Vörður


Vörður - 11.12.1926, Blaðsíða 3

Vörður - 11.12.1926, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R Kringum land á Skallagrími. Eftir Bjarna Sæmundsson. Frh. --------- Þegar komið var norður fyrir Vopnafjörð, fór að birta í lofti og sjást til lands, jafnvel fjall- anna inst á Langanesi, Gunnólf s- víkurfjalls og Háganganna þar inn af. Um miðnætti fórum við fyrir Fontinn, þ. e.: tána á Langanesi. Þegar jeg kom upp næsta morgun ('20. maí) vqrum við út af Axarfirði. Líðandi dagmál- um sá jeg land langt burtu í suð- vestri og hjelt, að það væri Tjörnes, en við nánari aðgæslu reyndist það að vera Grímsey, því að stefnan var til VNV frá Rifstanga og leiðin lá sunnan til við Hólinn, grunnið litla — gam- alt flyðrumið — norður af Grimsey (Groves Bank á sjó- kortunum). Hjer um bil 40 sjó- milur út af Siglunesi breyttum vrð stefnu og hjeldum nokkuð dýpra, nál. í NV, þvi að skip- stjóri vildi reyna að finna „banka", sem eyfirskur hákarla- skipstjóri hafði sagt honum að væri norður og vestur af Skaga- grunni og austur af Hornbanka, og aðeins með 100 fðm. dýpi. Við lóðuðum á þremur stöð- iim með fimm sjómílna millibili, en fundum ekki botn með 150 fðm. streng. Fór í þetta töluverður tími og var þvi kom- ið kveld, er við komum á norð- urjaðar Strandagrunnsins (á 67° 10', eða nálega norður á frlóts við KolbeinsejiO og köstuð- Uin í norðurhalla grunnsins, á 133 fðm. dýpi. Urðum við vel varir og vorum því þarna hæsta dag og drógum nokkura drætti á 120—140 fðm. Var aflinn mest stórþorskur, úthrygndur, i'remur magur á fiski, én vel lifraður, tómur eða með leifar af loðnu og rækju einni, er jeg vil nefna isrækju. Jeg hefi ekki sjeð hana hjcr annarsstaðar í fiski, enda á hún heima í ísköldum sjó í Norðurhafi og er blóðrauð á lit- inn. Virtist svo sem fiskurinn hefði fengið hjer góða máltíð af þessari fæðu fyrir 2—3 vikum og fitan verið komin í lifrina. Einn fiskur var með netaförum og litlu síðar fjekk „Hannes ráð- herra", sagði mjer Guðm. Mark- ússon skipstjóri, marga þorska með netaförum og einn með heil- an möskva á sjer, á Hala. Bend- ir þetta, eins og fleiri dæmi af þessu tægi á það, að margt af þeim þorski, sem hrygnir við SV-landið á vorin, fari að lokinni hygningu norður með V- og NV-ströndinni, út á eða jafnvel út fyrir landgrunnsbrunirnar í ætisleit (loðnu, krabbadýr o. fl.), og safnist þar, eins og t. d. á Hala, þjett eða dreift, uppi í sjó eða við botn, eftir því hver átan er og hvernig hún hagar sjer. Hjer var sárafátt af þyrsk- lingi, helst tvævetur smáþyrsk- lingur, 25—30 cm. langur. Ekk- ert skip var þarna í nánd við okkur, nema einn ísfirskur mó- torbátur — „Gissur hvíti" — með lóð sina — hvergi smeik- ur, þó að langt væri til lands — um 75 sjómílur NA af Horni. Það hreykti sjer nú ekki hátt fremúr en hin f jöllin lengra vest- ur; það var orðið alldjúpt á þeim. ísfirðihgar hafa verið oft- ar þarna langt úti síðustu árin og fengið góðan afla á vorin og sumrin en ís er oft á þessum slóðum um þetta leyti árs, þó að nú bólaði ekkert á honum og jeg væri í sumar rúmum mánuði síðar á „Dönu" úti við þjetta ís- breiðu, 30 sjóm. út af Kögri. Smásaman tregaðist þorskafl- inn á þessum djúpmiðum og kiptum við þá upp á Hornbank- ann (30—40 sjóm'. NA af Horni) og fengum þar nokkra góða drætti af þorski, á 80—100 fðm. en fátt af smáfiski, og var fæða hans nokkurnveginn hin sama og áður er greint. Annars fengum við á þessum .slóðum, auk þorsks og lítils eins af þyrsklingi og stútungi, nokkuð af karfa, ufsa, skrápflúru, tindaskötu og nokkurar langlúrur og ýsur, en engan spærling og af fásjeðum fískum hjer 2 marhnýtla, 1 kræk- il og 1 hvítaskötu, hina fyrstu, er jeg veit til að íslendingar hafi veitt hjer við land. Margt var af óæðri dýrum á þessum slóðum, sniglum (kuð- ungum), sæfíflum, sæköngur- lóm og krossfiskum, margt af því stórvaxið og mergð af svömp- um af ýmsu tægi úti í grunn- brúnunum. Stóri kampalampi kom dálítið í vörpuna, en hjer var minna um polýpa en fyrir austan. Af fuglum var hjer mest af ritu og fýl, fáeinir kjóar og litlu hvítmávar; smáfuglahópar flugu oft, einkum inni á bank- anum (frá Hornstranda-björg- unum), en virtust ekki fá neitt æti. 30—40 gæsir (helgsinga?) sá jeg einnig fljúga norður (til Grænlands?) Daginn sem við komum á Strandagrunnið höfð- um við fengið tvo gesti á skipið, það voru snjótitlingur og stein- depill, sem ef til vill hafa komið til okkar, þegar við fórum fram hjá Grímsey. Þeir voru mjög gæfir og leituðu skjóls, því að kalt var og jeljagangur af NA. Settust þeir að uppi á vjelhús- inu og kúrðu sig niður undir kaðalshönk og voru svo spakir, að þeir högguðu sjer ekki, þótt gengið væri fram hjá þeim; stundum flugu þeir upp, en komu brátt aftur, eða smugu til og frá um skipið. Þeim var gefið franskbrauð og vatn, en þeir neittu þess varla, enda fór að bera á því, að þeir væru eitthvað lasnir. Snjótitlingur- inn dó lika daginn eftir, en stein- depillinn hvarf- skömmu síðar, hvort sem hann nú hefur flog- ið burt, þegar við komum inn á bankann og skemmra varð til lands, eða dáið inni í einhverri holu uppi á skipinu. Af hvölum sást aðein's eitt stórhveli. Bækislöð mína eða ,rannsókna- stofu' hafði jeg i þessari ferð uppi á bátadekkinu, með bát- ana til beggja hliða og hinar miklu matvælakistur brytans fyrir framan og aftan. Þarna var jeg hátt hafinn yfir fjöld- ann og vel varinn fyrir veðri og sjógangi og hátt til loftsins. Leiðin þangað upp lá tíðast upp þrepin á framenda vjelhússins, eftir því endilöngu og upp hjá aftur matstrinu yfir fremri kist- una og upp á henni var maður eins og í lyftingu. Var jeg að lok- um allleikinn í því að ,ballansera' með báðar hendur fullar eft- ir vjelhúsgluggunum, þó að „Skalli" velti sjer og reyndi að fella mig, en 10—12 metra niðri í undirheimum sá jeg í kollinn á vjelmönnunum. Hin leiðin var niður um lítið op á dekkinu, fyrir aftan matsalinn og niður á fult lifrarfat, sem stóð þar eins og eina þrepið til þess að stíga á, og botninn sveik aldrei — en slikt hefur komið fyrir á á „Skallagrími" og maðurinn, sem fyrir því varð, fjekk mjúkt bað. Seint, fór sólin i bólið þarna úti á 67. breiddarstigií ekki fyrri en klukkan hálftólf, svo að lítið vantaði á, að hún yrði á flakki allan sólarhringinn; en „mið- nætursól" sá jeg í fyrsta skifti 6 vikum seinna, af „Dönu" úti fyrir Hornströndum, nóttina milli 5. og 6. júlí og virtist mjer hún ekkert frábrugðin vana- legri kvöld- eða morgunsól. Annars var eitt sólsetrið þarna úti undurfagurt, þó að það tæki varla fram reykvísku maííoka- sólsetri. 22. mai, sem var laugardagur- inn fyrir hvítasunnu, vorum við að kippa fram og aftur á tíorn- banka og útjaðri Strandagrunns, en afli var lítill, enda voru nú komnir 15—20 togarar, flestir íslenskir, í kringum okkur; þó þraukuðum við þarna fram á næsta morgun, en þar sem við aflatregðuna bættist austan- strekkingur — þessi svo að segja síblásandi Hornstranda-stað- vindur — tókum við okkur upp um miðján dag á hvítasunnu- dag og „lensuðum" vestur i Áls- brún. Ekki get jeg sagt að mikill hátíðablær hvíldi yfir hinum há- helga degi. Veðrið var hálf hryssingslegt og sjór nokkuð tekinn að ýfast. Hátíðabrigði voru lítil á skipinu. Föstudaginn næstan á undan hafði Hilli, (svo er brytinn nefndur vana- lega) bakað jólaköku, sem var á stærð við óslitinn stór-bobbing og var víst hugsun hans sú, að gleðja okkur með henni á hátíð- inni, en hann hafði verið svo ljettúðugur að gefa ökkur að smakka á henni heitri úr ofnin- um, og afleiðingin var sú, að kakan var uppjetin áður en hvítasunnusólin reis úr ægi. Af öðrum hátíðabrigðum má nefna þau, að jeg fjekk hvítaskötuna, sem áður er nefnd, og í fyrsta vörpudrætti í Álsbrún fengum við 200 fðm langan vörpustreng, með viðhangandi vörpuhlera upp, fastan í öðrum afturklera- lásnum og ætlaði okkur að veita erfitt, að fá, okkar eigin hlera upp að gálganum og strenginn losaðann fra honum. Strengurinn og öll járn á hler- anum voru spegilfögur, enda þótt hlerinn væri vaxinn all- stórum hrúðurkörlum og því bú- inn að liggja lengi i sjó. Hleri og strengur voru af svo veikri gerð og að dómi skipstjóra svo lítíls virði, að þeim var kastað- aftur i sjóinn — til ánægju fyrir þann togara, sem næstur kynni að „fiska" þá. Þetta voru nú hátíðabrigðin, jólakakan, sem aldrei sá hátið- ina, hvítaskatan og strengurinn með hleranum. Annars leið dag- urinn eins og aðrir á sjónum og get jeg ekki neitað þvi, að eitt- hvað er það dauft og óviðfeldið, að gera engan dagamun á stór- hátíðum — þó að á fiskiskipi sje — hvorki í einu nje öðru. Tíminn er of dýrmætur og út- gerðin svo dýr, munu menn segja og sjálfsagt hafa þeir mik- ið til síns máls, en — ánægju- legt þótti mjer i sumar að sjá SveitabýSiö. Það er iiú viðurkent af öllum hugsandi mönnum i landinu, að næsta og stærsta verkefnið, sem fram undan liggur á sviði efnahagsmálanna, er viðreisn landbúnaðarins. Framkvæmd þeirrar hugsjónar er margþætt mál, og engin úrlausn fæst utan með sam- starfi einstaklinga og þjóðfjelagsheildar. Veigamesta þáttinn í viðreisnarstarfinu verða þó einstaklingarnir að leggja til. Þeir verða í rauninni að vínna alt verkið. Bændastjettin verður sjálf að rækta jörðina, ala upp kvikfjeð og byggja húsin yfir menn, skepnur og jarð- argróða á bændabýlunum. Ef bændastjettin i viðustu merkingu, þ. e. vinnandi fólkið í sveitunum, ekki vinn- u* þessi verk, þá verða þau ógerð. En það er þjóðfje- kigsheildarinnar að gera þær ráðstafanir, sem þar-f til þess að ræktunin, ef rjett er framkvæmd, geti borið arð, þar á meðal fyrst og fremst að leggja hjálp til nauðsynlegra samgöngubóta, svo að afurðum jarðar- innar verði fundihn markaður, svo að blóðrás við- sfciftalífsins geti líka náð til bændabýlanna úti um allar sveitir lands. öllum forvígismönnum landbúnaðarins ^er það Ijóst, að búnaðurinn verður að taka stórkostlegum breytingum, til þess að komast í hliðstætt horf við aðra nútíma-atvinnuvegi. Ræktun jarðarinnar þarf að verða undirstaða búskaparins, og það fullkomin jarð- rækt. Húsun býlanna er annað mikla viðfangsefnið. Það verður að ætlast til mikils af þeirri kynslóð bænda- stjettarinnar, sem kemur íslenska landbúnaðinum í fullkomið nútímahorf, eftir kyrstöðu 30 kynslóða. Hugur ræður hálfum sigri, segir máltækið, og er alveg satt. Ef bændastjettin fær sig ekki til að trúa þvi, að hún geti int af hendi viðreisnarstarfið, þá gerir hún það ekki heldur. Þá halda bændurnir áfram að senda börnin sin til sjóplássanna jafnóðum og þau eru orðin vinufær, og þar með stendur alt í stað. Ótrú eða veik trú á landinu og kostum þess er gömul í garði hjá okkur, og þótt hún hafi hjaðnað dá- lítið síðustu áratugina, þá er afar auðvelt fyrir hvern, sem vill, að magna þann þjóðarfjanda aftur, einkanlega ef árferði hallar eitthvað í bili. Og ein- . mitt núna siðustu árin er það orðin tíska sumra manna, sem standa svo framarlega, að orðum þeirra er gaumur gefinn, að reyna að koma sjer í mjúkinn hjá bændastjettinni, með því áð tala fögur orð um þá nauðsyn á viðreisn landbúnaðarins, sem allir eru sammála um, en reyna jafnframt að læða inn þeim skoðunum, að auðvitað geti þessi viðreisn ekki borgað sig; ef lán sjeu tekin til hennar, þá sje ómögulega að greiða fulla vexti af þeim, ekki tjái að hugsa sjer neitt gjört til umbóta á býlunum nema styrkveiting komi til, o. s. frv. Útbreiðsla og efling þessarar gömlu ótrúar á kostum landsins er versta verkið, sem nú er verið að fremja hjer i landinu. Útgefendur Varðar vilja nú reyna að leggja hið besta til þessara mála af sinni hálfu. Þeir líta svo á, að vantrúin á landskostina, vantrúin á það að rækt- un landsins muni bera fullan arð, sje líklega sama eðlis og hver önnur villutrú eða vantrú; Ijós þekking- arinnar muni verða áhrifadrýgst til að egða henni. Þeim skilst það líka, að útbreiðsla þekkingarinnar á þeim nýjungum, sem bændurnir verða að taka upp, er fyrsta sporið til framkvæmdanna. Útgefendurnir eru flestir (4 af 5) aldir upp við sveitabúskap, og hafa allir haft tækifæri til.að kynnast rækilega þeim stórkostlegu framförum í jarðrækt, sem nú má sjá á einstöku býlum þeirra manna, sem eru að ryðja framtíðarbraut íslensku bændastjettarinnar. Gömul og ný þekkuig á íslenskum landbúnaði hefir skapað hjá þeim þá bjargföstu sannfæringu, að jarðræktin sje gróðavegur hjer á landi, að útbreiðsla þekkingar um hana, og um aðrar hagnýtar nýjungar búskapar- ins, sje þarfasta verkið sem landsblað, víðlesið til sveita, eins og Vörður, geti tekið sjer fyrir hendur að svo komnu. Útgefendurnir hafa þvi snúið sjer til hinna færustu manna á þessu sviði og beðið þá að rita um hinar verklegu nýjungar, sem viðreisn landbúnaðarins verð- ur að grundvallast á, og þá fyrst og fremst um jarð- ræktina. Er svo til ætlast, að ritgerðir þessar myndi eina heild, og birtist í blaðinu neðanmáls, þannig að menn geti klipt þær frá og haldið þeim saman. Þegar ritgerðunum er lokið, mun verða gerð grein fyrir höfundum þeirra, en um jarðræktina rita þeir Árni G. Eglands, ráðunautur Búnaðarfjelags Islands, og Magnús Þorláksson bóndi á Blikastöðum, og mun hinn fyrnefndi lýsa ræktunarskilyrðum, aðferðum-m. m., en M. Þorl. gera grein fyrir tilkostnaði og afrakstri eftir reynslu sjáfs sin. Byrja ritgerðir Árna hjer í blaðinu i dag. Af hálfu útgefendanna hefir Jón Þor-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.