Menntamál - 01.10.1946, Page 19

Menntamál - 01.10.1946, Page 19
MENNTAMÁL 121 Kennaramótiö í Aberdeen Viðtal við Stefán Júliusson yfirkennara. (Dagana 12. til 24. ágúst í sumar var haldin ráðstefna norrænna kennara í Aberdeen á Skotlandi til ])ess að ræða ýmis atriði uppeldis- og skóla- mála. Einn íslenzkur skólamað- ur sótti mót þetta fyrir atbeina fræðslumálastjórnarinnar og British Council á Islandi, Stef- án Júlíusson, yfirkennari í Hafnarfirði, en Islendingum hafði verið boðið að senda tvo menn til mótsins. Ritstjóri Menntamála telur líklegt, að kennurum og fleiri mönnum þyki fróðlegt að lieyra eitthvað um þessa ráðstefnu, og þess vegna hefur liann liitt Stefán að máli til þess að fá hjá hon- um nokkrar fréttir af ráðstefn- unni. Birtist ágrip af því sam- tali hér á eftir.) „Hvernig stóð á því, að þessi ráðstefna norrænna kenn- ara var haldin í Aberdeen?“ spyr ritstjórinn. „Sú er sök til þess,“ svarar Stefán, „að Skotar hafa mikinn áhuga á að auka og efla kynningu meðal þjóðanna, sem byggja nyrztu lönd álfunnar. British Council stóð fyrir ráðstefnunni og kostaði dvöl fulltrúanna í Skotlandi, og hafði um þetta samstarf við fræðslumálastjórnina skozku. En frumkvæðið að því að halda ráðstefnuna mun vera frá Skotum komið.“ Stefán Júliusson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.