Vorið - 01.01.1932, Síða 8
8
VORIÐ
ur um leið í skyn, að óknyttimir
og glæpirnir, sem þeir fremji, séu
meira og minna að kenna tóbaks-
nautninni. Varið ykkur ungu vin-
ir! og byrjið aldrei á að nota
tóbak.
Á Seyðisfirði er barnastúka
sem heitir »Klettafrú«. Innan
stúkunnar er dálítill hópur, sem
nefnir sig »Urðarketti« og hafa
þeir það fyrir stafni, þegar ekki
dvelur annað, að klifra upp um
fjöll og firnindi. í kringum Seyð-
isfjörð eru mörg fjöll og há, og
hafa »Urðarkettir« klifrað upp á
mörg þeirra. Viljið þið ekki reyna
þetta sama þegar vorar? Verið
viss um, að á slíkum ferðum lærið
þið mikið. Því úti í náttúrunni
getið þið lært meira og fundið
meiri fegurð en á öllum kvik-
myndasýningum.
Víða í útlöndum er það siður í
borgum og bæjum, að hringja
sterkpm og hljómmiklum klukk-
um síðari hluta dagsins, til merk-
is um, að þá megi engin börn vera
lengur úti, og er sumstaðar sér-
stök lögregla, sem hefur þann
starfa. Þetta er gjört af því, að
menn eru sannfærðir um að úti-
verur barnanna á kvöldin séu
þeim svo hættulegar. Menn hafa
þótzt komast að því, að þá lærðu
litlu drengirnir, og jafnvel stúlk-
urnar líka, að reykja, drekka, tala
ljótt, brjóta rúður, hrekkja menn
og skepnur, stela, og ýmsa aðra
glæpi og óknytti. Og þetta sama
gjörist líka í bæjunum okkar hér
á íslandi, þótt ekki sé í eins stór-
um stíl. En takið þið vel eftir því,
að það er Undir ykkur komið,
ungu vinir, hvort þessu heldur á-
fram eða leggst niður. Ef að þið
viljið að þjóðin ykkar eigi ekkert
af slíkum börnum myrkursins, þá
skuluð þið gjöra það heit að vera
alcLrei úti á kvölddn, nema þegar
þið megið til. Verið börn ljóssins,
en ekki myrkursins.
——---------
77/ lesendanna.
Eins og áður hefur verið tekið
fram er öll framtíð þessa litla
blaðs undir því komin að það
eignist vini. Það verður nú sent
út til ykkar í því trausti að þið
gjörist kaupendur. Hver sem út-
vegar 10 kaupendur, og sendir
mér nöfn þeirra fær blaðið ókeyp-
is þetta ár. En hver sem útvegar
10 kaupendur og stendur skil á
andvirðinu árlega, fær blaðið ó-
keypis áfram. »Vorinu« væri
einnig kærkomið að fá sendar fall-
egar, stuttar sögur, kvæði, vísur,
skrítlur o. s. frv. og sérstaklega
þætti því vænt um ef að þið sýnd-
uð það á einn eða annan hátt að
ykkur þætti vænt um »Vorið«.
Það myndi reyna að launa slíkan
velvilja, þótt það sé lítið og ungt.
Útgefandirm,
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.