Vörður


Vörður - 11.12.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 11.12.1926, Blaðsíða 4
V O R Ð U R Bokkur norsk síldveiðaskip „halda heilagt" einn sunnudag, leituðu ekki einu sinni að síld, og fróðlegt þætti mjer að vita, hvort „útkoman" muni hafa verið verri hjá þeim en hinum, sem ekki hjeldu helgan hvíldardaginn. Frh. Sveitaþorp o. fl. Mikið er talað um það, að fólk tolli ekki í sveitunum, en með auknum framförum er jeg viss um að mikið mætti gera til þess að ráða bót á því. Mjer hefir dottið í hug, að heppilegt væri, að flytja hæina í smáþorp nærri fossunum og fá frá þeim rafmagn bæði til lýsing- ar og hitunar, og auka þar með áburðinn til ræktunar. T. d. væri hentugt að hafa þorp við Tungu- foss hjá Árgilsstöðum í Hvol- hreppi. Hann gæti fullnægt raf- magnsþörf alls Hvolshrepps og nokkurs hluta Rangárvalla. Leikhús ætti að geta þrifist í þorpinu, samfara því að. vera fundahús og kvikmyndahús. Trúi jeg ekki öðru en að það stuðlaði að þvi að fólkið færi að tolla í sveitinni. I svona þorpum mætti hafa smjör- og ostagerð, en bílar flyttu svo vörurnar á markaðinn, eins og þeir einnig gætu flutt að mjólk frá mjólk- urbúunum. Jeg geri og ráð fyrir að í þorpum þessum mætti hafa sundlaugar hitaðar með raf- magni. Tungufoss hygg jeg hafi 30—40 metra fallhæð, þó ekki hafi jeg mælt hann. Vatnsmagnið er míkíð, að líkíndum ekki minna en i Elliðaánum, en fall- hæðin er víst miklu meiri, og því sýnilegt að um nægan kraft væri að ræða, bæði til Ijósa og hitun- ar og enda þótt eitthvað væri not- að til iðnaðara. Það er trú min, að þegar járnbraut er komin austur, þá fari bændur að færast í aukana og gjöra eitthvað veru- legt til framfara, fyr getur mað- mr ekki búist við miklu. Eitthvað líkt þessu sem jeg hefi hjer talað um, mætti vel gera til þess að vera viðbúinn þegar járnbraut kemur, en von- andi verður þessekki mjög langt að bíða. Þörf hugvekja var fyrir nokkru í Lesbók Morgunblaðs- ins, um óðalsrjett. Þar var upp- ástunga um, að menn gætu rækt- að og stækkað jarðir foreldra sinna svo að fleiri en eitt barn- anna gæti búið á þeim. Það er líka alveg víst, að hverjum manni þykir mikið vænna um það land, sem brotið hefir verið af eigin hendi. Við það skapast meiri ást á vinnunni. Framtak og dugnaður fer þá æfinlega saman. Það vita lika allir, að skemtilegra er að hafa sjálfur afkastað starfinu, í stað þess að hafa sótt það alt til annara. Úr því að jeg á annað borð tók mjer penna í hönd, þá er best að jeg minnist á ofurlítið fleira, sem mjer finnst afturför í. Jeg bið bændur velvirðingar á því, að jeg er að sletta mjer fram i þeirra hagi. Mjer virðist aftur- för í því, að hafa lagt fráfær- urnar niður. Jeg held ábatavæn- legt að taka þær upp aftur, að minnsta kosti á þeim lömbum, er setjast eiga á. Fráfærulömb munu taka betur fóðri en dilkar. Að vísu mun erfitt, sakir fólks- skorts að taka fráfærurnar upp, en þegaí meiri framfarir hafa orðið, mun ekki þurfa að kviða fólkseklu í sveitunum. Auk þess gætu nátthagar greitt fyrir fjár- gæslunni. Myndi að líkindum best ag sljetta þá fyrst og fá síð- an fullnaðarrækt í þá með á- burði fjársins, og með því stækka túnin hröðum fetum, en hvernig þessu yrði best hagað, læt jeg bændur og búfræðinga um. j Mönnum þarfað þykja vænt um vinnuna, því hún er sú besta guðs gjöf sem mönnunum hefir hlotnast, það er sælt að neyta brauðsins í sveita sins andlitis og láta sjer það meiri heiður en lægingu finnast. Það vita þeir best sem um stundarsakir hafa orðið fyrir því mótlæti, að geta ekki notið þessarar miklu guðs gjafar. Það er ósk min, að eitthvað af því, sem jeg hefi tekið fram hjer, mætti virðast nothæft, og verðugt til ihugunar. Bændur þurfa að vinna sem mest að umbótum búa sinna sjálfir, ásamt þeim heim- ilisvinnukröftum, er þeir eiga ráð á, og til þess að verða fyrir sem*minnstum misfellum, eru sjerfræðingar og fróðleiksbæk- ur, starfinu til suðnings, mik- ils virði. Að því er kemur til húsbygg- inga á jörðum, þá hefi jeg mesta trú á vel vönduðum steinsteypu- húsum. Þar leggja heimilin til bæði vinnuafl og allmikið efni, og fá sjer til aðstoðar mann eða menn, með fúllri verkþekkingu, ekki til þess eins að standa yfir vinnunni, og segja hvernig henni skuli haga, heldur skyldu þeir og leggja hönd á verkið og sýna jafnt vit og vinnudug. Vjer íslendingar höfum ekki cfni á því, að hafa marga sjer- fróða menn, sem leiða hjá sjer að væta hendurnar. Við sjávarsíðu er það sumstaðar tíðkað við fisk- verkun, að verkstjórinn vinnur að eins með tungunni, en þá að- ferð hata jeg, eins og mjer að hinu leylinu þykir vænt um þá sem vinna. Stundum hafði jeg 30 manns í vinnu og vann óhik- að sjálfur; fylgdist þá um leið fyllilega með striti starfsins og fann hver átarfsþungi lá á þeim, er með mjer unnu. Mönnum þarf að skiljast til fulls ,að vinnan er viðhald lífs- ins. Oft er talað um líkamlega vinnu sem plágu, og menn kveinka sjer við.að víkja hendi sjálfum sjer eða öðrum til gagns. Til Reykjavíkur kemur alt of margt fóllk, til þess að læra eitt- hvað, er síðar kann að leysa það undan öllu likamserfiði. Þjóð- inni er hætta búin af því, hve frá- hverfir menn eru að gerast lik- amlegri vinnu. Sjerhver starf- semi styrkir þjóðin andlega og líkamlega, en iðjuleysið lamar þrótt þennar og þol. „Norður við heimskaut í sval- köldum sævi" verður vjer að gera hreysti forfeðra vorra og dugnað þeirra að vitamerkjum við vöggustokk komandi kyn- slóða, en til þess verður sú kyn- slóð, er nú lifir, að vera starf- söm. Mun svo reynast, að hvert land bjargast með sinum gæð- um ef menn ekki gleyma því, að starfsorkan er besta vöggugjöf- in, er vjer höfum hlotið. Einar J. Pálsson. Ofviðri hin mestu hafa verið alla og mikið tjón hlotist af. Togar- inn „Skallagrímur" kom inn í fyrradag og hafði sjór gengið yf- ir hann í Faxaflóa, tekið út bát- ana, eyðilagt loftskeytaumbún- aðinn og brotið allmikið á þil- fari. Aðrir togara hafa orðið fyrir minni skemdum. — Flóð- bylgja gejik á land suður í Höfn- um á miðvikudagsmorgun, sóp- aði burtu görðum og bar grjótið langar leiðir á land upp. Bær- inn Garðar var á kafi í sjó allan þann dag. Þar bjó Vilhjálmur Jónsson, maður sjötugur að aldri, og bjargaðist hann við ill- an leik, en misti húsgögn sín öll og vetrarbjörg. Nokkrum kind- um varð bjargað i báta, og varð að vaða sjóinn í mitti inn í fjár- húsin til þess að ná þeim. — Á Egrarbakka brotnaði sjógarð- urinn vestur af kauptúninu á um 80 faðma svæði, bryggja skemdist allmikið og bátur brotnaði á landi uppi. Bátur ferst. Frá ísafirði er símað 6. þ. m.: Árabátur fórst í gær með tveim mönnum á leið yfir ísaf jörð frá Arngerðareyri til Svansvíkur. Mennirnir voru Kristmundur Kristjánsson bóndi í Svansvik og Kristján Össursson frá sama bæ. Ný bók. Ut er komið II. bindi af Sið- fræði próf. Ágúst H. Bjarnason- ar. Fjallar það um höfuðatrifii siðfræðinnar. Guðmundur Finnbogason flutti síðaslliðinn sunnudag: erindi um „Bölv og ragn og þjóð- nýtingu þess". Lýsti hann því hve tunga vor væri auðug af blótsyrðum, skýrði uppruna þeirra og merkingu og lýsli notk- un þeirra. Taldi hann bötvið hinn mesta ósið og vildi útrýma því. Menn bölvuðu aðallega s-jfer til skapljettis, er þeir reiddust, og varpaði fyrirlesari fram þeirri spurning, hvort ekki gæti önnur orð málsins komið þar í stað blótsyrðanna. Leist honum þar til best á töluorðin og ráðlagði mönnum að telja 1, 2, 3, 4, 5 . . o .s. frv. er þeim sigi í skap, þangað til þeim rynni reiðin. En ef ekki virtist annað sloða, þá vildiliann láta þjóðnýta bötv og ragn: Banna öllum mönnum að blóta fyrir eigin reikning og skipa í þess stað embættismenn til að bölva fyrir alla þjóðina. — Alþ.bl. og Morgunbl. hefir orð- ið sundurorða út af þessari tiílögu G. F. Alþ.bl. gest ekki að þessari þjóðnýtingarhugmynd hans og telur ríkisbölvara ó- þarfaembætti. En Mbl. reynir að hugga Alþ.bl. með þvi, að engir myndu standa nær að hreppa slikt embætti en einmitt einlvver þeirra Alþ.bl.-manna. SigurSur Eggerz. Eftir beiðni S. E. hefir Lög- rjetta flutt ræðu þá er hann hjelt um Nýja sfíttmála í Efri deild í vor. S. E. gerði þar að umtalsefni grein þá er ritstjóri Varðar hafði ritað um bókina og kvað greina „svartasta blettinn í öllu mál- inu". í næsta hefti Vöku mun ritstj. Varðar birta ritgerð, sem m. a. f jallar um þessa ræðu S. E. Bruni. Um síðustu helgi brann vorugeymsluhús verslunarinnar „Höfn" við Ölfusárbrú. Húsið var óvátrygt og eins vörur bær, er í því voru geymdar. Prentsmiðjan Gutenberg. lákason tekið að sjer u>nsjón með niðurröðun og saæræmingu efnisins. I. Ræktun. MiJIi fjalls og flóðs — munu græðiöfl góðs verja Iendur og sírœkta saðlönd og slióg. Hjer er sólgeisla gnótt — hjer er fagurt og frjótt ef að við leggjum heilhuga hendur á plóg. (Bjórnson). / 1. Ræktunarskilyrðin. Öll ræktun er ýmsum náttúruskilyrðum háð. Þó máttur vor geti litlu eða engu um þokað til að breyta þeím skilyrðum, er okkur eigi að síður nauðsyn að þekkja sem best öll einstök atriði nátttúruskilyrð- anna. Ekki að eins mótast ræktunaraðferðir, heldur einnig allur búskapur bóndans af hinum líttviðráð- anlegu náttúruskilyrðum. Af ræktunarskilyrðum er fyrst og fremst að nefna: veðurfar og jarðveg. Veðurfar. — Um fátt er mönnum hjer á landi tíð- ræddara en veðurfarið, — veðrið — tíðina. Með því búskaparlagi, sem hjer tíðkast, eru bændur stórum háðari veðrinu, en bændur i flestum hjeruðum ná- grannalandanna. Þannig er þetta, en því er eigi að leyna, að einum þræði stafar þetta af því, að íslend- ingar hafi ekki verið svo slyngir sem skyldi í að laga lifnaðarhætti sína eftir veðurfari landsins. Veðurfarið ræður miklu um það, hverjar jurtir er hægt að rækta, það takmarkar sáðtíma og uppskeru- tima. Á veðurfarinu veltur það mjög, hversu rækt- unarland þarfnast mikillar framræslu, — eða vökv- unar (áveitu). Byggingum yfir menn og fjenað, fóður og áburð, verður að haga eftir veðurfari. Einnig vali búfjárins. — Og veðurfarið setur mörk sín á búfjen- aðinn, ræður miklu um þroska hans og afurðamagn. Þrátt fyrir það hve veðurfarið hefir mikil áhrif á atvinnu manna og hagi, er vitneskjan um veðurfarið hjer á landi mjög í molum og ófullkomin. Að sönnu munu flestir telja að veðurfari landsins sje fljótlýst, — tíðin sje misfellasöm og köld o. s. frv., en ef brjóta skal málið til mergjar, verður svara vant við fjöl- mörgum spurningum, sem nauðsyn væri að svara sem greinilegast. Tveir aðalþættir veðurfarsins, sem mest eru athug- aðir, eru hitinn (og kuldin) og úrkoman. Hita- og 'úrkomumælingar hafa verið gerðar hjer á landi um alllangt skeið, en bæði voru stöðvarnar of fáar, og eru raunar enn þá, og svo hefir lítið verið að því gert að vinna úr þeim athugunum og mælingum sem til eru með það fyrir augum, að draga af því ályktanir um ræktunarskilyrði og þroskamöguleika gróðursins, sem bændur rækta, eða nytja án ræktunar. 1 ýmsum lönd- um er mikið unnið að slíkum rannsóknum, enda er það ljóst, að veðurathuganir í sambandi við rækt- unartilraunir geta haft mikla þýðingu fyrir landbún- aðinn, og að ræktunartilraunir geta aldrei orðið fylli- lega áreiðanlegar, nema veðurathuganir sjeu gerðar í sambandi við þær. Allar jurtir þarfnast einhvers hita, til þess að geta lifað. Sje hitinn svo lítill, að jurtirnar að eins geti lií'að, verða þrif þeirra auðvitað þar eftir. Lifsstarf- semin eykst venjulega og verður harðari við aukinn hita, að vissu marki. En þegar komið er yfir það mark, dregur aukinn hiti úr þrifum jurtanna, því frekar sem hitinn eykst meir, uns því marki er náð, að jurt- irnar geta ekki þrifist sökum hítans. Þannig er talað um lágmark hitans, um hinn hæfilegasta hita, og hámark hitans. Til fjalla á íslandi er hitinn svo litill, að fóðurjurtir ná ýmist fremur litlum þroska, eða engum (á háfjöllum). Þar eru lágmörk þess hitastigs, sem fóðurgrös þurfa til að lifa. Hjer á landi verð- ur hitinn (lofthitinn), aldrei svo mikill, að fóður- jurtir geta ekki þrifist þess vegna, ef önnur skilyrði eru hæfilleg. Að tún brenna stafar í raun og veru al- drei af of miklum hita, heldur af vatnsskorti. Líkur má leiða að því, að sumarhitinn hjer á landi sje ekki fjarri því að vera hæfilegur,— til þess að tún- gras nái sem-bestum þroska og heppilegustum, í öll- um hlýrri sveitum landsins, þegar sumur eru í með- allagi heit eða betur. En hitt er eigi síður ljóst, að í mörgum sveitum og mörg árin, er sumarhitinn af skornum skamti og of lítill fyrir grasræktina. Einmitt. þess vegna ríður hjer svo mjög á því, að afla sem mestrar þekkingar á aðferðum ræktunar og notfæra hana sem best, að beita öllum ráðum til að efla þrif og þroska gróðursins. Það er sanni fjær, að leggja verði hendur í skaut, þó einhver þeira frumgæða, sem grasið þarfnast, sje í tæpara lagi, og af þvi að svo er oft, ríður á því að þekkja sem best alla þætti veð- urfarsins. Því skyldi enginn aðhyllast þá villu, að slík þekking sje fánýt, þó að ekki sje hægt að breyta veðrinu.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.