Vörður - 23.10.1926, Blaðsíða 4
4
V Ö R Ð U R
fræði, en tillögurnar gáfu ekki
liíéfnið. Af umræðunum virtist
mega ráða, að fleiri fundar-
menn væru fylgjandi hinni
„yngri" stefnu. Jeg man ekki eft-
ir öðrum formælendum „gömlu"
stefnunnar en sira Ludvig, og ef
til vill öðrum fundarmanni til.
Síra Ludvig flaggar þó met
nöfnum ýmsra góðra manna, er
samþyktu tillögu hans, en um
sum þeirra er mjer persónulega
kunnugt, að þeir eru andstæð-
ingar gamallar guðfræðistefnu,
enda kom það frám í ræðum
þeirra á fundinum. Tillaga síra
Ludvigs var litlaus i þeim efn-
um, og var það auðvitað hyggi-
tegt af síra Ludvig, að orða hana
þannig, fyrst honum var svo
hugleikið að fá með henni meiri-
hlutann.
Það sem einkum aflaði til-
lögu meirihlutans fylgis á fund-
inum var það, að þar var gert
ráð fyrir tveim kenslubókum í
kristnum fræðum, kveri og
biblíusögum eins og nú tíðkast,
en í tillögu okkar Kristjáns er
aðeins um eina bók að ræða,
sem ætlast er til að geti komið í
stað hinna beggja.
Tillaga síra Ludvigs er því í
tveim liðum. Fyrri liðurinn er
um kverið, sem á að vera „í
líku sniði') og kver Helga Hálf-
dánarsonar að því er trúfræði
og siðfræði snertir". Um þetta
man jeg ekki eftir að neinar
deilur yrðu á fundinum. því þó
síra Ludvig með þessu orðalagi
hafi ef til vill meint, að í riýja
kverinu skyldi stranglega fýlgt
dogmum kirkjunnar, þá skildu
menn það ekki svo á fundinum.
Geta fundarmenn borið um það.
Síðar í tillögunni er lika beint
ýmsum aðfinslum að Helga
kveri: Of mikil áhersla lögð á
guðfræðilegar skýringar og
sundurliðanir, t. d. náðarverk
heilags anda, þrefalt embætti
frelsarans, náðarmeðulin o. fl.
Efni sumra kafla t. d. 4. og 12.
kafla Hkar höf. ekki vel, vill
f'á eitthvað annað í staðinn. Of
lítil áhersla lögð á orð og athafn-
ir frelsarans og ýmislegt tínt til,
sem ein barnalærdómsbók þyrfti
að hafa til að bera. Undir þetta
gátu vitanlega allir skrifað og
kom þetta ekki bága við tillögu
okkar Kristjáns á Brúsastöðum.
Þá er síðari hluti tillögunnar
um aðra kenslubók í bibliusög-
um, þar sem „saman sje safnað
fegurstu frásögnum biblíunnar
og innan um þær ofið fögrum
og göfgandi andlegum versum
og sálmum. Áhersla lögð á að
hún sje gerð aðlaðandi fyrir
ungdóminn, t. d. með fögrum
myndum".
Þessi síðari hluti er mjög
skyldur tillögu okkar Kristjáns,
sem talar aðeins um „eina
kenslubók á fögru og einföldu
máli, þar sem sjeu úrvalskafl-
ar úr ritningunni, einkum
Nýja Testamentinu, úrvalser-
indi úr kristilegum kveðskap,
ásamt völdum sögum kristilegs
efnis, helstu atriðum kristnisög-
unnar og best marina hennar.
Þá á þar að vera trtiarjátning
og faðir vor, svo og biblíumynd-
ir. Munurinn á tillögunum var
ekki meiri en það, að mikið va;
rætt um að sameiria þær í eina,
fella niður seinni hlutann af til-
lögu meirihlutans, en setja til-
Auðkent af mjer. B. St.
lögu okkar Kristjáns í staðinn.
Þetta veit jeg að fundarmenn
hljóta að muna. Sýnir það m.-
a., að þeim hefur ekki fundist
efnismunur tillagnanna ýkja-
mikill. Að ekki varð af þessu
strandaði aðallega á því, að inn
í tillögu meirihlutans hafði sira
Ludvig skotið meinloku, sem
okkur minnihlutamönnum fanst
við ekki geta verið þektir fyrir
að samþykkja. Meinlokan var
sú, að skipað yrði með lögum,
að kver það, er síra Ludvig vill
semja láta, sje það eina er nota
megi til fermingarundirbúnings.
Kom það skýrt fram í umræð-
unum hjá síra Ludvig, að til-
gangurinn með því að löggilda
aðeins þessa einu kenslubók var
sá, að enga bók aðra yrði leyft
að nota til fermingarundirbún-
ings, en það verður nokkuð
sama og að lögskipa aðeins
eina og banna aðra.
Ot af þessari einokunar og
einveldisstefnu síra Ludvigs
urðu nokkrar hnippingar, og
hennar vegna var það, sem jeg
greiddi atkvæði móti tillögu
hans. Þetta atriði vanst ekki
tími til að ræða nógu rækilega
og stóð það ekki nógu ljóst fyrir
mönnum, hvað átt væri við. Að
vísu var mjer það vel ljóst, að
þetta ákvæði tillögunnar mundi
engin áhrif hafa á kirkjustjórn-
ina eða byskup. En mjer fanst
það heldur minkunn fyrir fund-
inn, að láta frá sjer fara tillögu
með svo fávíslegum fleyg. Enn
hefur ekki þröngsýninni gefist
það valdsvið hjer á landi siðan
lögtrygt var fullkomið trúar-
og skoðanafrelsi, að hún hafi
getað ]ögskipað vissar kenslu
bækur í kristnum fræðum, en
bannað aðrar, enda væri það
ekki í góðu samræmi við að
ferming er ekki lögskipuð. Og
eflaust er prestum heimilt að
ferma börn, enda þótt þeir noti
enga að'ra bók til undirbúnings
en biblíuna. En eftir skoðun
síra L.udvigs má það nú ekki
lengur. Bækur þær sem notaðar
hafa verið fram að þessu eru
aðains Yögletjfðar.
Við minnihltttá menn lýstum
þvi' yfir, að við hefðum ekkert
á móti að kver eins og síra Lud-
vig talar um, yrði samið og lög-
lcijft,, en samhliða hinum eldri
kverum Við vildum ekki ein-
skorða við þá bók. Við vildum
að menn hefðu þar frjálsar
hendur og við lögðum áherslu
á, að þeir sem kysu að vera
lausir við kverkensluna, gætu átt
kost á því og látið ferma börn
sín eigi að siður. Þess vegna
vildum við að bók eins tillaga
okkar ræðir um yrði Yöglegfð til
fermíngar þeim, jafnhliða hin-
um öðrurmiögleyfðu kenslubók-
um. Skoðun okkar var og er sú,
að heppilegt sje að menn hafi
um fleiri en eina bók að velja,
því ekki ber að dyljast þess, að
skoðanirnar eru skiftar í trúar-
efnum, sem öðrum málum, þó
síra Ludvig vildi ef til vill helst,
að allir væru á eimi og sama
spyrðubandi.
Það er ' hugarstefna miðalda-
guðfræðinga, sem gægist fram í
tillögu síra Ludvigs, að allir
þeir, sem ekki játa i öllum atr-
iðum hina lögvernduðu trú rík-
iskirkjunnar og játningarrit-
anna sjeu villutrúarmenn og
vargar í vjeum, sem engan r jett
eigi á sjer innan kirkjunnar.
Nauðugum viljugum vill hann
láta þröngva þeim inn í hinn
þrönga og loftlága kirkjukumb-
alda bókstafsins og kennisetn-
inganna. Frh.
Björn Stefánsson.
Meðal annava
ovða —.
íslensk siðferðísvitund.
í ritdómi um Nýja sáttmála í
1. hefti tímaritsins Vöku minn-
ist Ólafur Lárusson prófessor á
„illgresið í stjórnmálaakrinum"
hér á landi, og kveður m. a. svo
að orði, að það þyki „jafnvel
vænlegast til gróðrar að tala til
lægstu tilfinninga manna, að
ala upp hatur og tortryggni með
ósannindum og hræsni". Kveð-
ur hann sutria stjórnmálamenn
vora hafa unnið sér til fullrar ó-
j helgi, en bætir því við, að þó sé
i góðs viti, ,,hve ákveðið og al-
ment menn hneijxlast hér á
hneijxlunum". (Auðkent hjer).
Það væri mikið fagnaðarefni,
ef treysta mætti þessum dómi
1 Ól. L. En margir virðast veikari
! en hann í trúnni á það, að sið-
; ferðisvitund þjóðarinnar sé svo
óspilt, glögg og vakandi, sem
hann gerir ráð fyrir. Því hvort
myndi þá viðurkendum flokks-
foringjum haldast það uppi, að
gera það að aðaliðju sinni árum
saman, að bera augljósar blekk-
ingar og beinar lygar á borð'fyr-
ir þjóðina?
Árni Pálsson bókavörður rit-
ar snjalla grein í sama hefti
Vöku, 'og nefnir hana Þingrseð-
ið á glapstigum. Hann segir
m. a.:
„En hitt er sannast að segja,
að mér er óskiljanlegt, hver á að
umbæta hina pólitísku bardaga-
aðferð hér á landi, ef þjóðin ger-
ir það ekki sjálf. Enginn laga-
bókstafur getur gert það, þar
verður siðferðisleg gremja þjóð-
arinnar að koma til skjalanna.
Nú er svo komið um suma, sem
teljast þjóðleiðtogar, að einskis
er örvænt um þá. Það virðist al-
veg undir hendingu komið, hvort
þeir fara með satt mál eða log-
ið, þeir rangfæra orð og gerðir
andstæðinga, ranghverfa mála-
vöxtum og Ijúga jafnvel heilsu-
leysi á menn, ef svo býður við að
horfa. Nú þykir það undrum
sæta um þvert og endilangt Is-
land, cf einhver gerist til þess að
segja sannleikann hlifðarlaust,
hver scin í hlut á, en lygar og
rógburður óhlulvandra manna
eru daglegt brauð, sem mjög
mörgum virðist falla vel og telja
hina hestu næringu. (AuSkent
hér). Þetta mætti sanna með
greypilega mörgum dæmum úr
stjórnmálasögu hinna síðari ára,
en þess er ekki kostur hér að
þessu sinni. En ef svo verður
stefnt lengi, þá er ekki gott að
segja, hvar vér lendum um sið-
ir".
A. P. heldur því fram, að sið-
ferðilegur sljófleiki almennings,
kjósendanna, sé í fylsta máta
samsekur þeim mönnum, sem ó-
drengilegast hafast að í íslenskri
st jórnmálabaráttu:
„Það sætir furðu og mun Jengi
verða í minnum haft", segir
hann, „hvað íslenskir kjósendur
hafa látið suma leiðtoga bjóða
sér á þessum síðustu tímum.
Engin lygi virðist geta verið svo
heimskuleg eða hroðaleg, að
ekki fáist einhver meiri eða
minni hluti kjósenda til þess að
gefa henni líf með því að trúa
henni .... Ef kjósendur hefðu
sýnt bæði í orði og gerð, að þeim
stæði ekki á sama, hvað borið
væri á borð fyrir þá, þá mundi
margur forhertur stjórnmála-
hjgari hafa haft betri gát á
tungu sinni og penna". (Auð-
kent hér).
Hcr skal að þessu sinni eng-
inn dómur á það lagður, hvort
bjartsýni Ól. L. eða bölsýni Á.
P. eigi sterkari stoð í veruleik-
anum.
. En hitt er svo bert sem mest
má verða, að sumir þeirra
manna, sem nú sækjast kapp-
samlegast eftir völdum í þessu
landi, eru í hjarta sínu eindreg-
ið sammála Á. P. um, að „mjög
mörgum" falli vel að nærast á
lygum og rógburði.
Þessir menn eru allreyndir
stjórnmálamenn. Maður skyldi
ætla að bardagaaðferð þeirra
væri mótuð af talsverðri þekk-
ingu á islenskri þjóð og nokk-
urri fyrirhyggju. Maður skyldi
halda, að þeir vissu hvað þeir
gera, þegar þeir ljúga og níða.
Hinn ágæti prófessor hefir ef
til vill ekki athugað það, að það
stappar nærri fullri móðgun við
þessa leiðtoga, að halda því
fram, að menn hneyxlist hér
ákveðið og almennt á hneyxlun-
um'.
Hann frýr þessum leiðtogum
vits. Hann sakar þá um að vaða
í villu og svima um skapgerð
þjóðar vorrar. Hann segir, að
iðja þeirra beri ekki tilætlaðan
árangur — að þeir kunni ekki
að berjast til valda :'t íslandi.
En hvort sem 01. L. hefir rétt
fyrir sér eða ekki — vel sér hon-
um fyrir bjartsýni hans á heil-
brigði íslenskrar lundar! Til
þess að geta haldið það út, að
lifa í þessu landi á vorum dög-
um, þurfum vcr á sem mestu
af þessu bjartsýni að halda.
Vaka
1. hefti af nýja tímaritimi
„Vöku" kom út á þriðjudaginn.
Ágúst Bjarnason skrifar þar um
„Sjálfstæði íslands", Ólafur Lár-
usson um „Lög og landslýð" og
um „Nýja sáttmála", Sigurður
Nordal um „Bafstöðvar á sveita-
Bæ'jur", um „Samlagning" (þ. e.
um hina riyju stefnu, sem gætir
bæði í skólamálum og öðrum, að
„mæla" hæfileika manna) og um
„Hundrað hugvekjur til kvöld-
lestra", eftir íslenska kenni-
menn. Asgeir Ásgeirsson skrif-
ar um „Gengi". Guðmundur
Finnbogason birtir ritgerð sem
hann kallar: „Helgar tilgangur-
inn tækin?", Árni Pálsson aðra
sem nefnist: „Þingræðið á glap-
stigum". Davið Stefánsson birtir
kvæði um Hallfreð vandræða-
skáld. Guðrn. G. Bárðarson ritar
um hið mikla rit Bjarna Sæ-
mundssonar um „Fiskana".
Nýjar bækur.
Fjórða og siðasta bindi hins"
mikla verks Páls E. Ólasonar
prófessors, Mcnn og menlir
siðaskiftaaldarinnar á Islandi, er
komið út. Er það um ríthöftirida
þeirra tíma, og meginkaflarnir
um Arngrím lærða og Guðbránd
biskup. — Jafnaðai'Miannafcíaíi,
íslands hei'ir gefið út Rök jafn-
aðarstefnunnar eftir Fred Hcnd-
erson. — Árni Árnason læknir i
Dölum hefir gefið út lítið k'ver
sem nefnist Fjórtán dagar hjá
afa. Flytur það hreinlætis- og
hollustureglur handa liörnum, i
mjög aðgengilegum og laðandi
búningi. — Þá er og komin út
hin fyrsta íslenska Ieynílög-
reglusaga, Húsið við Noröurá
eftir Einar skálaglam, scrprent-
un úr Alþýðublaðinu.
Dánarfregn.
Egill Jacobsen kaupmaður
andaðist hjer i bæ á fimtudag.-
Var fráfall hans mjög sviplcgt.
Meiddist hann á höfði við iik-
amsæfingar og mun blæðing i
heilann hafa orðið honum a&
bana. Hann var danskur að ætt.
en kom hingað til lands 1902,
22 ára að aldri. Vann hann vin-
sæll maður og duglegur og er að-
honum mikil eftirsjá.
Frá Vestmannaeyjum
er símað: Byrjað er á lagn-
ingu vegar úr kaupstaðnum suð-
ur í Stórhöfða. Ríkissjóður
leggur 15,000 krónur til vega-
lagningarinnar þetta ár. — Koía-
legsið horfir til vandræða fyrir
bæjarbúa. Eina vonin, að
Beykjavík eða hinir kaupstað-
ir'riir geti miðlað Vestmannaeyj-
um kolum. — Heilsufar er gott
í Eyjum.
Frá Seyðisfirði
er símað 14 þ. m.: Jón Krist-
jánsson frá Skálanesi andaðist
í nótt. — Veðrátta er vetrarleg.
Hefir snjóað hér síðan um helgi.
— Sildarvart hefir verið hér þar
til um helgina síðustu, en ekki á
suðnrl'jörðunum. — Þorskveiði
er nokktir á Austf.jörðum, þeg-
ar gæftir eru. — Slátrun er lokið
að mesttt. Mun mega teljast í
meðallagi eða svipað og í fyrjca-
Þingmaður
Frá fsafirði
er símað 1(5. þ. m
Norður-ísfirðinga hélt þjóðmála-
fund í Bolungarvík í fyr'radag.
Gerðtt l'undarmenn eindregið
góðan róm að ináli hans. Á fund-
inttm voru samþykt mótmæli
gegn útgerðarleyfi Færeyinga til
ítala. — Taugavciki er enn
komin upp hér á ísafirði og hafa
tveir veikst nýlega og grunur
liggttr á um að fleiri hafi veikst.
— Smokkveiði er talsverð i
Djúpinu og þorskafli ágætur
þegar gefur á sjó. — Kjótverð er
hér kr. 1.10 kg. til 1.20 kg. —
Unglingaskólinn á ísafirði var-
settur í gær, og eru báðar deild-
ir fullskipaðar og aðsókn rneiri
að sktManum en hægt er að s'mrta.
Landsmálafundir.
allmargir hafa verið haidnir
hjer í bæ og í nærsveitum undan-
i'arið. Attstur yfir fjall hafa m.
a. farið af hálfu íhaldsmanna
ráðherrarnir báðir, Einar Arn-
órsson prófcssor Árni Jónsson
frá Múla alþm. og Magnús Jóns-
son alþm.
Prentsmiðjan Gutenberg.