Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Menntamál - 01.01.1933, Blaðsíða 9
MENNTAMÁL 9 hcnnar og sitt eigið hlutverk. ÞaÖ er hægt aÖ fá sverðið lán- að, en ekki arminn, sem kann að stýra því. Það má safna ótal hjálparmeðulum, sem aldrei koma að notum, ef illa er með farið. Lestrarstofan ein, með öllum sínum bókum og gögn- um, megnar ekki að færa unglingana af götunum og auka áhuga þeirra fyrir námi og lestri. Þar kemur til kasta kennarans að færa börnin og bækurnar saman, gera blýlegt sambandið þar á milli, að sýna börnunum hvernig hægt er að finna þann fróð- leik i bókum, sem maður þarfnast i lífinu, ef maður aðeins þekkir bækurnar og kann að hagnýta sér þær. Annað aðalat- riðið er það, að stofan sé hlý og björt og aðlaðandi fyrir börnin. Þá likist lestrarstofan góðu heimili, þar sem börnun- um verður ljúft að safnast saman við vinna sína, þar sem kennarinn gengur á milli, leiðbeinir og heldur uppi siðum og góðum reglum. Það er ánægjulegt að koma inn í slíka lestr- arstofu. Hver vinnur að þvi, sem hann hefir mest yndi af sjálf- ur. Starfsgleðin og ánægjan skín út úr hverju andliti, þvi allir liafa verk að vinna, allir eiga áhugamál, —* allir eitthvað að sigra. Sumir gera ritgerðir um merka menn eða sögulegan at- burð, sem þeir svo eiga að lesa upp í skólanum næsta dag. Nokkrir tcikna eða klip]>a myndir úr blöðum, sem þeir svo líma inn í ritgerðir sínar, aðrir reikna heimadæmi sín, sem þeir eiga að skila í skólanum, eða draga upp lönd og lita vinnu- kort sin fyrir næsta landafræðistíma. Þeir, sem ekki geta fellt sig við allt þetta, lesa sögubækur, skoða myndabækur eða eitt- hvað annað, sem veitir ánægju. Þegar lestrarstofurnar hafa náð þannig tökum á börnunum, er tilgangi þeirra náð að miklu leyti. Þær hafa dregið huga barnsins frá götunni og stráka- pörunum, þær hafa gefið barninu lifandi viðfangsefni í stað- inn fyrir iðjuleysið, j)ær hafa skapað hinum athvarf, sem eiga við erfið heimííiskjör að búa, sem geta ekki lesið fyrir litlu systkinunum, fyrir þrengslum eða ljósleysi. Þá verðuf það hugg- un, sem veitir nýjan kjark, að koma inn í hlýja og bjarta lestr- arstofuna, þar sem myndir hanga á veggjum, nógar bækur eru til að lesa, glaðir félagar og vingjarnlegur kennari, sem

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.