagstímabil. Norsk-islenska kappteflið. Norð- menn hafa geíið upp sem tapað annað taflið við íslendinga. Telfdu það af okkur hálfu þeir Brynfólfur Stefánsson stud. polyt., Guðmundur Bergsson póstafgr.maður og Sigurður Jónsson ölgerðarmaður. Hvern- ig fer á hinu taflborðinu er enn óvíst. Ritstjórarnir Gunnl. Tryggvi Jónsson frá Akureyri og Sig- urður Kristjánsson frá safirði eru staddir hier í bænum. Meö S. K. er frú hans, sem komin er hingað sjer til lækninga. Próf. Bjarni Jósefsson frá Melum hefir lokið efnafræðis- prófi á fjöllistaskólanum í Khöfn. Bolli Thoroddsen (sonur Skúla heitins) hefir lokið verkfræði- pr'ófi með hárri I. einkunn á sama skóla. Lelðrjettiugr. í greininni Kaup- fjelag Kaupmannahafnarbúa i sið- asta tbl. hefir misprentast: Fjelagið hefir 21 sölubúð, en á að vera 101 sölubúð.________________________ í ' Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.