Vorið - 01.01.1932, Side 7

Vorið - 01.01.1932, Side 7
VORIÍ) 1 þjóðkunnastur fyrir prestsskap sinn, heldur fyrir skáldskap, því hann var eitt hið mikilvirkasta og bezta ljóðskáld, sem við höfum nokkurntíma átt. Mörg kvæði hans og sálmar eru eitt hið bezta, sem orkt hefur verið á íslenzka tungu. Það er ómögulegt að telja hér upp öll þau góðu kvæði og sálma, en ég ætla aðeins að benda ykkur á þjóðsönginn fagra og ó- dauðlega: »Ó, guð vors lands«. Hann eigið þið að læra, en ekki þó til að nota hann hvenær sem er. Nei — slíkan söng á íslenzka þjóðin aðeins að syngja við hátíð- legustu tækifæri. »Vorið« vildi gjarnan segja ykkur meira frá þessum ágætismanni, en þetta verður að nægja að sinni, en þeg- ar þið eignist svo marga aura, að þið getið keypt kvæðin hans, þá óska ég þess af heilum hug að þið notið þá heldur til þess, en kaupa fyrir þá tóbak eða sælgæti eða annan slíkan óþarfa. Reynið að eignast eða lesa allar þær bækur, sem segja frá miklu og góðu mönnunum og reynið um- fram allt að líkjast þeim. Barnabœn. ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífsins stutta skeið til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefir villst af leið. ó, faðir gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót, og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót. ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. ó, faðir, gjör mig styrkan staf, að styðja hvern sem þarf, unz allt það pund, sem guð mér gaf, ég gef sem bróður arf. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. ---€>~3^x$>-<£>- Ýmislegt. Sunnudaginn 29. nóv. s. 1. var stofnuð ný barnastúka á Akur- eyri, sem hlaut nafnið »Samúð«. Þegar þetta er ritað eru meðlimir orðnir 52, og von um marga fleiri. »Vorið« mun framvegis flytja ykkur fréttir af þessum merka fé- lagsskap barnanna, bæði hér á Akureyri og annarstaðar, og hvet- ur um leið öll börn, sem þess eiga kost, að ganga í hann. Dómari einn í New York segir, að af öllum þeim drengjum á aldr- inum 10—17 ára, sem teknir séu fastir fyrir óknytti og glæpi, séu 99 af hundraði gulir um fi'ngurna af »sigarettu«-reykingum, og gef-

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.