Vörður


Vörður - 05.06.1926, Qupperneq 2

Vörður - 05.06.1926, Qupperneq 2
I 2 «0000000000000300000000» § 8 O V O lt I) U U kemur ut O Ö álaugardðgum ð ^Ritstjórinn: § g Kristján Albertson Túngötu 18. Simi: 1961. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis. Sími 1432. V e r ð : 8 kr. árg. Gjnlddagi 1. jnlí. 8 8 «0000000000000000000000» liðlega). og er það þó mjög í samræmi við skilning bans á verkum Beethovens; en þeim stjórnar liann best. Beethoven verður norrænn jötunn í hönd- um hans, sterkari og stórfeng- legri, en aðrir gera hann og þó um leið kaldari og stirðari. í*essi Beethoven á ekkert skilt við Vínarborg. Hann er blóð af okkar bióði, viltur, alskeggj- aður teutoni úr þýskum skóg- arfylgsnum. í meðferð Jóns á Weber varð einnig aðalþátturinn ger- manskur. Lyrik Webers, suð- ræna taugin í eðli hans, naut sin því tæplega. En leikur sveit- arinnar í Preziosa-forleiknum var aðdáanlegur, staccato strok- hljóðfæranna, mýkt og festa trjeblástranna, alt svo fullkom- ið og fágað, sem verða má. Frú Annie Leifs Ijek klaver- konsert Mozarts í mjög smekk- legu formi, hreint og stílfast, Andante-hlutann nokkuð kalt, en síðasta hlutann ágætlega. í Mozart sýndi sveitin stíikunn- áttu sína og eríðament, en Jón Leifs stjórnaði undirleiknum hæglátt og þó einbeitt. Sigurhljómar Egmont-forleiks- ins luku kvöldinu. Fagnaðar- látum áheyrenda ætlaði seint að iinna, og munu tónlistar- vinum hjer ahlrei hafa komið kærari gestir, en þessir ibúar gömlu Hansaborgarinnar við Saxelfl. Ósjerplægni þeirra og dugnað hljómstjórans fá engin orð þakkað. Emil Thoroddsen. Flugför Amundsens. Skýrsla Amundsens um flug- förina frá Spitsbergen til Alaska yfir pólinn, hefir nú borist hing- að með útlendum blöðum. Höf- uðatriði hennar eru áður kunn af skeytum. Loftskipið rann yfir pólinn i björtu veðri kl. 2l/i að morgni og fánum Noregs, Ameríku og ltalíu var varpað niður. Fán- arnir voru festir á stengur með broddi á endanum, þær runnu eins og örvar gegnum loltið og stóðu síðan teinrjettar á ísnum. Allir skipverjar tóku ofan með- an þessu fór fram. Fað hafði verið fögur sjón að sjá fánana þrjá blakta yfir hvitri ísbreið- unni. Loftskipið sveimaði nokkra hringa yfir pólnum og síðan var stefnt áleiöis til Point Barrow í Alaska. Nú hieptu þeir þoku og ill- viðri, ís hlóðst á loftskipið og þeim tókst ekki að ná sambandi við neinar útvarpsstöðvar. Var þessum örðugleikum allgreini- lega lýst í skeytunum og þeim hættum sem þeim voru samfara. Viðurhlutamikið var að stefna inn yfir Aiaska í þokunni, vegna þess að loftskipið hefði getað rekist á fjöll, en óraögulegt að átta sig á því hve langt væri komið. Loks náðist þó sam- band við útvarpsstöð og var þá hægt að reikna út afstöðu alla og taka land eftir 71 klst. flug. Á leiðinni höfðu þeir fjelagar einkis svefns notið en nærst á smurðu brauði, soðnum eggj- um og köldum kjötbollum (»fri- kadellum<<). Kaffi höfðu þeir með sjer á 2 vermiílöskum og var það eina heita næringin sem þeir veittu sjer á leiðinni. Marokkó stríðinu lokið. Abd-el- Krim hefir gefist upp ásamt öllu fylgiliði síau. Hann verður gerð- ur útlægur úr löndum Moham- medstrúarmanna. Allir þeir fang- ar, sem voru í höndum Frakka og Spánverja hafa verið látnir lausir. Muir-jökiill í Alaxka liggur á þeim slóðum þar sem Amundsen ætlaði að lenda loftskipi sínu. Landslag á norðurströnd Alaska er með afbrigðum fagurt og stórhrikalegt. Muir-jökullinn er 16 —17 þús. fet á hæð. Skrið- jökulsbreiðan sem teygir sfg fram í sjóinn rís 300 fet frá hafsfleti og færist fram um 45 fet á dag, með braki og brestum. Búnaðarmálastjórastaðan er laus til umsóknar. Byrjunarlaun kr. 4500, hækk- andi á 3 ára fresti um kr. 500 upp í kr. 6000 á ári. Umsóknarfrestur til 1. sept. næstkomandi. Stjórn Búnaðarjjelags Íslands. England. Enn hafa engar sætt- ir orðið í kaupdeilu námamanna og þykir ástandið í landinu fara versnandi. Prinsinn af Wales hefir sent bjálparsjóði náma- manna peningjagjöf. Ljet hann þau orð fylgja, að þjóðin stæði í þakkarskuld við námamenn- ina. Lýsir hann samúð sinni með fjölskyldum þeirra og telur þau málalok ill, ef þeir neyðist til að gefast upp vegna kvenna siuna og barna. Álit manna er, að bréfið muni hafa sterk áhrif á almenningsáiitið, til fylgis við námamenn, og þá einnig stuðla að því, að jafuvel efnaðri stjett- irnar verði andvígar námaeig- endum, er hóta því í yfirlýsing- um sínum, að barist skuli uns annarhvor aðili lúti algerlega í Iægra haldi. Ungverjaland. Dómur er fallinn í seðlafölsunarmálinu mikla. Windisch-Graelz prins og Naadssy lögreglustjóri voru dæmdir i 4 ára íangelsi, hinn fyrnefndi, en 3 hinn síðarnefndi. heir missa og öll borgaraleg réttindi. Sektir þeirra námu tíu miljónum. Fjöldi manna, er voru meira eða minna leyti við mál þetta riðnir, fengu vægari hegningu. Japan Eldgos og jarðskjálftar urðu í Tekacki í Japan í lok maí. Stór landsvæði eyðilögðust og fjöldi manns beið bana. Eld- fjallið Biyci, sem ekki hefir gosið öldum saman, gaus þrisvar og varð hraunflóð svo mikið að ár stífluðust, fllóðið æddi yfir borg- ir, og hundruð manna fórust en þúsundir særðust. Frá Isafirði er simað 1. þ. m.: Taugaveikissjúklingar eru 40 í bænum og 9 í firðinum, 3 dán- ir, engin ný tilfelli siðustu 2 daga. Inflúensa gengur hjer, og liggja margir. Barst hún bingaö með Goðafossi. — Kuldatíð. At- vinna og verslun í dái. I Stjórmaálalegt llutlejsi samvmnunnar á Norðurlöndum. Kaflar þeir, er hjer birtast í þýðingu, eru úr fyrirlestrum, er haldnir voru á alþjóðasam- vinnumótinu í Helsingjaeyri í fyrra sumar. Heh jeg valið þá kafla fyrirlestranna, er fjalia um stjórnmálalegt hlutleysi sam- vinnunnar. Einnig læt jeg hjer fylgja stuttan kafla úr Sögu neytenda- samv.fjelaganna eftir Inge Debes. Er bók þessi gefin út af Lands- sambandi samv.fjelaganna í Noregi 1925. há hefi jeg einnig tekið hjer með grein eftir pro- fessor Ferdinand Tönnies, er »Konsumentbladet« í Stokk- hólmi flutti 13. mars þ. á. Þar sem auðkend eru einstök um- mæli, þá hefi jeg gert það. Samvinnan í Svíþjóð. Eftir Axel Gjöres. ». . . í árslok 1923 skiftust Qelagar samvinnufjelaga þeirra, er mynda K. F. (sambands samvinnufjelaga) svo sem sjest á töflu þessari, er sýnir hundr- aðstölu hverrar stjettar fyrir sig: Iðnaðarmenn og aðrir verkamenn......... 49,4°/« Bændur............... 18,4°/« Vinnumenn í sveit . . . 5,4°/0 Handiðnamenn.......... 8,4°/o Embættismenn......... 10,4°/o Fjelög ýmiskonar .... 0,9°/o Aðrir................. 7.1'Vo 100,0°/o í þessu sambandi er ekki ómerkilegt að nefna, að hag- skýrslur, sem nýlega hafa verið gerðar fyrir neytendafjelagið í Stokkholmi, sýna, að allar stjettir manna í borginni taka yfirleitt hlutfallslega jafnan þátt í fjelögunum. í þessa átt stefnir alstaðar í landi voru, og er það gleðiefní, þoi i eðii sínu er sam- vinnan ekki flokks eða stjeHa- mál, heldur á hún að ná jafnt til allra meðborgara. Pessi pró- un er þeim mun gleðilegri, sem aldrei hefir orðið vart neins stjettarígs innan stefnunnar i landi voru, heldur hafa allir, án tillits til hagsmuna sinnar stjett- ar eða pólitískra skoðana getað sameinast um siarfið i þágu samvinnustefnunnar . . .« Samviunuhreyflngia meðal danksra hænda. Eftir A. Axelsen Drejer. ». . . Jeg vil ennfremur nefna, sem sjerkenni á dönsku sam- vinnuhreyfingunni, hið stranga hlutlegsi, er hefir einkent starj- semina frá bgrjun. Jeg veit raunar vel, að alþjóðasamvinnu- hregfingin telur hlutlegsi eitt af aðalatriðunum, en jeg þekki um leið af reynslu þá erfiðleika, sem eru saibfara því að halda þessu grundvallaratriði til streitu. Meðal danskra samvinnumanna hefir það tekist öll þessi ár, að menn með gerólikar stjórnmála- skoðanir hafa getað starfað sam- an i hverju samvinnufjelagi fgrir sig. / stjórn margra fjelaga eru jafnaðarmenn og íhaldsmenn og eflir því sem timar hafa liðið liefir nœstum því borið enn meir á algerðu stjórnmálahluttegsi. Með þessu hlutleysishugtaki eigum vjer við fjelaga vora, sem eru af öllum stjettum. Meðal land- búnaðar-samv.fjelaganna hefir einkum verið kept að því og það áunnist, að skapa jafna aðstöðu fyrir mismunandi stór- ar landeignir og hefir þetta orðið til þess, að samsleypur voiar meðal smjörbúa, slátur- húsa o. s. frv. hafa náð til stærri sem smærri búa. Pað heftr verið sjerkenni danskrar samvinnuhregfingar, að aldrei hefir verið barist fgrir hagsmun- um einnar stjettar gagnvart annari og gfirleitt hefir hugtakið »stjettarbarátta«. aldrei verið nefnt, heldur verið reynt að skapa jöfn skilyrði fyrir alla eignaflokka og hefir þá ei verið sókst eftir því, að einn verði öðrum yfirsterkari, heldur að fjárhagsleg vinnuskilyrði allra bötnuðu og yrðu jöfn . . .« Neytendafjelögin í Danmörku. (Uppruni þeirra, þróun, þegn- fjelags- og þjóðernisgildi þeirra) eftir Fr. Voigt. ». . . Í fjelögum vorum er ei spurt um stjett eða slöðu, um skoðanir eða álit manna, hvorki um stjórnmálaskoðanir, trúmála- eða þjóðfjelagsmála. Fjelög þessi hafa frá fgrstu bgrjun veriðhlut- laus í þjóðfjelagsmálum og and- legum málum og þau hafa gcett þessa hlullegsis bceði á friðsöm- um og róstusömum timum fram á þenna dag. Petía hefir stgrkt samlyndið og samheldnina og mun vœntanlega gera framvegis. þess vegna hefir Ijelögum þess- um tekist, einkum til sveita, en þó einnig að verulegu leyti í kaupstöðum, að sameina og tengja menn af öllum stjeltum og með afarmismunandi lífsskoð- anir, þekkingu og reynslu; jarð- eigandinn og hjáleigubóndinn, embættismaðuiinn oghandiðna- maðurinn, prófessorinn og dag- launamaðurinn, eru sammála um það, að samlyndi þeirra og samheldni um samvinnufjelags- skapinn sje bæði gagnlegt og á- nægjulegt, og þeir hafi allir gagn af fjelagsskapnum og einkum þó þeir, er minst mega sín, aðþeirra gagn verði mest, er hafi mesta þörfina, og að fjelagsskapur þessi sje ekki að eins fögur hug- sjón, heldur raunveruleg og gleðileg síaðreynd '. . .«

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.