Vorið - 01.04.1932, Side 5

Vorið - 01.04.1932, Side 5
VORIÐ 29 Æfintýrið í skóginum. Jóhann litli var 12 ára gamall, og var í raun og veru allra bezti drengur, en því miður hafði hann ýmsa slæma galla. Og einn af þessum göllum var sá, að hann hafði óstjórnlega löngun til að hrekkja yngri skólasystkin sín, sérstaklega hafði hann gaman af að hræða þau, þegar hann mögu- lega gat. Þessvegna hugsaði hann gott til glóðarinnar dag einn, þeg- ar lítil stúlka, sem hét Gréta, kom í skólann í fyrsta sinn. Gréta litla var feimin og óttaslegin í öllum þessum hóp, og Jóhann litli var ekki lengi að taka eftir því, og um leið og- skólatíminn var búi'nn þennan dag, flýtti hann sér út í skóginn, þar sem hann vissi að Gréta litla mundi ganga á heim- leiðinni, því nú ætlaði hann að gjöra hana reglulega hrædda. Þarna inni í skóginum geymdi hann gamla ábreiðu, og Ijótan, barðastóran flókahatt. Hann setti nú upp hattinn, og vafði ábreið- unni utan um sig, braut síðan grein af einu trénu og hafði hana fyrir staf. Þegar þessum umbún- aði var lokið skreið hann inn í kjarrið fast við skógarstiginn, sem Gréta litla var vön að ganga, til að stytta sér leið heim til sín, og beið þar þolinmóður. Loksins kom Gréta. Hún gekk hratt og lei't hvorki til hægri né vinstri. Andlit hennar ljómaði af gleði og eftirvæntingu, því í dag var afmælisdagurinn hennar, og hún hlakkaði til að sjá gesti'na heima, og borða kökurnar, sem mamma hennar hafði verið að baka. Allt í einu heyrði hún eitthvert þrusk inni í kjarrinu rétt hjá stígnum og leit skyndilega til hliðar náföl af ótta. Hún ætlaði að hljóða, en gat það ekki, svo hræ'dd var hún, og henni fannst hún ætla að hníga niður þar sem hún stóð. Einhver hræðileg ófreskja með tveim tindrandi augum, kom út úr kjarrinu án þess að mæla orð, og stefndi beint til hennar. Eitt augnablik stóð Gréta litla kyrr eins og hún væri gróin við jörðina, en síðan rak hún upp hljóð og hljóp sem fætur toguðu heim. Þegar hún kom heim var hún orðin veik, og varð að hátta ofan í rúm. Jóhann var aftur á móti hinn hreyknasti fyrst á eftir, en þegar frá leið var hann ekki alls kostar glaður, þegar hann fór að hugsa um þennan ljóta leik, og hvaða afleiðingar hann hafði haft, og að lokum fékk hann af þessu hið mesta samvizkubit. En þó varð hann smeykur fyr- ir alvöru morguninn eftir, þegar honum var sagt að Gréta litla væri veik, og gæti ekki komið í

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.