Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 14

Menntamál - 01.10.1946, Qupperneq 14
116 MENNTAMÁL Jón Hróbjartsson kennari látinn Jón Hróbjartsson kenn- ari á ísafirði lézt 29. ág. s. 1. Hann var fæddur aS Eyvindarstöðum á Álfta- nesi 14. júlí 1877 og út- skrifaðist úr kennaradeild Flensborgarskólans árið 1900. Kennari við barna- skólann á ísafirði gerðist hann 1918 og var það til dauðadags og var kallað- ur góður og ötull kennari. Söngur, teikning og landa- fræði voru eftirlætisgrein- ar hans. Jón var starfsmaður jón Hróbjartsson. mikill og vandvirkur. Hann teiknaði marga landsuppdrætti fyrir skólann, sem hann vann við, og gaf honum, en auk þess gerði hann kort af ísafjarðarsýslu og kortabók fyrir fræðslumálastjórnina til þess að bæta úr sárum skorti á slíkri kennslubók. Var Jón drátthagur svo að af bar og hafði mikið yndi af þeirri iðju. Gleðja lands- lagsmyndir þær, sem hann teiknaði og málaði fagurlega, margra augu á Vestfjörðum og víðar. Kona Jóns var Rannveig Samúelsdóttir frá Naustum í Skutulsfirði, látin fyrir tveim árum. Þau eignuðust fjög- ur börn, sem öll eru á lífi, Ó. Þ. K.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.