Vörður


Vörður - 21.04.1928, Page 1

Vörður - 21.04.1928, Page 1
0 Utgefandi: Miðstjórn íhaldsflokksins. VI. ár. Iteykjavik 21. apríl 11)2$. 1$. blað. Brot dómsmálaráðherrans á varöskipalögunum. Frumræða Jóns Þoriákssonar. Geir T. Zoéga mentaskólarektor. Hann andaðist síðastliðinn sunnudag eftir mánaðarlegu, 71 árs að aldri, fæddur 28. mars 1857. Foreldrar hans voru Tóm- as Jóhannesson Zoega og kona hans, Sigríður Kaprasíusdóttir. Geir Zoega kaupmaður og út- gerðarmaður, sem þjóðkunnur var fyrir framkvæmdaserni sína var föðurbróðir Geirs rektors. En Zoega-ættin er ítölsk aðals- ætt að uppruna, þótt hingað til lands flyttist hún frá Suður- Jótlandi. Geir rektor útslcrifaðist úr Latinuskólanum 1878 og lauk prófi í sögu og málvísinþum við Hafnarháskóla 1883. Árið eftir varð hann kennari við Latínu- skólann og hefir verið það sam- fleytt síðan, eða 44 ár. Seinustu 14 árin hefir hann verið rektor skólans. Kona hans var Bryndís Sig- urðardóttir, kaupmanns i Flat- ey. Eru börn þeirra á lífi þessi: Geir vegamálastjóri, Guðrún kona Þorsteins hagstofustjóra, Sigríður ljósmyndari, Áslaug kona Hallgrims Benediktssonar stórkaupmanns og Jófríður, í heimahúsum. Uppkomna dótt- ur, Ingileifi, mistu þau hjónin fyrir fáum árum. Geir rektor hafði átt þátt í uppeldi meiitamanna landsins um 44 ára skeið. Og má full- yrða, að hann hafi rækt starf sitt mjög vel. Hann var ekki einimgis hinn lærðasti maður, heldur og hinn samviskusamasti °g auk þess gæddur þeirri skap- gerð, að nemendur áttu hægt hieð að færa sjer handleiðslu hans í nyt, lipurmenni, glað- Ur í bragði og skýr í liugsun, laus við óþarfa hnýsni og af- skiftasemi, en slíkir eiginleikar eru eitur í beinum unglinga á námsaldri, og hafa oft vakið þá andúð gegn kcnnurum, sem að ýmsu leyti hafa mátt teljast hæfir menn, að sárlítil not hafa orðið af starfi þeirra. Geir Zoega var málfræðing- Ur hinn mesti, sjerstaklega i ensku og íslensku. Liggur og eftir hann mjög merkilegt starf á málfræðisviðinu, þar sem eru hinar 3 orðabækur sem hann samdi, ensk-íslenska orðabókin, , sem fyrst kom út 1896, ís- lenslc-enska orðabókin, sem kom út 1904 og orðabók yfir fornmálið með enskum skýring- Um, sem út kom 1910. Orða- hækur þessar þykja hin mestu ^freksverk, einkum tvær hinar f ^rri, því að þar var unnið ^autryðjandastarf. Auk þessa s^Uidi hann kenslubók, „Geirs- sem allir þekkja og verið lang útbreiddasta ensku- náibsbók jjjgp 4 landi í mörg ár. — Jeg vil leyfa mjer að rifja upp í fáum orðum tildrög þessa máls, sem hjer er til umr. Á Alþingi 1927 voru sainþ: tvenn lög um varðskip rikisins, hvortveggja stjórnarfrumvörp. Þau öðluðust konungsstaðfest- ingu 31. maí 1927. Fyrri lögin, n'r. 41, uin varð- skip ríkisins og sýslunarmenn á þeim, kveða á um stöðu þeirra manna í þjóðfjelaginu, er hafa á hendi stjórn á löggæsluskip- um ríldsins, svo og skipshafnar á þeim skipum. Meðal annars eru þar ákvæði um það, að allir starfsmenn á þessum skipum skuli vera sýslunarmenn rikis- ins, skipaðir af ráðuneylinu eða af skipherxa í umboði þess. Að öðru leyti gilda um þá svipuð ákvæði þeim sem gilda um aðra fasta starfsmenn ríkisins. Lög þessi gengu í gildi sama dag og þau öðluðust staðfest- ingu konungs, eða sem áður er sagt 31. niaí 1927. Hin lögin, nr. 51, um laun skipherri og skipverja á varð- skipum ríkisins, tiltaka launa- kjör þeirra skipverja, er ráðu- neytið styldi skipa samkvæmt fyrnefndum löguin. Auk þess eru þar ákvæði um það, hvern- ig ákveða skyldi laun annara manna á skipunum sem elcki eru fastir sýslunarmenn. Þessi Iöí, sem einnig öðluð- ust sem fy segir, konungsstað-. festingu 31 maí, gengu í gildi 1. júlí sana ár samkvæmt á- kvæði í löginum sjálfum. Af því a5 laúnalögin gengu ekki i gildi fyr en 1. júlí, var eltki unt aí framkvæma skip- unina samk>æmt hinum lögun- um fyr en tannig að hún gilti frá þeim tíiaa. Þegar eftir 1. júlí var gefin út fyrirskipun frá fjármálaráðutieytinu, að greiða skyldi skipvtrjum á varðskip- unum laun eftir launalögunum, frá þeim tínin, er þau gengu í gildi, og halda eftir af launuin þeirra iðgjaldi í lífeyrissjóð embættismanna, svo sem tiltek- ið er í lögunum. En skipin Voru að starfi við eftirlit með landhelginni og komu lítt til heykjavíkur. Varð því aðdragandi nokkur að því að fá að vita Uin nöfn og starfs- aldur þeirrá skipverja, er áttu að fá veitingu fyrir stöðum sínum. Þó vat því loki'ð fyrir stjórnarskiftin og búið að ganga frá skipunarbréfunum í stjórn- arráðinu að öllu leyti öðru en því, að eftir var að undirskrifa það eintak, sem átti að afgreiða til skipverjanna sjálfra. Enn- fremur höfðu verið gerðar ráð- stafanir til þesss að birta þessar skipanir á venjulegan hátt í Lögbirtingablaðinu. En þetta snerist í annað horf en til var stefnt. Það var upplýst á þinginu, að sá dómsmálaráðherra, sem við tók, þegar hjer er komið sög- unni, og átti að undirskrifa skipunarbrjefin, vildi ekki gera það. Hann Ijet afturkalla aug- lýsingu þá, sem birtast átti i Lögbirtingablaðinu, og það er upplýst, að til þess að sú aftur- köllun færi fram hafi hann lát- ið brenna eitt númer af blað- inu fullprentað, þar sem til- kynningin um skipunina hafði verið sett. Siðan var afturköll- uð áðurnefnd fyrirskipun frá fjármálaráðuneytinu um að greiða skipverjum laun samkv. ákvæðum launalaga fyrir varð- skip ríkisins. En í öðruin atriðum hafa þessi lög einnig verið brotin | síðan um stjórnarskiftin. Þar á meðal ákvæði laga nr. 41 um að ekki skuli lögskrá skipverja á varðskipum ríkisins. Þar sem lögin kveða á um stöðu skip- verja og gera þá að föstum sýslunarmönnum rikisins, var svo til tekið, að ekki skyldi lög- skrá þá. En hæstv. dómsmála- ráðherra (J. J.) hefir ekki kært sig um að framfylgja þessu á- kvæði, heldur látið lögskrá þá áfram og lögskráðir eru, þeir enn í dag og því undir ákvæð- um siglinga laganna en ekki laga nr. 41, 31. maí 1927, sem veita þeim rjett til lífeyris' fyrir sig og ekkjur sínar samkvæmt lögum frá 1921 um lifeyrissjóð embættismanna. Svo sem til árjettingar því, að núverandi stjórn vildi ekki hlíta ákvæðum gildandi laga um laun skipherra á varðskip- unum, ritaði hæstv. dómsmála- ráðh. (J. J.) 8. des. f. á. skip- stjórunuin á varðskipunum „Óðni“ og „Þór“ samhljóða brjef, sem jeg hefi endurrit af og skal með leyfi hæstv. for- seta lesa upp. Þar segir svo: „Eftir stjórnarskiftin siðustu var yður, herra skipstjóri, til- kynt munnlega að laun þau, sem þjer hingað til hafið haft sem skipstjóri á varðskipinu væru að áliti stjórnarinnar í ó- samræmi við laun starfsmanna ríkisins yfirleitt. Jafnframt var tekið fram að launin myndu þó haldast óbreytt til áramóta, en þá verða færð til samræmis við laun virðulegustu starfsmanna í þjónustu landsins. í áframhaldi af þessu sam- tali er yður hjermeð tilkynt að frá byrjun janúar næstkomandi verða laun yðar ákveðin jöfn launum skrifstofustjóra í stjórnarráðinu og aldursuppbót reiknuð frá þeiin tima, er þjer hófuð skipstjórn i þjónustu Björgunarfjel. Vestmannaeyja. Núverandi landsstjórn lítur svo á, að starfi skipstjóranna á varðskipunum fylgi engin risna, og að það sje beinlínis skaðlegt fyrir starf skipstjóranna -sem löggæslumanna landsins, að þeir bindi með risnu kunningsskap- arbönd, sem fremur geta veikt en styrkt aðstöðu þeirra við starf sitt í þjónustu landsins. sign. Jónas Jónsson. Sigfús. M. Johnsen. Jeg skal að svo stöddu víkja að eins að þeim kafla brjefsins er fjallar um launin. Með brjef- inu ákveður hæstv. ráðherra (J. ,1.) af fullveldi síau, að laun skipherra á varðskipum ríkis- ins skuli frá áramótum vera söm og laun skrifstofustjóranna í stjórnarráðinu. En á sama tíma eru í lögum skýr og ský- laus ákvæði um það, að launin skuli vera önnur. Þetta er svo bert lagabrot sem frekast getur orðið. Það er kunnugt, að eftir að hæstv. dómsmálarh. (J. J.) hef- ir þannig sumpart beinlínis brotið lögin sjálfur og sumpart gert starfsbróður sínum hæstv. fjrli. (M. K.) ómögulegt að framfylgja þeim, þá hefir hæstv. stjórn lagt fyrir þetta þing frv. til íaga um nýja skip- un á þessu, sem meðal annars fer fram á að nema úr gildi þau tvenn Iög, sem brotin hafa verið og hafa gilt til þessa. Nú hefði mátt ætla, að Al- þingi væri svo á verði um vald sitt, að það hefði vísað þessari tilraun til einræðis á bug með því að fella frv. og krefjast þess, að gildandi Jöggjöf væri framfylgt og hlýtt. En það hefir komið á daginn, að Alþingi vildi ekki kjósa þá leið. Og er það var orðið bert, leyfðum við okkur, flutningsmenn, að bera fram þessa till. á þskj. 544, sem nú er til umræðu. Hún fer fram á það eitt, að Alþingi á- lykti að víta brot dómsmála- ráðherra á þeirri löggjöf, er þingið í fyrra setti um varðskip ríkisins. Ástæðan til þess að við ber- um fram þessa till. er ekki sú, að við viljurn með henni óska eftir stjórnarskiftum eða að hæstv. dómsmálaráðh. (J. J.) víki úr sæti; flokkum er sem kunnugt er, ekki svo háttað hjer í þinginu, að það sje tíma- bært ennþá. En ástæðan er sú, að við teljum ólijákvæmilegt að Alþingi láti að gefnu tilefni þá skoðun sína í ljósi á einhvern hátt, að það vilji ekki una því, að vald þingsins sje virt að vettugi og ráðherra brjóti og vanræki að uppfylla lög, sem samþykt hafa verið á Alþingi og öðlast staðfestingu konungs og komin .eru í gildi. Við álit- um vald Alþingis í hættu, ef það sjálft heldur ekki vörð um það. Viljum við með till. gefa Al- jiingi tækifæri til þess að láta í ljós, að það vilji halda vörð um vald sitt og leggja áherslu á það, að annað eins og þetta, sem í tili: er átalið, endurtaki sig ekki. Ef Alþingi, lætur það óá- talið, má búast við framhaldi í sömu átt. Nútíminn hefir sjeð í ýmsum löndum lalsverða tilhneiging til einræðis. Og einræðið er svo langt komið í framkvæmd í sumum löndum Norðurálfu, að völd löggjafarþinganna eru úr sögunni. Þessi stefna fær byr af þeirri skoðun, sem er orðin talsvert almenn, að þingunum takist ekki eins vel og ákjósan- legt væri að halda virðingu sinni og framkvæma ætlunar- verk sitt. En jeg hygg, að hjer á landi sje flestir sammála um það, að þó að setja megi sitt- hvað út á þingið, þá sje enn ekki fundin nein sú tilhögun, sem gæti komið í staðinn fyrir þingræðið. En þó er ekki við því að búast, að sú skipun hald- ist, nema Alþingi gæti rjettar síns og haldi vörð um vald sitt og virðingu. En það er sist til þess að auka virðingu alþjóðar fyrir Alþingi, að láta það líð- ast, að ráðherra taki vald þess í sínar hendur. Jeg ætla ekki að svo stöddu að tala um fleiri hliðar á þessu máli en þetta aðalatriði. Jeg óska þess, að samkomu- lag verði meðal alþingismanna um að gera það sem þinginu er skylt að gera til þess að halda vörð uin skiptingu valds- ins, sem ákveðin er í núverandi stjórnarskrá og um stjórnskipu- lag landsins. Séra Björn og sanngirnin. Máli rjettu hallar liann, hvcrgi dóma grundar. Síra Björn Þorláksson frá Dvergasteini hefur á gamals- aldri getið sjer frægð sem rit- höfundur. Þau tvö hefti, sem komin eru út, af skýrslu hans um áfengisútlát lækna, munu lengi halda á lofti nafni hans og minningu. Þetta nokkum veginn einstæða rit mun síðar verða merkilegt sýnishorn af menningarástandi Islendinga á þvi herrans ári 1928, — þegar kirkju- og kenslumálaráðherr- ann ljet gefa út á alþjóðakostn- að og dreifa út ókeypis riti, þar sem m. a. er gert gys að manni fyrir það, að hann er fatlaður.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.