Vörður


Vörður - 31.07.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 31.07.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R þeim standa, kæmu betra skipu- lagi á þau. Fjelagsmenn eiga að æfa sig vel heima undir mótin. Minst % mánuði fyrir mótið eiga þeir hvér um sig að hafa fje- lagsmót heima hjá sjer, og velja þar sina bestu menn í hverri grein til að keppa á hjeraðsmót- inu fyrir fjelagið. Nöfn þessara manna, aldur þeirra og í hverju þeir eiga að keppa, skulu fje- Iagsstjórnirnar þegar í stað senda hjeraðsstjórninni. Býr hún þá út leikskrá fyrir mótið, og lætur vjelrita hana eða prenta. Þá skal hjeraðsstjórnin hafa sjeð fyrir öllum nauðsynlegum starfs mönnum og starfsáhöldum fyr- ir mótið, og skýrslum á leik- vanginum. Þið skuluð sanna, að með þess ari aðferð fáið þið miklu fleiri góða íþróttamenn og betur æfða, margfalt betri árangur á mótinu í öllum greinum, og svo verða mótin skemtilegri. Sjerstaklega þó, ef þið reynið að velja þannig keppendur ykkar, að hlaupin og stökkin geti farið fram á meðan gliman stendur yfir. Það gefur áhorfendum meiri fjölbreytni fyrir augun og athyglina. Frh. Kirkjuhljómíeikar Páll ísólfsson hefir nú lokið tveim fyrstu hljómleikum sín- um, þeim er hann ætlar að halda i mánuði hverjum. Fyrsta hljómleik sinn hjelt hann 27 júní s. 1. Aðsókn var ágæt. Efni hljómleiksins var á þessa leið: Bach: Toccata og fuga, d-moll. — Kóralspil: ó, hve mig leysast langar. — Passacaglia og fuga, c- moll. Boellmann: Priére á Notre Dame. Dame. Bannet: Variations de Concert. Einsöngvar: Frú Erica Darbo. Hljómleikar þessir þóttu tak- ast ágætlega i alla staði, bæði einsöngurinn og orgelverkin. Öll verkin eftir Bach hefir Páll spilað hjer nokkrum sinnum áður og hafa eigi svo fáir tón- listarvinir notað hvert tækifæri til að hlusta á þau, enda eru þau hvert öðru fegurra. Nú hljómuðu þau í fyrsta sinn í allri sinni dýrð, frá hinu nýja og fullkomna orgeli fríkirkj- unnar. Öll þess háttar verk verða menn að heyra mörgum sinn- um, til þess að geta notið þeirra til fulls. Verk þessi eru sigild, en einkenni alls þess er, að feg- urð þess er aldrei tæmd. Nú hafa verk þessi lifað yfir 200 ár og eru enn i dag hvarvetna flutt meðal hins besta og háleit- asta, sem til er í heimi sönglist- arinnar, og svo mun verða með- an trú og tilbeiðsla á sjer ítök i sálum mannanna. Annar hljömleikur var flutt- ur 22. þ. m. Aðsókn var góð. Viðfangsefni voru: Bach: Preludium og tripelfuga, es-dúr. Mendelsohn: Andante tranqu- illo. Reger: Toccata og fuga (d-moll) og (d-dúr.). Gagnfræöakenslu hefja undirritaðir aptur 1. október í haust og verður að þessu sinni kent í tveimur bekkjum, fyrsta og öðrum. Námsgreinar og stundafjöldi hinn sami og í sömu bekkjum hins Almenna mentaskóla (íslenska, danska, enska, sagnfræði, stærðfræði, landafræði, náttúrusaga, dráttlist og eðlisfræði) og verður alt miðað við það, að nemendurnir verði færir um að ná gagnfræðaprófi við þann skóla. Kensla stendur til 30. mai, og verða próf haldin um miðjan vetur og í lok kenslutímans. Til kenslu verða teknir piltar og stúlkur á hæfilegum aldri, sem hafa venjulega barnaskólaþekkingu, eru heilbrigð, og setja tryggingu fyrir greiðslu kenslukaupsins kr. 35.00 á mánuði er greiðist fyrir fram við hver mánaðamót. Þeir, sem kynnu að vilja setjast i annann bekk sýni auk þess, að þeir hafi næga þekkingu i fyrsta bekkjar námsgreinum. Menn gefi sig fram við meðundirritaðann Guðbrand Jónsson, Lindargötu 20 B. Guðbr. Jónsson. Sigfús Sigurhjartarson. Jón Leifs: Forleikur að sálmin- um: Grátandi kem jeg nú guð minn til þín. César Franck; Choral pour grand orgue, a-moll. Hr. Óskar Norðm.: Einsöngvar. Hljómleikur þessi var að öllu leyti vel af hendi leystur og vel til hans vandað. Verk Bachs pg Mendelsonns eru gömul og sigild og bæði mjög fögur hvert á sína vísu. Toccata og fuga eftir Reger er aftur nýtísk, en þó með svipuð- um blæ og kirkjutónlist Bachs, og er það í heild sinni afar fag- urt og mikið verk. Forleikur Jóns Leifs lætur vel i mínum eyrum og virðist mjer hann i besta samræmi við hinn dapra og auðmjúka sálm, sem hann er saminn við. Verk Césars Franck hefir ný- tískublæ með ótal hljómbrigð- um og er í heild sinni mjög við- hafnarmikið og fjölskrúðugt tónverk. Einsöngvarnir fjellu mjer á- gætlega að öllu öðru leyti en því, að þeir voru allir sungnir á út- lendum málum, svo sem nú er mikið tiðkað. Jeg álít að söngv- arar vorir ættu að fá, þó eigi væru nema lauslegar þýðingar yfir söngva sina. Söngvar á er- lendu máli njóta sín ekki til fulls, en vera má að þýðing sje nokkrum örðugleikum bundin. Óskar Norðmann er að mín- um dómi einn af vorum allra bestu söngvurum og ber margt til þess: Röddin er mjög fögur og vel tamin, en látlaus með öllu, og framburður orðs- ins er svo góður sem hann get- ur bestur orðið. Mjer sagt, að ó. N. sje eigi mjög mikið „lærð- ur" söngvari. Jeg get vel trúað því. En söngur hans er lifandi dæmi þess, hve sjálfsmentun getur náð mikilli fullkomnun, þegar miklar gáfur og ástundun fylgist að. Páll Isólfsson er aðallega Bachs-spilari, eins og kallað er. — Því er svo varið að í heimi tónlistarinnar skifta menn verk- um Hkt og ððrum starfssvið- um mannlífsins. Hljóðfæra- meistar ástunda oftast nær. verk eins höfundar öðrum fremur, þvi að mestu andans menn í tónlistarheiminum hafa látið eftir sig liggja þá gnægð and- legra auðæfa, að eigi veitir a'f æfi manns til að kanna þau til hlítar, og fá svo á vald sitt að aðrir geti notið þeirra til fulln- ustu. Nú er það von allra þeirra, sem hljómlist unna, að hljóm- leikar þessir geti haldist, þrátt fyrir fámenni vort, því að þeir eru ein af hinum mörgu og virðingarverðu tilraunum til þess að opna þjóðinni nýja heima og hefja og göfga anda hennar. Á. M. Kristján Albertson ritstjóri var meðal farþega á „Gullfossi" hjeðan á mánudags- kvöldið. Ætlar hann að sitja fund norrænna blaðamanna í Málmey snemma í næsta mán- uði, en siðan alþjóðafund blaða- manna, sem haldinn verður í Genf i septembermánuði. Gerði hann ráð fyrir, að verða í ferð þessari þangað til í byrjun októ- bermánaðar. 1 f jarveru hans ann- ast Árni Jónsson frá Múla út- komu blaðsins og eru menn beðn- ir að snúa sjer til hans með greinar og annað, sem birtast á í blaðinu. — Heimilisfang: Brattagata 6, Reykjavík. Sveinn Björnsson sendiherra og fjölskylda hans fóru utan með „Gullfossi" siðast. Tekur Sveinn nú aftur við sendi- herrastarfinu í Kaupmannahöfn. Fiskarnir heitir vísindarit mikið, sem ný- komið er út, eftir Bjarna Sæ- mundsson. Er bókin XVI + 528 bls. í stóru 8 bl. broti. — Svo farast Pálma Hannessyni orð um bók þessa í Morgunbl.: Höfundur bókarinnar er mik- ils lofs verður fyrir alt sitt staf í þágu islenskrar fiskifræði, en mest þó fyrir þessa bók, sem jeg tel tvímælalaust besta rit, sem nokkru sinni hefur komið út um íslenska dýrafræði, rit sem jafnast fyllilega á við bestu fiskifræðirit annara þjóða á Norðurlöndum og sannarlega er það sjaldgæft að líkt megi segja um önnur rit; sem hjer koma út. Síldveiðin hefir gengið stopult vegna ógæfta. Einnig hefir ill- kynjuð kvefpest gengið á skipun- um, *svo sum hafa orðið að liggja á höfnum marga daga. Mest af Alþýðuskólinn á Hvítárbakka. Skólinn starfar frá veturnóttum til sumármáta (skóli settur fyrsta vetrardag). Námsgreinar eru þessar: Islenska, danska, enska„ tölvisi, Islandssaga, mannkynssaga, fjelagsfræði, landafræði, nátt- úrusaga, eðlisfræði, siðfræði, söngur, leikfimi, og hannyrðir. Þýska er og kend og bókhald, þeim er óska. Heimavist er í skólanum og kostaði fæði og þjónusta kr. 1,70* á dag fyrir pilta og kr. 1,33 fyrir stúlkur síðastliðinn vetur. Skóla- gjald var kr. 75,00. Fá nemendur fyrir það kenslu, húsnæði, Ijös og hita. Var þá allur hinn beini kostnaður pilta í vetur til jafnaðar kr. 384,00 og stúlkna kr. 317,00 (bækur eru þó eigi reiknaðar með). Eldri nemendur og nýnemar, sem óska inntöku í skólann næsta vetur, sendi umsóknir sínar fyrir 1. okt. n. k. Inntökuskilyrði eru þessi: a. Umsækjandi sje 16 ára gamall; þó getur skólastjóri veitt undanþágu frá þessu, sje umsækjandi fullra 14 ára. b. Umsækjandi sje eigi haldinn neinum næmum sjúkdómi. c. Umsækjandi hafi óflekkað mannorð. d. Umsækjandi hafi öðlast þá mentun, sem krafist er til fulln- aðarprófs í fræðslulögunum. e. Umsækjandi leggi fram sikrnarvottorð og bólusetningar og yfirlýsingu frá áreiðanlegum manni um ábyrgð á greiðslu þess kostnaðar, er skólaveran hefir í för með sjer. Nemendur þurfa að leggja sjer rúmfatnað (rúmunum fylgir dýna og heykoddi), handklæði, mundlaugar, sápu, skóáburð, skó^ bursta, fatabursta og því um líkt. Umsóknir sendist undirrituðum eða Andrjesi Eyjólfssyni i Síðumúla (símleiðis). Þeir gefa og allar nánari upplýsingar. Hvitárbakka, 16. júni 1926. G. A. SVEINSSON Iþróttanámsskeið. verður haldið hjer í Reykjavik, frá 1. nóvember n. k. tiF 1. mars 1927, að tilhlutun Iþróttasambands íslands og; Sambands Ungmennafjelaga íslands. Námsgreinar eru þessar: Fimleikar, sund, glímur, knattspyrna, einmenn- ings úti-íþróttir, útileikir, heilsufræði, Mullers-æfing- ar og víkivakar. Kenslan verður bæði munnleg og verk- leg, og sjerstök áhersla lögð á að gera nemendurna hæfa til a& kenna. Einnig verður veitt tilsögn í því, hvernig halda á leikmót og mæla leikvelli fyrir mót. Að minsta kosti 20 menn verða að gefa sig fram á námskeiðið. Kenslugjald er 75 krónur fyrir allan tímann* Þeir iþróttamenn, sem sendir eru frá fjelögum innan í. S. 1. og: U. M. F. í,. gangá fyrir öðrum umsækjendum. Umsóknir og ábyrgð tveggja manna fyrir öllum greiðslum við> námskeiðið sjeu komnar, eigi síðar en 1. október n. k., til hr. Jóns íþróttakennara Þorsteinssonar frá Hofstöðum (Mullerskólanum í Reykjavík), sem veitir námskeiðinu forstöðu. Hann útvegar nem- endum einnig fæði og húsnæði, ef þess er óskað. Á þessu námskeiði kenna bestu iþróttakennarar vorir. Stjórn Iþróttasambands íslands. þeirri sild, sem veiðst hefir, hef- ir farið í bræðslu. I Akureyrar- umdæmi hafa að eins verið salt- aðar 1510 tunnur. Fyrsti verulegi þurkdagur nú i hálfan mánuð í dag og hefir bændum tekist að "bjarga töðu sinni, sem lá undir skemdum. 1 Öxnadal hafði taða skemst til muna á sumum bæj- um. Og svo mun víðar, þó ekki hafi til spurst enn. Óþurkarnir munu hafa verið mestir í dölum inn til fjalla. Síðustu símfregnir. Símað er frá London, að for- ingjar verkalýðsfjelaganna sjeu í vandræðum, þar eð margir námumenn sjeu farnir að vinna, án þess að skeyta boðum þeirra. Cook, foringi námumanna, telur sig fúsan til þess að semja. nm ný launakjör. Kaupmannahöfn, FB. 26. júlí. Símað er frá Moskva: Hæg- i'ara meirihluti kommunista- flokksins vikur Sinovjev frá, „politisk bureau", Lasjsvitsj hót- að útilokun, nema hætti andvigri starfsemi. Kaupmannahöfn, FB. 27. júlí. Simað er frá Paris, að Poin- care hafi lagt nefndarálit sjer- fræðingannna til grundvallar fyrirætlunum sínum í fjárhags- málinu. Sennilegt er talið, að lagðir verði á nýir óbeinir skatt- ar, sem afli ríkissjóðnum upp- hæð, er nemi hálfum þriðja miljarð franka. Ennfremur ætla menn, aff tekjusköttunum verði breytt svo, að iðnaðinum verði Ijettir að, og að skattar lækki á þeim hluta verkalýðsins, sem verst er launaður. Kauprnannahöfn, FB. 28. júlú Símað er frá París, að Drús- ar hafi óvænt gert snarpa árás á Frakka nálægt Damaskus. Af Frökkum fjellu 50 menn, ert 100 særðust. Tveir flugmenri! brunnu lifandi i nauðalendingu.. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.