Menntamál - 01.08.1971, Blaðsíða 18
aö jafna námsaðstöðu barnanna, gefa börnum úr
mismunandi uppeldisumhverfi kost á fjölbreytt-
um verkefnum til að þroska hæfileika sína al-
mennt, kenna þeim að umgangast jafnaldra
sína í starfshópi af líkri stærð og bekkjardeild í
skyldunámsskóla, temja þeim að hlíta almennum
skólareglum, lúta aga viðfangs'efnisins og stjórn
kennarans. í upphafi höfðuðu viðfangsefnin því
fremur til vilja- og tilíinningalífs en greindar;
og tekið var skýrt fram, að venjumyndun og til-
einkun viðhorfa, sem auðvelduðu kerfisbundið
nám síðar í skyldunámsskólanum, væri mikilvæg-
ara en kennsla ákveðinna námsgreina, hversu
þýðingarmiklar sem þær kynnu að vera.
Fram að áramótum var starfið í forskóladeild-
unum fólgið í leikskólavinnu, sem smám saman
þróaðist yfir í kerfisbundnar foræfingar að lestr-
ar- og skriftarnámi. Vinnubrögðin miðuðu að
því að rækta félagsþroska barnanna, temja þeim
heilbrigðar umgengnis- og starfsvenjur, auka al-
m'enna reynslu þeirra, skerpa athyglina og auka
einbeitingu og úthald, ennfremur að glæða
skynjun þeirra, bæta hreyfifærnina, rækta mál-
farið, auka orðaforðann og kenna þeim að tjá
sig skilmerkilega. Viðfangsefnin voru: söngur
og tónlist, rytmik og hreyfileikir, myndíð og
föndur í ýmsu fornti, almennt málnám gegnum
sögur, frásagnir og ævintýri, tjáning með l'eikj-
um og dramatiseringu og loks kerfisbundnar
foræfingar, þar sem þjálfað var formskyn, liljóð-
greining, fínhreyfingar, rninni og ályktunargáfa.
Jafnframt þessu athuguðu kennararnir börnin
skipulega í skólanum og söfnuðu hvers kyns upp-
lýsingum um þroskaferil þeirra. í desember skil-
uðu þeir svo greinargerð um þroska og heilsufar
hvers nemanda. Jafnframt var skólaþroskapróf
(Levinprófið) lagt fyrir þau börn, sem kennar-
arnir töldu þörf á. Alls voru prófuð 286 börn.
í janúarmánuði ræddu kennarar forskóladeild-
anna við sérkennslufulltrúa um þroskaskýrslur
barnanna og niðurstöðurnar úr skólaþroskapróf-
unum og tóku ákvörðun um að óska einstaklings-
rannsóknar á 84 börnum hjá Sálfræðideild skóla.
Dagana 7. og 8. janúar var haldin ráðstefna
með kennurunum, þar sem rætt var um starfið
til áramóta og kynnt námsefni og starfshættir
til vorsins. Lögð var fram m. a. námsáætlun í
lestri og leiðbeint um vinnutilhögun. í frarn-
haldi af ráðstefnunni var efnt til kvöldnámskeiðs
fyrir kennara, þar sem leiðbeint var um byrj-
endakennslu í lestri.
Fyrstu kennsludagana eftir áramótin könnuðu
kennararnir lestrargetu barnanna, og konr þá í
ljós, að 108 börn voru komin af stað i lestrar-
námi; þar af voru 55 börn orðin læs og þurftu
því ekki á byrjendakennslu að halda. Þessurn
börnum var séð fyrir einstaklingsbundnum við-
fangsefnum við hæfi. Lestrarkennslan hófst sið-
an hjá meginhópnum. Ráðgert var að kenndir
yrðu 19 bókstafir (af 36) til vorsins, venjulega
aðeins eitt hljóð á viku og unnið með það ræki-
lega í námshandavinnu, tengingu og texta. Raun-
in varð þó sú, að hvergi tókst að halda þ'essari
áætlun, og voru yfirlleitt aðeins kenndir 14
stafir og 2—4 orðmyndir. Áherzla var lögð á
samsömun hljóðs og stafs, sjálfkvæma endurgjöf,
tengitækni og lestrarskilning.
Að mati kennaranna við skólaslit í vor var
árangurinn af lestrarkennslunni sem Iiér segir:
Af 1222 nemendum voru 194 talsvert á undan,
879 höfðu fylgzt 'eðlilega með og 149 höfðu
dregi/.t afturúr og ekki náð þeim árangri, sem
væn/t var.
í mar/ s.l. var kannað af starísliði fræðsluskrif-
stofunnar, hvað olli því, að u. þ. b. 175 börn,
sem þá voru á manntali í Reykjavík, höfðu ekki
innritazt í forskóladeildir barnaskólanna (þar
með taldar 6 ára deildir Æfingaskóla K. í., Skóla
ísaks Jónssonar og Landakotsskólans). Þessi könn-
un leiddi í ljós, að 16 börn voru í 7 ára deildum
barnaskólanna, 3 börn voru í „tímakennslu" úti
í bæ, 13 börn voru á dagheimilum, 15 börn voru
í skólum og stofnunum íyrir afbrigðileg börn,
12 börn voru hindruð Vegna veikinda eða van-
þroska og 15 börn voru hindruð vegna erfiðra
heimilisástæðna, kæruleysis eða neikvæðrar af-
stöðu foreldra, 98 börn voru ýmist flutt burt úr
Reykjavík eða dvöldu utan skólahéraðsins og
um 6 börn fengust engar áreiðanlegar upplýs-
ingar.
Af þessari niðurstöðu var ljóst, að 45 börn
úr þessum hópi vorti líkleg til að taka þátt í
MENNTAMÁL
124