Vörður


Vörður - 27.11.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 27.11.1926, Blaðsíða 2
V O R Ð U R Þjóðmál. I. Landsmálahetja tekur til fótanna. Hjer í blaðinu voru fyrir skemstu gerð að uratalsefni eft- irfarandi orð lir forustugrein i Tímanum: „Embættismennirnir sem fá yfirhylmingu og jafnvel feitara embætti fyrir afglöp sín, brenni- 'vínslæknarnir, og mennirnir sem auðga sig á annara kostnað með því að verða gjaldþrota -— allir eru þeir menn nálega öld- ungis undantekningarlaust ör- uggir flokksmenn í íhalds- flokknum, áhrifamiklir „agita- torar" eða stöðugt borgandi fje- lagar til flokkssjóðanna. Fyrir þetta heimta þeir sjer til handa æðri rjett en þann sem bóndanurn, sjómanninum og verkamanninum er veittur. Það er íhaldsflokkurinn sem ber alla ábyrgðina á að hjer á íslandi ríkir tvennskonar rjett- læti: annað fyrir hinn meira eða minna hátt setta íhalds- mann, hitt fyrir allan almenn- ing." Tíminn færði engin dæmi og engin rök fyrir þessum sakar- giftum, og er auðvitað, að engin takmörk eru fyrir því hverjar svívirðingar er hægt að bera á pólitiskan flokk, þegar svo er að farið. Vörður leyfði sjer því að krefjast þess, sem blað Mið- stjórnar íhaldsflokksins, að Tr. Þ. svaraði þessum tveim fyrir- spurnum f „1. Hvaða dæmi þess getur hann ncfnt, að Ihaldsflokkurinn hafi beitt sjer fyrir þvi af póli- tiskum ástæðum, að vægar væri tekið á afbrotamönnum en lög standa til? 2. Hverjir eru þeir afbrota- menn meðal fjesýslumanna og embættismanna, sem lagt hafi fje í sjóð íhaldsflokksins og heimtað yfirhylmingu og sjer- rjettindi að laumhn?" Ef höf> Tí'ma-greinarinnar hefði verið heiðarlegur blaða- maður, þá hlaut hann að vera við þessum spurningum/ bú- inn. En Tr. Þ. svaraði á þessa leið: „Kr. A. spyr af hálfu Ihalds- flokksins tveggja spurninga, um siðustu helgi. í báðum spurn- ingunum felur hann rangfærsl- ur á þeirri grein í Tímanum, sem hann er að svara. Spyrji hann í samræmi við það sem sagt var í Tímaftum og hann skal fá svar." Svo mörg eru þau orð. Meira segir Tr. Þ. ekki. Lesendur Varðnr geta nú spreytt sig á að finna rangfærsl- urnar á fyrirspurnum vorum. Vjer fáum ekki betur sjeð en að spurningarnar sjeu í ná- kvæmu samræmi við sakargiftir Tr. Þ. En þetta er ekki í fyrsta sinni sem þessi fyrverandi þjónn drottins og núverandi lands- málahetja hefir tekið til fót- annna, þegar hann hefir átt að standa við svívirðingar um menn og flokka, þegar hann hefir ver- ið krafinn um rök og sannanir í stað loddaraháttar og gasp- urs. — Vegna þess að Tr. Þ. hafði í sömu grein og framanskráð tilvitnun er úr tekin, lát- ið eins og allir lögbrotamenn og bersyndugir væru í íhalds- flokknum, þá þótti Verði rjett að beina og þeirri spurningu til hans, hvort hann gæti lagt hönd á hjartað og þvertekið fyrir það í fullri einlægni, að sumir af áhrifamönnum Framsóknar- flokksins, þingmönnum hans o. s. frv.jj hefðu margbrotið bann- lögin. Að þessari spurningu víkur Tr. Þ. ekki einu orði í áður- greindn svari sínu. Hann lætur sem hann hafi ekki lesið hana. Væntaniega minnist hann þeirr- lóhannes Jósefsson. Nafn Jóhannesar Jósefssonar, prentað með spannarháum bók- stöfum, blasti við hvarvetna á auglýsingaveggjum Parísar, meðan jeg dvaldi þar i sept. í haust. Hann var þá að sýna list- ir sínar á l'Empire, einu af stærstu og fjölsóttustu fim- leikahúsum borgarinnar og var sjálfsvörn hans auglýst sem höfuðskemtun sýningarskrár- innar. Við Gunnlaugur Blöndal fórum að sjá hann. Megindrættirnir í æfi Jóhann- esar eru öllum kunnir. Það mun hafa verið hvað mest fyrir á- -huga hans og framtak, að Is- lendingar sendu glímusveit á olympisku leikana í Lundúnum 1908. J. J. var þá glimukonung- ur íslands og sjálfkjörinn for- ingi fararinnar. Hann ílengdist í Lundúnum eftir að leikunum lauk, ásamt nokkrum af fjelög- um sínum, og tók nú að sýna glimuna i f jölleikahúsum í Eng- landi. Hann fór síðar til Norð- urlanda, Rússlands og víðar um Evrópu — en loks til Ame- ríku, þar sem hann hefir lengst af dvalið. Hann skapaði upp úr glím- unni nýjan leik — sem reyndar oft hefir verið honum alvarleg- ur og hættulegur leikur, — nýja tegund iþróttar, sem brátt f jekk honum miUinn orðstír og gaf honum riflegar tekjur: Sjálfs- vörnina. Meðan hann var að vinna sjer nafn, bauð hann hverjum sem væri að fara með hníf í hendi á móti sjer vopn- lausum, og hjet verðlaunum ef nokkrum tækist að koma á hann stungu, áður en hann fengi felt hann á bragði. Er sagt að það hafi ekki hepnast nema einum manni, portúgölskum sjómanni, og fjekk Jóhannes af því allmikið sár í öxlina. Hann sýnir nú sjálfsvörn sína í einskonar sjónleiksformi, hef- ir gert úr henni dálitinn þátt, sem minnir á frásagnir Feni- moore Cooper's af baráttu hvítra manna við rauðskinnna Ame- ríku. Þegar tjaldið fer upp, Hggja ar játningar, sem felst í þessari þögn hans, næst þegar hann er í þeirri freistni staddur, að vilja skipa öllum breyskum og synd- ugum í íhaldsflokkinn. II. Vesalmannlegur vopnaburður. I síðasta tbl. Tímans ritar Trtjggvi Þórhallsson langt mál um hnignun sveitanna og efl- ing kaupstaðanna. Segir hann að Magnús Guðmundsson og Jón Þorláksson sjeu „þeir menn á ÍSlandi, sem allra mesta ábyrgð- ina beri á þeirri þjóðlífsbylt- ingu sem orðið hefir allra stór- feldust síðustu árin, með ofur- vexti kauptúnanna". Greinin er rólega skrifuð og stóryrðalitil, hefir á sjer yfir- skyn einlægninnar, en er þrung- in af ógeðslegasta falshætti. Tr. Þ. gerir fyrst grein fyrir því, hvern þátt M. G. hafi átt í vexti útgerðarinnar: „Hann (þ. e. M. G.) tók stærra lán fyrir landsins hönd — enska lánið — en nokkru sinni hafði verið tekið og meirihluta láns- ins afhenti hann bankanum sem ekki sá annað en sjóinn (þ. e. Islandsbanka). Og lánsfjeinu var varið til að rjetta við útgerð- ina, til að auka útgerðina enn á ný, til að lyfta undir flutning- inn úr sveitunum". Þessi eru hin ' einu rök sem Tr. Þ. færir fyrir sakargift sinni á hendur M. G. En við þau er þetta að athuga: 1. Þingið ákvað að taka skyldi lán það, er hjer ræðir um. Fram- sókn var því fylgjandi — M. G. var því mótfallinn. 2. Það var þingið, en ekki M. G., sem ákvað að íslandsbanki skyldi fá bróðurpartinn af lán- inu. 3. Þessu f je varði Islandsbanki öllu til þess að borga áfallnar skuldir sínar erlendis. Ekkert af því fór til þess að auka útgerð- ina. Þá rökstyður hann sakargiftir sínar á hendur J. Þorl. með þvi þrír Indíánar fyrir kofadyrum sínum í skuggalegu skógarrjóðri. Þeir heyra skot, fara á kreik, að vörmu spori kemur Jóhann- es inn, klæddur veiðimannabún- ingi, og svipast um. Indíánarn- ir koma aftan að honum, berja hann svo að hann fellur i öng- vit, binda hann við trjábol, hefja æðisgenginn dans kring um bráð sína og veifa blikandi hnífum ytir höfði sjer. Jóhannes rakn- ar úr rotinu, slitur af sjer bönd- in og nú hefst sjálfsvörnin — vilt og agaleg áflog! Hann skell- ir þeim hverjum á fætur öðrum og óðar en þeir rísa liggja þeir flatir á nýju bragði, hraðinn í leiknum eykst, harðneskjan er svo mikil að maður er á glóð- um um að af hljótist beinbrot og stórslys. „Jóhannes Jósefsson er aðdáanlegur að afli og snar- ræði", segir eitt af Parísarblöð- unum, „hann berst eins og fag- ur djöfull!" Að leikslokum liggja Indíánarnir emjandi á jörðunni, afvopnaðir og þrotnir að kröftum. Og Jóhannes hneig- ir sig lafmóður og rifínn á klæð- um fyrir hinum fagnandi á- horfendum. tvennu, að hann hafi frestað framkvæmd laganna um búnað- arlándeild við Landsbankann „í bili" og horft á það „sömii dag- ana að 6—10 nýir togarar voru fluttir til landsins, sem til við- bótar festu margar miljónir kr. af veltufje landsins og sem sog- uðu til kauptúnanna til viðbótar mörg hundruð manna". Búnaðarlánadeildin átti sam- kvæmt lögum að taka til starfa 1. júlí 1924, en það dróst 7 mán- uði, til 1. febr. 1925, af því að stjórn Landsbankans kvaðst ekki fyr hafa f je til þess að starf- rækja deildina. Ætlar nú Tr. Þ. að telja mönnum trú um, að þessi dráttur hafi nokkru vald- ið um fólksfækkun í sveitunum? Ætlar hann að halda því fram að nokkurra mánaða dráttur á starfrækslu búnaðarlánsdeildar- innar hafi verið örlagaþrungið áfall íslenskum landbiinaði? Ef svo er, þá berast böndin sannarlega að Tr. Þ. sjálfum. I 4. gr. laganna um búnaðarlána- deild var svo ákveðið, að Bún- aðarfjel. Islands skyldi gera til- lögur um reglugerð um trygg- ingar fyrir lánum úr deildinni. Hún gat ekki tekið til starfa fyr en þessi reglugerð væri sam- in. En stjórn Búnaðarfjel. Isl. — og í henni átti Tr. Þ. sæti — hafði ekki sent tillögur sínar um reglugerðina fyrir 1. júlí. Þær komu ekki fyr' en i okt. sama ár! tJr því nú að fárra mánaða dráttur á starfrækslu búnaðar- lánadeildar gat orðið svo af- drifaríkur fyrir islenskan land- búnað, sem Tr. Þ. nú þykist halda — hvers vegna undi hann því þá 1924, að stjórn Búnaðar- fjel. Islands skilaði ekki tillög- um sínum um nefnda reglugerð fyr en liðið var á fjórða mánuð frá þvi að deildin skyldi taka til starfa? Hver trúir því, að Tr. Þ. mæli af bestu vitund og í fullri ein- lægni, þegar hann með frestun þeirri, er varð á framkvæmd laganna um búnaðarlánadeild, vill rökstyðja þá staðhæfing, að J. Þorl. sje annar þeirra tveggja, Þvi verður ekki neitað um þennan íslending, að hann hef- ir rutt sjer braut til frama og fjár með sjálfstæðum og fræki- legum hætti. Hitt skiftir oss landa hans þó mestu, hve hann er frábær að þjóðrækni, hve mikið kapp hann hefir lagt á það, að verða landi sínu til gagns og sóma. Hann hefir alla tíð látið þess getið í sýningarskrám, að list hans ætti rót sína að rekja í þjóðar- íþrótt íslendinga og viða flutt stuttar tölur um land sitt á und- an sýningum. Hann er bók- mentamaður og lærdómsmaður, hefir víða vestan hafs flutt er- indi um Island, á samkomum og i útvarp, og verið stoð og stytta í baráttu Vestur-íslend- inga fyrir viðhaldi þjóðernis og tungu, talað eggjunarorð á fund- um þeirra og ritað hvatninga- greinar í blöð þeirra á fallegri íslensku. Honum er tamt að fara með íslenskan skáldskap, fornan og nýjan, og frásögur íslendinga- sagna um hetjulund og dreng- skap eru kærasta viðtalsefni hans. Hann er skilgetinn sonur er „allra mesta ábyrgðina" ber á fólksflutningunum miklu wr sveit til sjávar? Þá er hitt, að J. Þorl. hafi „horft á það" að keyptir voru 6— 10 nýir togarar árin 1924 og 1925. Já, vitanlega horfði ráð- herrann á það. En ekki treystir Tr. Þ. sjer til þess að færa nein rök að því, að hann hafi hvatt til eða stutt að hinum nýju tog- arakaupum. Því það er vitan- legt, að bæði bankarnir og stjórn- in voru andvíg því í orði og gerð að togarflotinn væri aukinn þessi ár. Þetta veit Tr. Þ. En hvernig gat stjórnin hindrað það, að tog- araeigendur legðu nokkuð' af gróðanum á árinu 1924 í nýja togara, og að þeir, sem þá áttu fje á,' sparisjóði freistuðust af gróða þessa árs til þess að taka fje sitt út og leggja það í kaup á togurum? Það er alvitað, að menn sem ekki höfðu áður átt í togurum, lögðu fram sparifje sitt til kaupanna á helmingi hinna nýju togara. Og hvorki stjórn eða bankar höfðu neitt vald til þess að banna slíkt. Tr. Þ. ber ekki við að sanna sakir sínar á hendur ráðherrun- um báðum nema með ósannind- um einum og fyrirslætti. — Eitt af alvarlegustu ihug- unarefnum í nútíðarlífi íslensku þjóðarinnar er það, að hjer á landi er að berjast til valda tveir menn, sem eru margsannir að þvi, að beita lygum, rangindum og hverskonar fantaskap í riti og ræðu. Þessir menn eru Jónas frá Hriflu og Tryggvi Þórhalls- son. Um hinn fyrnefnda er það að segja, að vart er lengur orðum eyðandi að ósannindum hans og blekkingum. Það er svo oft búið að fletta ofan af ódreng- skap hans, að enginn dómbær og sanngjarn maður, sem met- ur mannorð sitt nokkurs, treyst- ir sjer til þess að játa fylgi við hann. En Tr. Þ. reyna Fram- sóknarmenn enn að verja, telja hann „skárri" en J. J., segja að honum sje yel til bænda, hvað sem öðru líði o. s. frv. þess sem best er í forníslensk- .um anda. Eins og Bjarni frá Vogi og Benedikt Sveinsson er hann einn þeirra fáu nútíðar ís- lendinga, sem i æsku hafa orðið fyrir svo sterkum og ómáanleg- um áhrifum af fornbókment- um vorum, að þess kennir í málfari þeirra, lund og öllum hugsunarhætti. Kynni mín af Jóhannesi Jós- efssyni i Paris voru stutt, en auðguðu mig þó að nýrri sönn- un fyrir því, hvers virði það má verða hverjum einstakling af íslensku kyni, að vjer eigum bókmentir, þar sem göfgi og kraftur þjóðarsálarinnar birtist með valdi og dýrð, hjálpar oss til skilnings á eðli voru og hrífur til dáða. Spentur megingjörðum ís- lendingasagna hefir Jóhannes Jósefsson farið um lönd og álf- ur og sigrað. K. A.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.