Vorið - 01.01.1932, Page 5
YORIÐ
5
glug-gann, því þá væri svo fljót-
legt að kasta matnum út til okkar.
Verið þið svo sæl börnin góð, og
guð blessi ykkur æfinlega.
Snjótitlingarnir.
—»■). —
Sönn saga.
Mamma Jóns og Guðrúnar dó
er þau voru á 5. og 6. ári. Hún
var ástrík og góð móðir, og þau
grétu bæði sárt er þau vissu
hvernig komið var. Þau minntust
niargs ér hún hafði sagt þeim, en
þó sérstaklega þess, sem hún hafði
látið þau bæta við Faðirvorið sitt
þegar þau voru að sofna á kvöld-
in: Góður guð, hjálpaðu mér til
þess að verða góður maður. Þetta
skulum við æfinlega gera, sagði
Guðrún litla, þó mamma sé dáin.
Hún vill það eins núna einsog áð-
ur. — En pabbi þei'rra • tók sér
ráðskonu og giftist henni. Hún
var köld og hryssingsleg, svo þeim
þótti ekkert vænt um hana. Og
hún sagði eitt sinn við Jón litla
þegar hún heyrði hann bæta þessu
við Faðirvorið sitt: Eg held þér
sé nær að biðja heldur um að fá
peninga svo við þurfum ekki að
vera í þessu basli. Heldurðu það
sé ekki betra að eiga fallegt hús
og fínan bíl, einsog hann Lárus
bruggari. Hann er mikils metinn,
og allilr taka ofan fyrir honum.
Það er af því að hann er ríkur.
Biddu heldur svona: Góður guð
hjálpaðu mér til að verða ríkur
maður. Jón litli horfði á stjúpu
sína og mælti: Mamma hafði það
hinsvegin, og hún sagði að það
væ’ri betra að vera fátækur af
peningum, en ríkur af mannkost-
um. Og mamma sagði æfinlega
satt. Þú gerir svo vel að hætta
þessari heimsku og minnast ekki
á móður þína við mig, sagði
stjúpa hans með hörkusvip, ella
áttji mig á fæti. Jón litli grét sár-
an, og svo varð það samkomulag
milli litlu systkinanna, að þau
skyldu biðja eins og mamma
þeirra kenndi þeim, en auðvitað
ættu þau að hlýða stjúpu sinni
líka, og þessvegna skyldu þau
bæta hinni bæninni um ríkidæmið
við. Nú liðu nokkrir dagar. Þá
hugsar stjúpan með sér, að nú
skuli hún hlera eftir hvað börnin
lesi áður en þau sofni. Og hún
heyrir að Jón litli byrjar og les
ýms falieg vers, og síðar Faðir vor
en bætir svo við: góður guð hj álp-
aðu mér til að verða góður maður
og------, nú rak Jón upp vein. Æi
Gunna, nú styngur flugan mig
enn. Hún styngur mig alltaf í
vörina þegar ég ætla að bæta
þessu við, sem hún stjúpa okkar
vill að við biðjum um. Hvernig
heldurðu að standi á þessu? Eg er
mikið búin að hugsa um þetta,
sagði Gunna, og ég skal segja þér
hvað ég held. Ég er viss um að
mamma okkar sendir fluguna til