Menntamál - 01.10.1946, Síða 26

Menntamál - 01.10.1946, Síða 26
128 MENNTAMÁL mikil kynni af undanfarin ár. Er hér átt við það, að sumar þær kennslubækur, sem nota verður í skólunum, hafa ekki verið fáanlegar um lengri eða skemmri tíma. Segir nefnd- in, að þetta hafi gengið svo langt, að sumir nemendur hafi „ekki séð sumar bækurnar, er þeir voru prófaðir í, fyrr en nokkrum dögum eða jafnvel klukkustundum áður en próf hófst. Er þannig hægt að benda á allmörg dæmi, þar sem nemendur hafa góðar og jafnvel mjög góðar ein- kunnir í allflestum greinum, en einn til þrjá í greinum þeim, er þannig er ástatt um.“ Nefndin hefur þess vegna gefið þessum nemendum kost á að endurtaka prófið nú í haust í þeim námsgreinum. En þótt nefndin hafi þannig gert það, sem í hennar valdi stóð, til þess að bæta úr afleiðingum námsbóka- skortsins, dregur það ekkert úr þeirri staðreynd, að út- gáfa námsbóka handa framhaldsskólunum er með öllu í óviðunandi ástandi, þar sem útgáfan er í höndum ein- stakra manna, sem hafa rétt til að njóta hagnaðarins af sölu bókanna, en hafa hvorki né telja sig hafa skyldur til að sjá um, að bækurnar séu jafnan fáanlegar. Þetta er mál, sem þarfnast rækilegra endurbóta og ætti fræðslu- málastjórnin ekki að láta það afskiptalaust, einmitt nú, þegar semja þarf og gefa út nýjar kennslubækur í fleiri eða færri námsgreinum framhaldsskólanna. Það er öllum ljóst, sem nokkuð hafa við próf fengizt, að ekki er vandalaust að taka saman verkefni til prófs eins og þessa landsprófs, svo að vel sé. En hitt mætti líka Ijóst vera, að mikið er undir því komið, að verkefnin séu skynsamlega samin, séu hvorki of þung né of létt, þar sé hæfileg áherzla lögð á aðalatriðin, sem mestu máli skipta, og reynt að prófa að einhverju leyti skilning nem- andans á viðfangsefninu. Það er eðlilegt, að kennarar miðskólanna, sem eiga að búa nemendur sína undir lands- prófið, leggi í kennslu sinni mesta áherzlu á þau atriði, sem þeir telja mestar líkur til að nemendunum verði gert

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.