Menntamál - 01.01.1933, Page 22

Menntamál - 01.01.1933, Page 22
22 MENNTAMÁL við barnaskóla Hafnarfjarðar. Og ]>ar starfaði liún kennari því nær óslitið síðan. Valgerður þótti góður kennari og var óvanalega vinsæl. Valgerður var ekkja Jóns Jónssonar, skólastjóra í Hafnar- firði. Þau áttu fjögur börn. Jens og Kjartan synir þeirra eru látnir, en Jónas og Sigríður eru á lífi. Er Jónas loftskeyta- maður á Seyðisfirði, en Sigríður ritari í bankaútibúi Hafnar- fjarðar. Síðustu æfiárin bjó frú Valgerður við vanheilsu nokkura. Aðfaranótt 22. desembers síðastliðins veiktist Valgerður snögg- lega og andaðist 23. sama mánaðar. Hafnfirðingar sýndu Valgerði óskipta samúð lífs og Iiðinni. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar kostaði útför hennar. Valgerður sinnti mjög andlegum málefnum. Var hún formað- ur guðspekistúkunnar í Hafnarfirði síðustu árin. Allmikið þýddi Valgerður úr útlendum málum guðspekilegs efnis og ritaði nokkuð sjálf. Grétar Ó. Fells minnist Valgerðar i Vísi 3. janúar 1933. Kernst hann þar svo að orði: „Hún var fögur sál og rík af þeim verðmætum, sem hafin eru yfir allt peningamat og mannvirðingar i venjulegum skiln- ingi þess orðs. — Valgerður var góðum gáfum gædd, geðþekk og prúð í framgöngu. Hún var sannleiksleitandi sál, og því frjálslynd og víðförul um heima andlegra fræða. Góðviljuð var hún og greiðasöm, enda hygg eg, að það sé ekki ofmælt, að hún hafi verið hugljúfi allra þeirra, er kynntust henni nokkuð að ráði. Og eg vil kveðja hana með því að þakka henni fyrir vin- áttu hennar og skilning, álmga hennar, geðprýði og hógværð." Lýsing Grétars á Valgerði Jensdóttur styðst við þekkingu og skilning. Sigurbjörg Jósefína Þorláksdóttir var fædd að Undirfelli í Vatnsdal, 5. september 1870. Voru foreldrar hennar Þorlákur Símon Þorláksson bóndi og kona hans Margrét Jónsdóttir. Bjuggu þau hjón lengst af í Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.