Vörður


Vörður - 27.03.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 27.03.1926, Blaðsíða 1
Rífstfóri og ábyrgð- ¦armaður'' ' Kristján At6ért$Qti Tínigötu'JS.. §-"¦ * *W81 Afgreiðslu- og inn- vheimtumaður ' Ásgeir Magnússon \ ¦fccnnaríf "LTtgresfíindi : AÆið&tjórn íiiaidsflolclcsixiis. IV. ár. Reykjavík 27. mars 1926. 14. biað. Fundur i Þjóðabandalagsþinginu i Genf. X>jóðal>auicla?a<>íö. Þjóðabandalagsþingið, sem hófst 8. þ. m. og stóð í rúma viku, var aðallega saman kvatt til þess að taka Þýskáland inn í bandalagið og reka þar með smiðshöggið á friðargerðina, sem kend er við Locarno. Eins og kunnwgt er ganga Locarno-samningarnir ekki i gildi fyr en Þýskaland er gengið i bandalagið og hefir fengið fastah fulltrúa i ráði þess. . / En sá andi sem sveif yfir vötnunum í Locarno, var ómáttugur þess í Genf að fá tulltrúa þjóðanna til þp.í.«Sað lita hlutina frá alþjóða- og friðarsjónarmiði og gleyma síngirni og milliríkjatogstreitu. Og þeir skyldu án þess að hafa lokið þvi hlutverki, sem þingið var kvatt saman lil að leysa af hendi. wst^z^vmmmmmmíimimmMmmmmmmmmmixi, Þegar Þjóðverjum var lofað þvi i Locarno, að þeir skyldu fá fastan fullrúa i ráðinu, þá var ekki um það talað að fieiri þjóðir ætfu að fá þaö um leið. Siðar reistu svo Pólland, Brasilia og Spánn kröfu um fasta fulltrúa. Undén, utanrikis- ráðherra Svía og fulltrúi þeirra i ráðinu, lýsti þvi yfir að hannmundi greiða atkvæði gegn þvi, að Qeiri stóveldi en Þýskaland fengju aö þessu sinni fulltrúa i ráðinu*. En eins og kunnugt er þarf öll atkvæði ráðsins til að upptaka nýs fulltrúa nái samþykki. Undén hafði eindreg- ið fylgi þings og þjóðar í Svíþjóð i þessu máli, Og auk þess studdu hann stjórnirnar í Danmörku, Noregi, Hollandi og Sviss. Hann rökstuddi afstöðu sína með þvf, að ef svo mörgum nýjum stórveldum væri veitt fast fulltrúasæti í ráðinu, þá minkuðu þar með um of þau áhrif, sem smáþjóðirnar hefðu — sem ætlast væri tii að þær hefðu <af öllum þeim, er skildu og virtu þær hugsjónir, sem Þjóðabandalagið væri reist á. Briand var þyi fylgjandi, að að minsta kosti Pólland fengi fastan fulltrúa í ráðinu og Chambeiiain virtist ætla að failast á það, þegar svo að segja öll ensk blöð risu gegn því og tóku i sama streng og Undén. Á þinginu í Genf fór svo allur tíminn í að reyna aö finna einhverja lausn, einhverja leið til sátta — en árangurslaust. Chamberlain reyndi að beygja Undén og á einum af fundum ráðsins gerðist hann svo harðorð- ur í garð hans, að Undén baðst undan því, að til sin væri talað í slík- um tón. Sama kvöld bað Ghamberlain, sem auðsjáanlega hefir verið þungt í skapi viö Undén, um samtal við hann, og er sagt að orð hans hafi nálgast ógnun og farið yfir takmörk þess sem leyfilegt þykir í slíkum við- ræðum. Ensku blaðamennirnir simuðu þegar mótmæli til blaða sinna og varð það til þess að Chamberlain kallaði þá til fundar við sig um miðja nótt, til þess að gefa þeim skýrslu um hvað gerst hetði og draga úr þeim orðróm, sem fór af viðskiftum þeirra Undéns. En Undén þótti mjög vaksa af þessum málum. Frjettaritari enska blaðsins Westminisler Gazette simaði frá Genf: »AUir hugsandi frjálslyndir menn, sem íhuga hvað er að gerast hier, eru fullir aðdáunar á hinum unga utanrikisráðherra Svia, og þvi meir sem berst út af leynifundi ráösins, þar sem Chamberlain rjeðist á hann, því betur skilst hve mikil hugprýði var í framkomu hans«. Á síðustu stundu höfðu menn vonir um að samkomulag myndi nást. Var svo til ætlast að hinir seks ríkjafulltrúar, sem ekki eiga fast sæti í ráðinu, legðu niöur umboð sitt og yrði þá kosið i þeirra stað. Meðal þeirra eru fulltrúar Spánar og Brasilíu, sem átti að endurkjósa, en í stað einhvers hinna kæmi fulltrúi fyrir Pólland. En áður en sættir yrðu um þessa lausn, lýsti stjórnin i Brasiliu því yfir enn að nýju, að hún myndi ekki k annað sættast, en að hún fengi fastan fulltrua í ráðinu, og að öðrum kosti beita sjer gegn þvi, að Þjóð- verjar fengi fulltrúar í því. Þannig lyktaði þinginu, og er það sumra grunur að Briand og ef til vill Chamber- lain hafi fallist á þessi endalok. Upptöku Þýskalands i bandalagið er nú frestað þangað til á fundi þess í haust. 22. þ. m. talaði Stresemann i þýska ríkisdeginum um þingið i Genf. Kvað hann afstöðu Þjóðverja til Bandamanna óbreytla og Locarno-samþyktinui enga hættu búna. Daginn eftir talaði Chamberlain í neðri málsstofu og sætti hörðum árásum m. a. frá Lloyd-George og Mac Donald fyrir framkomu sina i Genf. Bauðst hann til þess að segjaaf sjer, en vantraustsyfirlýsing frá Lloyd- George var feld með 325 atkv. gegn 136. Chamberlain. Undén. Sjerkenni íslenskrar menning,ar.1) Dömur og herrar^— : íslensk þjóð hefir varið ineira en þúsund árum til að verða það sem hún er í dag._ Jeg má verja tuitugu og fimm mfnútum til að gefa yður hugmynd um isJenska þjóð. Hvað á jeg að geja ? Þaðan sem jeg er stadd- ur nú, munu orð min berast til yðar með hraða eldingarinnar. En það er birta eldingarinnar, sem jeg þarfnast. Mun mjer auðnast að sýna yður, í mynd- um sem jeg bregð upp fyrir yður í kvöld, líkt og óðfluga leiftrum, hliðar á islenskri þjóð, er yður hafa ekki áður verið kunnar ? Jeg skal reyna. Það er hverjum manni kunn- ugt, að frá ofanverðri 9. öld til öndverðrar 10. aldar bygðistís- land norrænum innflytjendum. Það voru einbeittir menn, sem voru ekki að tvinóna við ásetn- ing sinn, og höfðu dýpri tilfinn- ingu fyrir frelsi sjálfra sín held- ur en fyrir föðurlandi sínu. Þjóðmetnaðarstefnan var þá ekki orðin til. Þessum innflytj- endum var annan veg farið en nybyggjum annara landa: tign og mannvirðingar áttu stórt í- tak í þessum hóp. Öndvegissúl- urnar eru tákn landnámsaldar- innar. J. E. Sarstjáir hinasagn- fræðislegu niðurstöðu um þetta efni í svofeldum orðum : »Það mannfjelag hefir naumast verið til, er að tiltölu við stærð sína hefir átt jafn margar stórar ætt- ir, iafn mikla ættgöfgi, jafn tig- inborið blóð og íslenskt þjóð- fjelag fyrstu tvær aldirnar eftir að landið var bygt«. Tign og menning er nú á vor- um dögum engan veginn ná- tengd. Það var það í þá daga. Því verður ísland, svo lengi sem leiðtogar þjóðarinnar, hin- ar gömlu ættir, ráða fyrir land- inu, æðsta menningarból Norð- urlanda um 400 ár. En þó að hinir miklu yfir- burðir íslenskrar menningar á gullöld landsins eigi sjer þar eðlilega skýring, að hjer varð til litið mannfjelag sem að til- tölu við stærð sína átti óvenju marga frjálsborna anda, verður því ekki haldið fram, að and- legt líf tslendinga, hvað þá held- ur hugsunarháttur þeirra og geðslag, hafi þá á tlmum verið búið að fá á sig þjóðrænt mót. íslaud verður ekki eingöngu að miðla Noregi hálfri sæmd af þeirrar tiðar mikla mentaforða, bæði af því að hann er upp- haflega runninn af norsku blóði, og af þvl að Noregur hefir að 1) Ræðu þessa flutti Guðmundur Kamban í vetur fyrir útvarpsstöð í Khöfn og hefir hún vakið allmikla athygli í Danmörku. stórum mun beinlínis lagt til efnið — við verðum lika að játa, að íslenskt mannfjelag ber það mikinn svip af sinu norska ælterni gullöldina á enda, að furðu lítið skilur íslenska lund og norska, hvað þá norska og íslenska lífsskoðun. Og þó er það raunar engin furða — skýringin er við hend- ina. Þegar norskir höfðingjar láta landflæma sig til íslands, þá kemst þar að vísu á stjórnar- farsleg tilhögun sem telja verð- ur al-islenska, með því að þar er stofnað Jýðveldi, einstakt f sinni röð, lýðveldi án þjóðhöfð- ingja, lýðveldi án yfirstjórnar. Guðmundur jKamban. En mönnum skjáHast' ef þeir halda, að þessi tilhögun hafi verið sprottin af sjálfstjórnar- fýsn þjóðarinnar. Stjórn lands- ins hafði ekki á sjer það sem við nefnum lýðveldisblæ. Hún hefir á sjer ótviræðan höfðingja- brag. Þeir voldugu hafa vðldin. Og völdin ganga kaupum og sölnm og erfðum. Auðugarættir eru voldugastar, og þegar bar- áltu þeirra er komið ííþað horf, að vel mætti kalla borgarastyrj- öld, dregur svo úr viðnáminu gegn pólitískri áleitni Noregs, að landið glatar að lokum sjálf- stæði sinu. Ekki nóg með það. Norskir höfðingjar flytjast til Islands. Þeir hafa með sjer öndvegissul- urnar.þræla sína, stiettamun sinn, húsmuni sína, siði sína. Lif þeirra er gróðursett f nýrri mold. En gerum okkur ekki í hugarlund, að þá sje undir eins orðinn til nýr þjóðarsvipur, nýtt þjóðar- skap. Þeir eru einráðir á nýja landinu; þeir verða ekki, líkt og aðrir nýbyggjar, fyrir nein- um áhrifumfrá frumbyggjunum. Þeir eru sjálfir frumbyggjarnir. Því fer þeim þá ekki heldur sem Rússanýlendu Svía, sem Dönum i Englandi, sem Græn- landsbygðum fslendinga, sem Norömönnum á Frakklandi, er allir hverfa f annarar þjóðar

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.