Vörður


Vörður - 03.04.1926, Side 4

Vörður - 03.04.1926, Side 4
4 V Ö R O U K liðið ár 40 þús. kr, Frv. miðar að því að efla veðurstofuna, svo að hún komi að fullu gagni, og er svo fyrirmælt um starfs- svið hennar í 2. gr.: »Starfssvið veðurstofunnar skal vera sem hjer segir: a. Að safna gögnum til rann- sókna á loftslagi landsins. Skal til þess hafa nægilega margar veðurstöðvar úti um land, sem standa undir umsjón og eftirliti veðurstofunnar. b. Að vinna úr veðurskýrsl- um frá veðurstöðvunum og gefa út veðurfarsskýrslur, er sýni skilyrði þau og takmörk, sem veðráttan setur atvinnuvegum landsins. c. Að safna daglegum veður- skeytum, innlendum og erlend- um, og senda út fregnir um veðurútlit. Skal einkum lögð stund á að vara við stormhættu á landi og á miðum úti og segja fyrir um úrkomu að sumrinu. d. Að safna nákvæmum fregn- um um hafís og senda út ís- fregnir til skipa, þegar ástæða er til. Sama gildir og þegar eldgos og öskufall ber að hönd- um. e. Að standa fyrir, i samráði við ríkisstjórnina, öllum þeim málum, sem snerta aiþjóðasam- vinnu f veðurfræði og ísland varða að einhverju leyti. Hjer með er talin umsjón með því, að sem glegstar veðurfregnir sjeu sendar til annara landa frá hæfilega mörgum islenskum veðurstöðvuma. „Pór“. Sjávarútvegsnefnd Ed. flytur svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar: »Alþingi ályktar að sam- þykkja kaup ríkisstjórnarinnar á björgunar- og eftirlitsskipinu Bpóra fyrir alt að 80 þúsund krónur, með því skilyrði, að ríkið láti skipið framvegis, með- an það er vel til þess fært, halda uppi á kostnað ríkissjóðs samskonar björgunar- og eftir- litsstarfsemi við Vestmannaeyjar í 31/*—4 mánuði (vetrarvertíð- ina) árlega, sem það hefir haft á hendi undanfarin ár, enda leggi bæjarsjóður Vestmanna- eyjakaupstaðar árlega fram 25 þúsuhd krónur til útgerðar skipsinscc. Landholgln. Pjetur Ottesen flytur svo- hljóðandi tiilögu til þingsálykt- unar um rýmkun landhelginnar: »Alþingi áiyktar að skorar á ríkisstjórnina að gera hinar ítr- ustu tilraunir tii þess að fá samningum við Stóra-Bretland um landhelgi ísiands breytt á þá leið, að hún sje færð út þann veg, að innan hennar verði allir flrðir og flóar og helstu bátamið. Stjórninni er heimiH að senda til Englands mann eða menn til þess að greiða götu þessa máis, og sjerstaklega vekja at- hygli á þeirri alþjóðanauðsyn, sem á því er að stækka hið friðaða svæði, til þess að vernda framtíðarfiskveiðar i hafinu kringum ísland. Kostnað af sendiförinni skal greiða úr ríkissjóði«. Þinghald á Pingröilam. Sveinn Ólafsson, Ásg. Ásg. og Ben. Sv. flytja svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á rikisstjórnina að láta fram fara þjóðaratkvæði á sumri komanda, jafnhliða lands- kjörinu, um það, hvort sam- komustaður Alþingis skuli vera á Þingvöllum frá 1930. Skal við atkvæðagreiðsluna farið eftir nýjustu kjörskrám til aiþingis- kosninga fyrir sjerstök kjör- dæmi. Tolllælcl ’íi álísl. ull í Bandarikjunum. Tilkypning fráTatvimm-^og sam- göngumálaráðuneytinu. Samkvæmt tilkynningu í sím- skeyti frá utanríkisráðuneytinu mun mega telja víst, að sú breyt- ing sje orðin á tollflokkun ullar í Bandaríkjunum í Norður-Ame- ríku, að íslensk ull verði fram- vegis tolluð eftir 1101 gr. þar gildandi tollaga, en ekki eftir 1102 gr. sem hún hefir verið toiluð eftir undanfarið. Samkv. 1101 gr. er tollur á óþveginni ull 12 cent á hverju ensku pundi, þveginni ull 18 cent á ensku pd., full-þveginni ull 24 cent á ensku pd., uil á gærum 11 cent á ensku pd. Ef sú ull, sem hjer um ræðir er flutt inn eftir ákveðnum nán- ari reglum þar um, fæst toll- urinn endurgreiddur, ef sannað er fyrir tollstjórninui innan þriggja ára frá innflutningnum, að hún hafi að eins verið notuð til gólfdúkageröar. Með óþveginni ull er átt við ull, sem að engu leyti er þvegin eða hreinsuð, en með þveg- inni ull er átt við ull, sem að eins er þvegin úr vatni á skepn- unum eða á gærunum. Samkv. 1102 gr. er aftur á móti tollurinn bæði af óhreinni og þveginni ull (miðast við full- þvegna ull) 31 cent á hverju ensku pd„ en at ull á gærum (sömuleiðis miðað við fullþvegna ull) 30 cent á hverju ensku pd. íslensk ull hefir, eins og fyr segir, verið toiluð eftir 1102. gr. tjeðra tolllaga, eða ineð hjer um bil 3 kr. og 13 aura hvert kg. með núverandi dollarsgengi, en eftir 1101. gr. er tollur á henni fullþveginni 2 kr. 42 aur. á hvert kg. en óþveginni helmingi lægri og fæst hann samkvæmt þeirri Sveipþokur i Veiðihundi. Andrómetupokan. Sjá Stjörnuríki neðanmáls. Verðlaun Alt að 800,00 kr. verðlaunum heitum vjer þeim, sem sent hafa oss hin bestu form fyrir íslenskum búreikningum, fyrir lok októbermánaðar n.k., enda sjeu búreikningaform þessi svo góð, að iikleg sjeu til almennrar notkunar, að dómi vorum. Nánari upplýsingar gefur Búnaðarfjelag íslaiuls. iagagrein eftirgefinn með öllu, ef ullin er notuð eingöngu í gólfdúka, en til gólfdúkagerðar mun íslensk ull hafa verið not- uð n jög mikið i Bandaríkjunum. Von er á nánari skýrslu um málið innan skamms. Gísli Bjarnason cand. juris. frá Steinnesi er skipaður aðstoðar- maður í fjármálaráðuneytinu frá 1. þ. m. Aðalfundur Heilsuhælisfjelags Norðurlands er nýafstaðinn. Stjórn og framkvæmdarnefnd voru endurkosin. Síðan fjársöfnun heilsuhælisins var hafin við stofn- un fjelagsins 22. febr. síðastl. hefir safnast í greiddu fje og tryggum loforðum 110 þús. kr. Alt fje heilsuhælissjóðsins safn- að að fornu og nýju munnema um 230 þús. kr. Dánarfregn. Látinn er í Khöfn Pórður Guðjónsen kaupmaður. Lfk hans var brent og verður askan flutt til Húsavíkur og jarðsett þar í grafreit Guðjónsens- ættarinnar. Landhelgis^rot. Togarinn »Sur- prise« frá Hafnarfiði var tekinn í landhelgi undir Svörtuloftum fyrir skömmu og dæmdur í 12,- 500 kr. sekt, en afli og veiðar- færi gerð upptæk. Eigandi hans er Einar Porgilsson, skipstjóri Jón Sigurðsson. — Annar togari þýskur var um sama leyti tek- inn við Dyrhólaey og dæmdur í 10 þús. gullkróna sekt, afli og veiðarfæri gerð upptæk. Prentsmiðjan Gutenberg. V etrarbraut. Stjörnuríki. S veipþokur. Lögun. 57. Mestur hluti af þokum rúmsins eru sveipþokur. Skifta þær mörgum hundruðum þúsunda. þær hafa afar- margvíslegt útlit. Stafar það að líkind- um mikið af því, að þær horfa alla- vega við oss. Sjáist á hliðina, þá blasir sveipurinn við. Sjáist á röndina, þá gætir eigi sveipsins. Þokan sýnist þá sporöskjulöguð, löng og mjó. Sumar þokur hafa marga sveipi. Hjer og hvar eru flókar og hniklar. Víða liggja angalijur í ýmsar áttir. Oftast liggja þó tveir. aðalarmar út frá þokubólstri, sem er nálægt miðbiki þokuríkisins. Armarnir eru þó víða bognir og sundur slitnir eða liggja á misvixl. Einna kunnust er Sveipþokan i Veiði- hundi. Hún liggur rjett við endann á rófu Stóra björnsins. Blasir þar sveip- urinn alveg við oss. Andrómeduþokan snýr að oss rönd- inni, að mestu leyti, enda sýnist hún aflöng. Útlit er fyrir mikla ókyrð í sveipum þessum, en fjarlægðar vegna virðist alt* grafkyrt, eins og líkneskjur höggnar í stein. Li trof. 58. Lilsjáin sýnir að sveipþokur eru ekki gasmekkir, heldur stjörnuþyrpingar, svo fjarlægar að alt rennur saman í eÍDa ljósþoku. Vonlaust er að geta talið, eða aðgreint einstakar stjörnur, nema alveg ný áhöld komi til sögunnar. Að eins »nýjar stjörnur«, fá um stund svo mikið ljós- magn, að þær sjáist við og við i bestu sjónaukum. Nýstirni eru alltíð í stjörnu- þokum. Að eins í Andrómeduþokunni hafa sjest 20 nýstirni síðan 1917, og um 10 í öðrum sveipþokum. Mikið djúp. 59. Sveipþokur er fjarstar af öllu sem fjarlægt er. Engin hreyfing sjest á neinu, nema hvað litsjáin sýnir að þær hafa mikinn fallrjettan hraða, þ. e. i áttina að oss eða frá. Nú stendur fallrjett og lágrjett hreyfing stjarna f vissum hlut- föllum, sje tekið meðaltal af nægum dæmum. Ætti því lágrjett hreyfing að sjást í sveipunum, en naumast hefir tekist að sjá bennar minsta vott. Vita menn á þvi að þær geta eigi verið inn- an einhverrar mikillar Qarlægðar, sem til er tekin. Önnur aðferð til þess að fá hugmynd um fjarlægð sveipþoku, er á þessa leið: Búast má við að nýstirni sveipþoka, sjeu álíka björt i eðli sínu og nýstimi Vetrarbrautar. Andromeduþokan ætli þá að gangast fyrir um 0.”ooooos, en af því leiðir að hún er í 650000 Ijósára fjarlœgð. Einnig leiðir af hinu sama, að hún ætti aö vera 23000 ljósár í þvermál. Stórviðburðir einir, svo sem það að heimar brenna, berast yfir þessi djúp. Tuttugu fregnir af þessháttar atburðum, hafa borist til jarðar vorrar á undan- förnum átta árum, frá þessu mikla stjörnuriki. Alt eru þetta löhgu liðnir voða viðburðir, sem hafa gerst fyrir 650000 árum í raun og veru. Ný^tirnl sjást oltlti. 60. Helmingi fleiri nýstirni hafa sjest í Andromeduþoku einni, en í öllum öðrum sveipþokum samtals. Einnig sýnist hún langsamlega stærst. Af þessu álykta menn að Andrómedu- þokan sje tiltölulega nálæg, en að aðrar sveipþokur sjeu svo fjarri að nýstirna verði eigi vart. Mesti hraði efnis. 61. Nýjustu athuganir sýna að sveip- þokur hafa fallrjettan hraða — að oss eða frá — sem uemur að meðaltaliöOO km. á sek. Er þessi hraði þrefalt meiri en meðalhraði stjarna í vetrárbrautinni. Sex þokur fjarlægjast oss með 1000 —1800 km. hraða á sek. Þetta yfirstígur hraða á gasmökkum sólar vorrar, og eigi þekkja menn neitt, að undanteknum öldum Ijósvakans, sem fer með þvilikum flýti. Mön dulsnúningur. 62. Sveipþokur eru furðuverk verald- ar Nýlega hefir orðið vart við möndul- snúning í Andrómetuþokunni og ýms- um fleirum. Að vísu mátti vænta þess, en ávalt sýnir hann að hreyfingin berst að nokkrn leyti út eftir sveipnum, eins og þokurnar sjeu að dreifa sjer. Enginn skilur hvað þessu veldur. Hvar eru sveipþoknrnar. 63. Sveipþokur liggja á víð og dreif uin himingeiminn — óskipulega mjög — en langmest nálœgt möndulsvœðum Velr- arbrautar. Enginn veit hversvegna þær halda sig framar þar en annarsstaðar. 8'veipþoltui* eru fi lelö i brott. 64. Sveipþokur eru lítt viðráðanlegar manniegri athugun og mannlegum skiln- ingi. Bær hafa mesta fjarlægð og mest- an hraða alls efnis og engin hnattkerfi hafa þvílíka víðáttu nema Vetrarbraut- in sjálf. Þá er hitt eigi minna undur aðnæst- um allar sveipþokur eru á leið í brott frá stiörnuveldi því sem við byggjum. Nœstum allar fjarlœgjast Vetrarbraut, með geisi hraða. Stjarnfræðingar nútímans þreyta höf- uð sín og leita allra raka fyrir þvi, hvort sveipþokur lúti alheimi vorum — Vetrarbrautinni — eða sjeu henni óháð- ar með öllu. Vafasamt er hvort nokkru sinni verður leyst úr þvímeð óyggjandi fullvisáu. Asgeir Magnússon.

x

Vörður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.