Menntamál - 01.01.1933, Side 17

Menntamál - 01.01.1933, Side 17
MENNTAMÁL 17 þriÖji er „mitt á milli þeirra“, eins og Vessel kemst aÖ orði viÖ kunningja sina. Einum þykir þú vera of gæfur, annar telur þig of strangan o. s. frv. Agreiningsefnin geta veriÖ mörg og margvísleg. Vel getur verið aÖ þér skjátlist, og einn eÖa annar hafi rétt fyrir sér.. Gættu að því og reyndu aÖ hagnýta þér góÖ ráð. En getir þú ekki fundið önnur ráð betri en þín eÖa ])au, er þú styÖst við frá kennurum þinum eÖa reynslufræðum uppeldismálanna, hví skyldir þú þá hreyta um, breyta móti betri vitund. Dómsdagur þinn er ekki kominn, hann er ekki í dag, ekki á morgun og ekki hinn daginn. Vertu rólegur. Láttu aðra dæma. Það eru dagdómar, sennilega dægurflugur. Sami maðurinn get- ur jafnvel dæmt um sömu aðferð og sama háttalag á annan veg á morgun. að ári, eftir nokkur ár. Meira að segja er ekkert liklegra. Hvernig fer þú þá að ? Nei, íarðu varlega. Þó að þú hafir skyldur og á þér hvíli ábyrgð, þá er þér engan veginn skylt að lifa svo öllum líki. Það getur enginn. Þér er reyndar skylt að reynast öllunt svo vel sem þú getur, en það er annað mál. Þú ert að vísu samferðamaður þeirra, sem senda börnin til þín, og samverkamaður þeirra. En þú ert förunautur og fylgdarmaður liarnanna. Það er meira. Þú bcrð ábyrgð á því, að segja þeim svo rétt til vegar, sem þú frekast getur, hjálpa ]teim af fremsta megni til að átta sig á viöáttunni framundan, með öllnm hennar frjómögnum og feg- urð, freistingum og hættum. Börnin geta sagt síðar, er ]iau eru vaxnir rnenn og konur, að ]>ú hafir verið leiðtogi þeirra. Þau gætu meira að segja haft það sér til afsökuriar á villigötum, aÖ þú hafir sagt þeim illa, eða jafnvel rangt til, fyrir þá s<")k séu ])au nú þarna stödd.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.