Vorið - 01.01.1932, Side 3
VORIÐ
3
þú verðir tekinn líka einhvern
góðan veðurdag«.
Litli óttaslegni drengurinn stóð
inni í miðjum hópnum, náfölur í
andliti. Varir hans voru saman-
bitnar, og litlu hendurnar hans,
sem hann hafði í buxnavösunum,
titruðu. I hvert sinn sem hann
ætlaði að reyna að segja eitthvað,
ráku allir upp skellihlátur. Það
var auðséð að hann barðist við
grátinn — en fara að gráta, það
vildi hann ekki, þá ánægju skyldi
hann ekki veita þeim.
Allt í einu reif hann sig lausan
og hljóp eins og fætur toguðu burt
frá þessum ofsóknarher, en allur
hópurinn kom æpandi á eftir,
hjartalaus og miskunnarlaus, eins
og börn eru þegar þau hugsa ekki
út í það hvað þau eru að gjöra.
En smátt og smátt þagnaði há-
vaðinn, og börnin fóru að dreifast
í ýmsar áttir til heimila sinna.
Ástæðan fyrir því var þó ekki sú,
að þau væru farin að kenna í
brjósti um ■ þennan litla, ofsótta
dreng, heldur hitt, að þeim gat nú
ekki dottið neitt fleira í hug til að
særa hann með. Ef til vill voru
þau líka orðin hrædd um að farið
yrði að veita þessu athæfi þeirra
eftirtekt.
Þegar litli drengurinn varð þess
vís, að hann var orðinn laus við
þennan óvinaher, var mótstöðu-
kraftur hans líka á þrotum. Hann
fleygði sér niður á harðan skurð-
bakkann, gróf andlit sitt niður í
grasið, og fór að gráta með þung-
um og sárum ekka, svo litli líkam-
inn hans skalf og titraði allur.
I' sama bili kom lítil stúlka
gangandi eftir veginum. Hún virt-
ist vera á aldur við drenginn.
Andlit hennar var alvarlegt, og
augun voru djúp og dreymandi.
»Kristján!« kallaði hún, en eng-
inn svaraði. — »Kristján! hvers-
vegna vilt þú ekki svara mér, þú
veizt þó líklega vel, að ég var ekki
me.ð áðan þegar börnin voru að
stríða þér«.
Drengurinn þagði enn.
»Kristján, ætlar þú aldrei að
tala við mig framar?« Og nú var
kominn grátstafur í kverkar litlu
stúlkunnar.
Nú leit Kristján upp og sagði:
»Þið eruð öll vond, allir menn
eru vondir; ég hef ekki gjört neitt
illt af mér. Ekki get ég gjört að
því þó að — að«--------
Og nú fór hann aftur að gráta.
»Þú skalt ekki kæra þig neitt
um það, sem þessir vondu krakkar
voru að segja«, sagði litla stúlkan.
»Ég skal líka segja þér hvað
mamma mín hefur sagt mér —
því þér er óhætt að trúa því, að
mömmu hefur aldrei þótt eins
vænt um neinn sem mömmu þína,
síðan að hún var hjá okkur áður
en hún giftist. — Iíún segir, að
það hafi verið sú indælasta og
bezta stúlka, sem hún hafi nokk-
urntíma þekkt. Það koma æfin-
lega tár í augun á mömmu þegar