Vörður


Vörður - 02.10.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 02.10.1926, Blaðsíða 2
V O R Ð U R VORÐUR kemur út á laugardögum. Ritstj órinn : Kristján Albertson, Túngötu 18. — Sími: 1961. Af greiðslan : Hverfisgötu 21. Opin 5—7 síðdegis.—Sími: 1432 Verð : 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. ið en tapar á fjórða árinu 25 þús. kr. og hefur þannig greitt 60 þús. kr. á þessum 4 árum, alyeg eins og hitt fjelagið. Hvað mundu nú þessi fjelög greiða í tekjuskatt eftir gildandi ísl. lögum? Svarið er ótrúlegt, en þó satt. Erlenda fjelagið greiðir 8600 kr. en ísl. fjelagið 39000 kr., eða nær fimmfaldan skatt. Svona gífurlegur munur er á skatt- gjaldinu eftir þvi, hvort afkoman er jöfn eða ójöfn frá ári til árs. Þetta dæmi sýnir glögt, að ekkert vit er í því, að ætla f jelög- um hjer á landi að greiða skatt eftir sama skala og fyrirtækj- um erlendis, hvað þá eftir alt að 75% hærri skala, svo sem nú er. Þess er nú að vænta, að hugs- andi mönnum blandist ekki hug- ur um, að skattur umræddra hlutfjelaga er óhæfilega hár. Er það þeim mun viðsjárverðara, sem þau eru flest ung og fátæk, en mörg hrein þjóðþrifafyrir- tæki, íslenska ríkinu svo nauð- synleg, að með öllu er óhugsandi að ríkissjóður gæti aflað fjár til árlegra þarfa, ef þau legðust nið- ur. Og þeim mun síður er ástæða í'yrir oss íslendinga að níðast á hlutafjelögunum, sem við erum öðrum þjóðum fátækarí, og verðum því öðrum fremur að nota hlutafjelögin til að hrinda þjóðþrifafyrirtækjum í fram- kvæmd. Þetta mun hafa verið lands- stjóriiiimi Ijósl, og það vakti vafalaust fyrir henni, að rjetta þessum f jelögum eitthvert örlítið brot af því sem rjettlæti og hag- sýni kröfðust. En örðugur fjár- hagur ríkissjóðs mun hafa vald- ið því, að stjórnin taldi sjer eigi fært að ganga lengra í bili. B. Háværar deilur hafa staðið um það, hver hlunnindi umrædd breyting mundi hafa reynst hlutafélögunum. Hafa ýmsir öfgamenn orðið sér til rækilegr- ar minkunar í þeirri sennu, og má þar fremstan nefna Jónas frá Hriflu. Hjelt hann því fram í Tímanum 23. maí s. 1. ár, að stjórnin hefði ætlað að gefa nokkrum gjaldendum 600 þús. krónur. Honum sást þá yfir í svipinn, að sjálfur hafði hann, rúmum tveim vikum áður, und- irritað nefndarálit, sem alveg fór í bág við þessa fullyrðingu hans. Hafði hann þá sagt sem var, að „allmikið kæmi þó í ríkissjóðinn aftur" af þessum 600 þús. krón- um. Honum var bent á þetta, en of seint, því að nú var hann bú- inn að fullyrða hitt. Hann greip þá til síns venjulega vopns, að halda áfram að staðhæfa ósann- indin, í þeirri von, að einhver tryði sjer. 1 þetta skifti mun Jónasi þó hafa brugðist boga- listin, því að flestir vita nú fyrir löngu, að hann fór með stað- lausa stafi. í þessu máli, sem öðrum, er þeim sem vilja vita hvað sannast er^og rjettast, þýðingarlaust að snúa sjer til Jónasar frá Hriflu. Aftur á inóti gefa ræður Sveins í Firði glögga hugmynd um mál- ið. Hann var höfuðandstæðing- ur stjórnarfrumvarpsins á þingi 1925 og hafði framsögu fyrir hönd andstæðinga þess. Hann játaði hreínskilnislega, að ástæð- an til andstöðu sinnar, væri sú, að hann vildi ekki ívilna f je- lögunum sem hlut áttu að máli og hann sýndi fram á, hverju í- vilnunin næmi. Hún mundi hafa Landssíminn tuttugu ára. Hinn 29. f. m. voru liðin 20 ár frá því að Landssimi íslands vár opnaður. Þykir hlýða að atburð- ar þessa sje minst örfáum orð- um, því að hiklaust má telja hann einhvern merkasta við- burðinn í sögu vorri. Símasambandið við umheim- inn olli þvílíkum breytingum á högum vorum sem þeim, er veíða á högum bóndans, er flyt- ur af öræfum ofan í dalinn, úr óbygð í sveit. Alt til þess tíma hafði land vort verið rjettnefnd- ur hjari veraldar. Nú fluttumst vjer inn í umhverfi alls menn- ingarheims, inn í hringiðu við- burðanna. Ekki gat hjá því far- ið, að gerfi vort tæki nokkr- um breytingum. Þegar snögg umskifti verða á högum þjóð- ar fer ávalt nokkurt verðmæti forgörðum. Um það er ekki að fást, ef annað betra fæst í stað- inn. Þegar sá jafnaðarreikning- ur er gerður upp, hlýtur hver heilskygn maður að játa, að símasambandið við útlönd og símakerfið innlenda, hafi mark- að einhver drýgstu heillasporin á framsóknarbraut islensku þjóðarinnar. Atvinnulífinii i landinu varð síminn sannkölluð lífæð. Án hans er óhugsandi að atyinnu- lífið hefði tekið jafn snöggum og stórfeldum framförum. En án umbóta á atvinnusviðinu hefðu óhugsandi verið allar hinar miklu framfarir, sem hvarvetna blasa við. Þegar litið er yfir veg- ina, brýrnar, vitana, sjúkrahús- in, Háskólann, söfnin, eimskip- in, verður að játa, að margt af þessu væri ógert, ef simann vant- aði. Símamálið hafði verið á döf- inni hjer á landi öðru hvoru frá því um miðbik síðustu ald- ar. Hvað eftir annað hafði það verið til meðferðar á Alþingi, en alltaf verið kæft. Menn sáu, að um geysimikið kostnaðaratriði var að ræða. Sú hliðin var öllum ljós. Hin hliðin, hver hagur landsmönnum væri að símanum lá ekki eins ljóst fyrir. Tor- trygnin varð altaf framtaks- seminni yfirsterkari. Það þurfti stórmenni til að hrinda þessu jafngilt um 10% af skattgjaldi fjelaganna, en það samsvarar því, að þessir gjaldendur mundu hafa greitt 2900 króna minni skatt 1922 en þeir hafa gert, en 4700 á árinu 1923 og 91 þús. kr. á veltiárinu 1924. Er fróðlegt að bera þessa skýrslu eins merkasta Fram- sóknarmannsins á landinu, sam- an við fullyrðingar Jónasar. Sé einhver óstimplaður depill á enni Jónasar ætla jeg hann til afnola Sveini í Firði, vegna um- mæla Jónasar í þessu máli. II. Hjer hefir nú verið sýnt að frv. stjórnarinnar var réttarbót til handa þeim aðilanum, sem átti við þyngst kjörin að búa, svo þung, að hvergi þekkjast dæmi til slíkra skattþyngsla og að skatttilslökunin var svo lítil, að stjórnin mundi fyrir það sæta hallmælum flestra, ef hún hefði eigi sjer til afsökunar þá stað- reynd, að ríkissjóður bjó þá s\o báglega, að eigi þótti fært að skerða tekjur hans svo neinu næini. Samt hafa andstæðingar Ihaldsflokksins gert þetta frv. stjórnarinnar að höfuð árás á flokkinn og reynt fram til hins ítrasta áð blekkja almenning með því að fullyrða, að stjórnin hafi ætlað alveg að ástæðu- og nauðsynjalausu að gefa fáum mönnuin mörg hundruð þúsund krónur. Skal nú að sinni útrætt um þetta. Jónas og „Tíminn" eiga valið að lýsa Svein í Firði ó- merkan eða lækká sjálfir seglin. Ólafur Thórs. Hverjum á að trúa? Það lítur út fyrir að 1. desem- ber megi teljast öðrum dögum fremur heilladagur í sögu vorri. Hinn 1. desember 1918 fengum við loks fulla viðurkenninu sjálfstæðis vors. Þar með var máli áleiðis. Þá kom Hannes Hafstein til sögunnar. — Um aldamótin var vaknaður töluverður áhugi á simasam- bandi við útlönd. En þá gerði Marconi hina stórmerku upp- götvun sina urbi' þráðlausa skeytasendingu. Varð nú deilan háð um það, hvort leggja skyldi síma eða bíða þess að loft- skeytin fullkomnuðust svo, að þau þyldu samkepnina við sím- ana. Hversvegna mátti málið ekki biða? Hvað munar um fá- ein ár í lífi heillar þjóðar? Þann- ig var röksemdafærsla andstæð- inga Hannesar Hafsteins. Og í andstæðingaliði hans voru marg- ir gáfaðir menn og harðsnúnir, svo sem Skúli Thoroddsen og Björn Jónsson. Deilan um síma- málið er líklega heítasta stjórn- máladeilan, sem háð hefir verið hjer á landi. Hannes Hafstein var fæddur foringi. Hann var alt í senn, djarfhuga framkvæmdamaður, hugsjónamaður og skáld, sam- vinnuþýður og undanlátssamur um smámuni og minni háttar atriði, en fastur sem bjarg þegar hagga átti við grundvelli máls- ins. Ekkert nema óbilandi endi bundinn., á deilu þá, sem eytt hafði kröftum þjóðarinnar um marga áratugi og dreyft huga hennar frá ýmsum nauð- synlegum umbótum innanlands. Sex árum siðar, hinn 1. desem- ber 1924 skipaði Búnaðarfjelag íslands nefnd þá, sem undirbúa átti einn þátt þess starfs, seih heillavænlegast mun verða til viðhalds og eflingar sjálfstæði voru, en það er viðreisn land- btinaðarins. Til þess voru valdir þeir Halldór Vilhjálmsson á Hvanneyri, Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri og Thor Jen- sen útgerðarmaður. Allir þessir inenn voru landskunnir fyrir þekkingu og áhuga á landbún- aðarmálum. Öllum kom saman um, að þeir væri vel valdir. Eng- um datt í hug að efa, að þessir menn væri ekki færir um að Jeysa þann vanda, sem þeir tók- ust á hendur. Hlutverk nefndarinnar var að „athuga og koma með tillög- ur um, hver ráð myndi tiltæki- legust til þess að bæta úr hinni brýnu Iánsþörf landbúnaðarins". Kröfurnar um lánsstofnun land- búnaðinum til handa höfðu þá verið bornar fram um margra ára skeið, og urðu sjerstaklega háværar eftir að útlánsvextir bankanna komust í algleyming. Arangurinn af starfi þessarar nefndar var frumv. það, sem lög- in um Ræktunarsjóðinn byggj- ast á í öllum aðalatriðum. Þó var gert ráð fyrir hærri brjefa- vöxtum í frumv. nefndarinnar, heldur en samþykt var að lok- um. Sjóðnum var hinsvegar trygt nálega sama starfsfje og nefndin hafði farið fram á, þótt fjáröfl- unin væri með nokkuð annari tilhögun. II. Það er fróðlegt að taka upp nokkur ummæli þessara manna, sem þekkinguna og reynsluna hafa á sviði landbúnaðarins og bera þau samah við ummæli þeirra, sem með öllum hroka traust hans sjálfs á sigur rétts málstaðar og óbilandi traust fylgismanna hans á málefninu og foringjanum, gat reist rönd við jafn öflugri og harðskeyttri mótstöðu sem þeirri, er hann átti í höggi við. Mótmælin voru ekki órökstudd. Sigur Hannesar Hafsteins í símamálinu byggist á því, að hann sá það sem öðr- um var hulið, hann fann það, sem ekki varð nálgast með yfirvegun einni og hversdags- viti. Hann var, spámaður þjóðar sinnar. Þótt síminn væri kominn á og viðurkenning þjóðarinnar feng- in á mikilvægi hans fyrir at- vinnuvegi landsins var það svo, að í byrjun gerðu menn sjer al- ment litlar vonir um, að beinn hagur yrði af rekstri hans. Jafn- vel sumir ákveðnir fylgismenn símans munu hafa verið von- daufir um það að hann mundi verða ríkinu bein tekjulind, hvað þá heldur jafn mikil tekju- lind og raun hefir á orðið. En þegar á rekstur símans er litið verður að þakka Forberg lands- símastjóra alt hið mikla og ó- sjerhlífna starf, sem hann héfir unnið í þágu stofnanarinnar. Það mun varla ofsagt, að For- veitast a$ vanþekkingarinnar slofnun þessari. Nefndin segir: „Vjer verðum að stöðva strauminn úr sveitunum, rækta þær og byggja, svo þar verði líf- vænlegt fyrir hina uppvaxandi kynslóð". „Sómi vor og heiður byggist á því, að vjer ræktum og byggj- um landið, svo að það gefi oss og niðjum vorum lífsskilyrði, sem menning og manndáð heimta af þjóð, sem er á framfaravegi, og sem þykist vera af góðu bergi brotin. Til þess að ná þessu takmarki þarf stuðning alþjóðar. Einn liður í þeirri starfsemi er hent- ug lánsstofnun fyrir þá, sem vilja rækta og byggja landið. Grundvöll að þeirri stofnun vill nefndin leggja með tillögum sínum. Þetta er sú hugsjón, sem fyrir oss hefur vakað". „Vjer viljum koma upp öfl- ugri stofnun, sem styður að því, að vjer náum takmarkinu, sem útvegar öllum þeim, sem vilja leggja hönd á plóginn — rækta og byggja landið — starfsfje með hagfeldum kjörum". „Ef hugsjónir vorar rætast, munu sveitir landsins taka mikl- um breytingum. Þær verða betur ræktaðar, betur bygðar og feg- urri en nú, yfir höfuð að tala vistlegri fyrir hina ungu og upp- vaxandi kynslóð. Færri munu leita úr sveitunum, og vel gæt- um vjer trúað því, að eftir 50 ár væri hálfu fleira fólk en nú í sveitum landsins, og skilyrðin væri breytt svo, að afkoma fólksins væri betri". Að endingu lýsir nefndin yfir þeirri trú sinni, að Ræktunar- sjóðurinn „muni ná þvi tak- marki, að hugsjónir vorra allra muni rætast fyrr eða síðar á komandi árum". Þessi litli útdráttur úr áliti Búnaðarfjelagsnefndarinnar gef- ur nokkra hugmynd um vonir þær, sem í hugum þessara manna eru bundnar við láns- berg hefir rækt starf sitt af þeirri kostgæfni og alúð að eng- inn starfsmaður þessa ríkis stendur honum þar framar. Dugnaður hans er með eins- dæmum, hagsýni og þekking á starfinu svo sem frekast verður á kosið. Dæmalaus má karl- menska hans heita í haust eS var, þegar haíÉt ferðaðist fár- veikur af sjúkrahúsi í Osló til þess að vera viðstaddur samn- ingagerðina við Stóra Norræaa ritsimafjelagið i Höfn. Þriðja mannsins er að -minn- ast, Magnúsar Guðmundssonar ráðherra. Eins og kunnugt er, var samningurinn, sem upphaf- lega var gerður við Stóra Nor- ræna útrunninn 1. sept. í haust. Síðastliðið haust fór ráðherra utan til þess að semja að nýjw við fjelagið. Hefir efni þeirra samninga áður verið rakið í blöðum og á Alþingi svo að al- menningi er það í fersku minni. Skal því ekki fjölyrt um það. Þess skal aðeins getið, að ráð- herra hjelt þar hið besta á mál- um vorum, svo vel, að jafnvel svæsnustu andstæðingar hans hafa lítið reynt að fetta fingur út í þær aðgerðir hans og hefir þó tæplega skort til þess viljann.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.