Menntamál


Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 4
♦------------------------------------♦ Hvað er nýtt? ♦---------------------------------♦ MENNTAMÁL 110 Greinasafnið um forskólann í þessu hefti ber öll beztu einkenni þess, að til umræðu er nýjung. Samanlagt sýna greinarnar, að inn- leiðsla almennrar forskólakennslu er enn ófrá- gengið mál, óleyst viðfangsefni, sem krefst grannskoðunar félagslegra markmiða og kennslufræðilegra leiða, býður heim ábend- ingum um óreynd eða ófullnýtt tækifæri til menntunar ungra barna í skóla og utan, og hvetur jafnvel til hugleiðinga um hin dýpri rök til sjónarmiða okkar og athafna í uppeldis- málum almennt. Það er eðlilegt, að með umræðum um skólamál sé slíkt ótvírætt lífsmark helzt að finna þar sem augljósar nýjungar eiga í hlut. En fleira er nýjung en nýjar stofnanir. Á menntaskólunum og háskólanum hafa á und- anförnum árum orðið miklar breytingar; þeir hafa tekið slíkum stakkaskiptum, að þeir eru ekki síður nýstárlegir og fréttnæmir en for- skólinn, gefa ekki síður tilefni til íhugunar markmiða og leiða, innan þessara skólastiga og í skólastarfinu almennt. Jafnvel þar sem minna er um breytingar kemur nýtt á döfina. Við jafn öra þróun og þá, sem nú á sér stað í íslenzku þjóðfélagi, má líta svo á, að einmitt þær stofnanir, sem sízt fylgjast með í þróun- inni, verði nýstárlegar — í þeim skilningi, að það verður ófrágengið mál, hve vel þær henta hinum nýju þjóðfélagsaðstæðum, óleyst viðfangsefni, hvernig laga skuli þær að nýjum þörfum þeirra, sem þær eiga að halda áfram að þjóna: undirstöðuatriðin koma aftur á dag- skrá. Það gæti verið ómaksvert fyrir kennara á öðrum skólastigum að spyrja sjálfa sig, hvort þeir séu eins reiðubúnir til umræðna um grundvallaratriði og þeir, sem um forskólann fjalla.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.