Vörður - 05.03.1926, Page 1
Riístióri og ábyrgð'
armaður’'
Kristján Albértson
Tánoötu.JS. _
tfe——-. -—-áfl
Afgreiðslu- og inn-
y, heimtumaður *
Ásgeir Magnússon
\ tccnnarij
»»„ ■ - ^$1|
Útg,efandi : M.iöstjórn íhaldsílokksÍHS.
IV. ár.
Reykiavik 5. mars 1926.
10. blað.
^eð 1 aföl^u ii armálid
í U ng'v er | aiaii di.
Pó að nefnd sú, sem ungverska þingið kaus til þess að rannsaka
seðlafölsunarmálið, hafi nú setið á rökstólum á annan mánuð, þð má
heita að henni hafi litlu tekist að bæta við þá vitneskju um málið, sem
fengin var áður en hún tók til starfa.
hylmafyfir með sökudólgunum og
hindra uppljóstrun málavaxta, en
fylgifiskar hennar eru í meiri hluta
í rannsóknarnefndinni og ráða að-
feröum hennar. Frakkar fengu því
að vísu framgengt, að fulltrúar
frönsku lögreglunnar og franska
þjóöbankans fengju aö vera við-
staddir allar yfirheyrslur, en hins
vegar hefir þeim verið hagað svo,
að sem minst nýtt gseti komið
fram — og tvisvar hafa hraðritaðir
vitnisburðir, sem of hreinskilnir
hafa þótt, horfið úr vörslum nefnd-
arinnar.
Pó hefir ekki tekist að koma í
veg fyrir, að sannað yrði á nokkra
.af róðherrunum, að þeir hafi vitað
um seðlafölsunina alllöngu áður en
faán varð almenningi kunn, og ekk-
ert gert til þess, að málið yrði
rannsakað eða tiltækið heft, For-
sætisráðherrann Bethlen greifi hefir
orðið að játa, að hann hafi vitað
um fölsunina í nóvember í vetur
og þá falið Nadassij lögreglustjóra
aö rannsaka málið — en hann var
sem kunnugt er einn af höfuðfor-
göngumönnum fyrirtækisins. Bet-
hlen neitar að hafa vitað um þátt-
töku hans, en hins vegar vissi hann
aö Nadassy hafði fyrir þrem árum
verið viðriðinn fölsun tjekkneskra
hvort hann hefði
Nadassy’s liði, þá
sinna,
Stjórnin hefir frá upphafi reynt að
Bethlen greifi.
seðla. Pegar Bethlen var spurður
aldrei síðan í nóv. grenslast eftir því, hvað rannsókn
svarað hann að hann hefði haft svo mörgu öðru að
að hann hefði ekki komist til þess að hafa frekari afskifti af föls-
unarmálinu. Eftir að hann hafði gert þessar játningar á fundi rannsókn-
arnefndarinnar, fór hann í leikhús um kvöldið.
Næstu dagana kröfðust blöðin og andstæðingar hans á þingi, að liann
færi frá þegar í stað. Fulltrúar atvinnuveganna og fjármálanua kröfðust
þess líka, því að allir erlendir bankar, sem um þessar mundir voru að
semja um lán til Ungverjalands, slitu þegar í stað samningum eftir þennan
framburð forsætisráðherrans. En hann situr enn fastur i sessi með þing-
meirihluta að baki sjer. Má af því marka gjörspillingu, valdatlokksins
i Ungverjalandi.
Pá hefir Rakovskg innanrikisráðherra játað, að hafa vitað um fölsun-
ina snemma í haust og ekkert gert til þess að stöðva hana. Pegar hann
var aðspurður livort honum fyndist hann geta verið ráðherra áfram eft-
ir þessa játningu, þá svaraði hann: Mjer er það löngu ljóst, að jeg á að
fara frá. 28. des. baðst jeg lausnar frá embætti rnínu, en Bethlen neitaði
að veita mjer hana.
Rakovsky liefir lika játað að hafa hjálpað sökudólgunum eftir að
komist hafði upp um glæp þeirra. 4. jan. kl. 10 fyrir hádegi var það
samþykt á ráðuneytisfundi aö láta taka Windischgrátz fursta fastan. Pess-
ari ákvörðun var ekki framfylgt fyr en siðari hluta dags. Kl. 2 óku þeir
ftakovsky og Nadassy í innanríkisráðherrabílnum til Windíschgraiz og
töluðust þeir viö i 2 stundir. Rakovsky afsakaði sig með því, að Nadassy
hefði tjáð sjer. að liann vildi tala við Windischgi álz til þess að »ljetta á
samvisku sinni«. (Rakovsky virðist yfirleitt vera íremur grannvitur mað-
nr, eða gera sjer far um að látast vera það, þegar hann er yfirheyrður).
Auðvitað blandast engurn hugur ura, hvað seðlafalsararnir tveir hafa tal-
að saman um síðustu klukkustundirnar áður en þeir voru teknir fastir
— hvaða skjölum og skilrikjum þyrfti að glata, meðan tími ynnist til,
favernig þeir ættu að haga sjer fyrir rjetti o. s. frv.
í upphafi bjuggust margir við að Horthy rikisstjóri myndi vera flækt-
ar við málið, en enn liefir ekkert framkomið sem bendi til þess. Pó er
siður en svo að hann sje ekki enn grunaður um aö hafa verið i vitorði
með glæpamönnunum. Nadassy var einn af nánustu trúnaðarvinum Hort-
hys, sem reyndi fram á síðustu stundu að forða honum frá fangelsi. Og
meðal þeirra, sem mjög eru riðnir við seðlaiölsunarmálið, eru sonur
Horhty’s, mágur hans og bróðursonur.
Yfirleitt er það löngu sannað, að seðlafalsararnir unnu í samráði við
fjölmarga hátt setta valdamenn, að markmið þeirra var að útvega fje til
þess að gera Ungverjaland að konungdæmi og hefja síðan landvinninga-
stríð gegn nábúunum. Ber að vona að seðlafölsunarmáliö leiði til þess,
að steypt verði úr stóli valdhöfum, sem að slíku stefna.
Lagaprófi hafa lokið hjer á
háskólanum Thor Thors með
I. einkunn, 145V3 stigs, Gisli
Bjarnason frá Steinnesi með I.
einkunn, 134 stigum, Adolf Bergs-
son með Ií. einkunn hetri, 7S3/s
stigs og Alfons Jónsson með II.
einkunn 67*/s stigs. Þeir Tnor
Thors og Gísli Bjarnason hafa
lokið laganáminu á 3\'a ári. —
Thor Thors hefir hlotið hæsta
lagapróf sem tekið heíir verið
á Háskóla íslar.ds.
Gengismáliö
fyrir Alþingi
Svo sem frá hefir verið skýrt
hjer í blaðinu, hefir Tryggvi
Pórhallsson flutt frv. um fest-
ingu á verðgildi krónunnar. Skal
gengisnefnd láta fram fara rann-
sókn á því, hvert sje »hið raun-
verulega verðgildi peninganna í
viðskiftum innanlands« og því
næst »innan hæfilegs tíma, færa
verð krónunnar til samræmis
við niðurstöðu þeirrarrannsókn-
ar«. Þegar krónan hefir náð þessu
gengi, »má hámark verðsveifl-
unnar upp á við aldrei verða
meira en 21/2°/o og niður á við
aldrei meira en Tap það
er bankarnir kunna að bíða af
kaupum og sölu erlendra pen-
inga eftir hinu skráða gengi,
skal að 3/s hlutum greiða úr
ríkissjóði.
Frumv. þetta kom til fyrstu
umr. í Nd. 26. f. m. og 1. þ.
máu.
Tryggvi Pórliallsson
fylgdi því úr hlaði með langri
ræðu og talaði mjög á sömu
lund og hann hefir áður ritað
um gengismálið í Tímann, kvað
alla atvinnurekendur til sjávar
og sveita hafa beðið hið mesta
tjón af hinni öru gengishækk-
un á síðasta ári og myndi hún
einuig eiga eftir að koma verka-
lýðnum í koll, þar sem af henni
hlytust kaupd^ilur og atvinnu-
leysi. Væri r ú mál til komið
að festa veragiidi krónunnar,
og að miða fiað við sannvirði
hennar. Biýndi hann fyrirþing-
mönnum að láta ekki stjórnast
af flokksfylgi í þessu máli, til
þess væri það of alvarlegt og ó-
heppileg lausn þess of hættuleg
öllum fjárhag þjóðarinnar.
Næstur tók til máls
Jón Porláksson fjármálarððh.
Hóf hann ræðu sína á yfirliti
yfir gengishækkunina á siðastl.
ári. Að undanfarinni örri bækk-
un krónunnar fjell sterlings-
pundið í 26,25 kr. í rnaí. Íjúní
tók danska krónan að stíga
mjög ört og hækkaði gengi
hennar á fáum mánuðum úr
70% gullgildis í 91°/o.
»Hækkun dönsku kjónunnar
var svo mikil í sumar, að hún
komst 30% yfir íslenska krónu.
Og í lok ágústmánaðar tjáði
stjórn Landsbankans sig ekki
geta keypt sterl pd. fyrir kr. 26
eins og verið hafði. íslandsbanki
keypli þó enn á óbreyttu gengi
í nokkra daga, en síðan fjell
sterl.pd. í 25 kr. og svo áfram
niður í 22,75 hinn 14 sept., og
úr því hægt til okt. loka í nú-
verandi gengi, 22,15.
Framboð á erlendum gjald-
eyri var bjer óvenjulega mikið.
Erlendir menn byrgðu sig upp
með íslenskan gjaldeyri. —
Framboði þessu var svarað með
því að lækka tilboð um kaup á
hinum erl. gjaldej'ri.
Svo mikið streymdi hjer inn
í bankana af erl. gjaldeyri, að
innieign erl. manna hjer í bönk-
um komst upp i nál. 100 kr. á
hvert mannsbarn í landinu. Þeg-
ar Þjóðbankinn danski lækkaði
tilboð sín um kaup á erl. gjald-
eyri, og gafst upp við að haida
genginu í skefjum, þá var það
vegna framboðs á erlendum
gjaldeyri, sem eftir á sýndi sig
að vera fyrir neðan 50 kr. á
hvert mannsbarn í landinu.
þegar Rikisbankinn norski
gafst upp við að hamla á móti
örri gengishækkun, voru erl.
inneignir þar í bönkum ekki
nálægt því eins miklar og hjer
í haust, að tiltölu við fólksfjölda
landsins. Hvorugur þessara banka
þorði að leggja út í það fjár-
hættuspil, að kaupa hinn erlenda
gjaldeyri óbreyttu verði þegar
framboðið ókst, þó aðstreymið
væri tiltölulnga minna en hjer.
Ef framboð erl. gjaldeyris er
mikið, þá hafa þjóðbankarnir
eigi sjeð annað fært en svara
framboði með lækkandi kaup-
tilboðum. í>ví gagnvart erl.
pjaldeyri er ekki hægt að hafa
þá aðferö, að kaupa upp alt
sem býðst, til þess að halda
verðinu í skorðum.
Sje haldið áfram að kaupa, og
eigi reynt, með lækkandi kaup-
tilboðum, að draga úr framboði,
er hætt við því, að innslæður
eil. manna verði svo miklar, að
eigi sje hægt að sporna við
verðfalli krónunnar, þegar aftur
á að skila innstæðunum.
Hið erlenda fje rennur að
einhverju Ieyti út meðal lands-
manna, ef það hefir langa við-
dvöl, og verður bundið í alskon-
ar atvinnufyrirtækjum. En öllu
þessu fje verður að kippa burt,
þegar hinir erl. menn taka það
til sín aftur.
í því sem öðru erum við
sömu viðskiftalögum háðir sem
aðrir«.
Því næst veik fjármálaráð-
herra að afstöðu stjórnarinnar
i gengismálinu :
»Háttv. flutnm. vildi ekki víta
sijórnina í ræðu sinni. En hann
gerir það því rækilegar í grein-
argerðinni við frumvarp sitt.
Rar kemst hann svo að orði,
að hann vilji ekki áfella stjórn
Landsbankans fyrir það, að
hún neitaði að kaupa sterl.pd.
f haust óbreyttu verði, og um
þetta er jeg honum samdóma.
En samt sem áður fer hann
mjög hörðum orðum um það,
að gengi ísl. krónu hafi hækkað.
Segir hann þá ráðstöfun hafa
verið alt í senn, »óviturlega«,
»óþarfa« og »órjettmæta«, og
beinir þá öllum ásökunum sín-
um til landsstjórnarinnar.
Lög þau, sem hjer ber eftir
að fara, eru lögin um gengis-
skráningu og gjaldeyrisverslun,
frá 1924 og frá 1925.
Með lögunum frá 1924 var
sú skylda lögð á gengisnefnd,
að gera tillögur til stjórnarinn-
ar um ráðstafanir, er miða að
því að festa eða hœkka gengið.
Þá þorðu menn ekki að gera
hærri kröfur en þær, að sporna
við því, að eigi lækkaði gengið
úr því sem var, en hækknn
þótti æskileg. Á þingi 1925 var
orðalaginu breytt, þannig, að
ráðstafanir eiga að miða að því,
að festa gengið og stuðla að
varlegri hœkkun krónunnar.
Sú skipun var gerð til gengis-
nefndar, að hún sendi lands-
stjórninni tillögur í málinu. Var
það skynsamlega ráðið, að haga
því svo, að tillögurnar yrðu
ræddar í tveim stöðum, fyrst
hjá nefndinni, síðan hjá lands-
stjórn.
En hvaða tillögur hefir stjórn-
in svo fengið frá gengisnefnd?
Hún hefir að eins eina tillögu
fengið, og hana frá einum
nefndarmanni þó.
Tillaga þessi fór fram á, að
öllum tilboðum um erl. gjald-
eyri yrði svarað með kauptil-
boði á kr. 24,0Ó síeri.pd.
Lagði nefndarmaðurinn til,
að ábyrgð þeirri, er af þessu
leiddi, yrði okelt á ríkissjóð.
En þingið hafði á engan hátt
skilið stjórninni eftir neina
heimild til þess að gera þær
ráðstafanir.
Ómögulegt er að meta það,
hvílíkar afleiðingar það hefði
haft fyrir ríkissjóðinn, ef á hann
hefði verið skelt ábyrgðinni á
kaupum erl. gjaldeyris á ein-
hverju tilteknu föstu verði, hvort
sem var 24 kr. pundið eða
hærra.
Jeg fyrir mitt leyti lit svo á,
að slíkt hefði eigi getað komið
til mála. Ef haldið hefði verið
áfram að kaupa hinn erlenda
gjaldeyri ákveðnu verði, þá var
ekkert líklegra en verð íslensku
krónunnar fjelli, er frá liði, og
alt kæmist hjer í sömu óreiðu
og 1920, vegna örðugleikanna
sem á þvi er, að losa hið erl.
fje, þegar þess er krafist.
Að taka slíka ábyrgð á ríkis-
sjóð, hefði verið hið mesta brot
sem hugsast gat, á hinum yfir-
lýsta þingvilja um festingu og
varlega hækkun.
Flutningsmaður Tr. Þ. ámælir
Iandsstjórninni fyrir það, að
hún hafi eigi framfylgt vilja
þingsins um hægfara hækkun
gengisins. En hann tekur um
leið alt ómak af mjer að bera
blak af stjórninni fyrir þetta.