Vorið - 01.04.1932, Síða 6

Vorið - 01.04.1932, Síða 6
30 VORIÐ skólann, og þegar hann á heim- leiðinni fór framhjá staðnum, þar sem hann hafði framið stráksskap sinn deginum áður, iðraðist hann sárlega gjörða sinna. En allt í einu sá hann mann koma á eftir sér eftir stígnum, og það var eins og hann hefði kom- ið upp úr jörðinni, svo skjmdilega kom hann í ljós. Hvernig sem á því stóð, fannst Jóhanni allt í eiuu maður þessi vera að elta sig, og það greip hann einhver óvið- ráðanleg hræðsla, sem hann gat ekki losað sig við. Þegar hann hafði gengið dálítinn spöl, ásetti hann sér að komast fyrir hvort maðurinn væri í raun og veru að elta sig, og í því skyni' beygði hann út af stígnum inn á milli trjánna til að vita hvort maður- inn gjörði hið sama. En nú fyrst varð hann smeykur fyrir alvöru, því ókunni maðurinn beygði líka út af stígnum, og kom á eftir hon- um inn í skóginn. Jóhann vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en hann fór að hugga sig við það, að þetta væri aðeins tilviljun að ókunni maðurinn tók þessa stefnu, og til þess að komast að hinu sanna um það, beygði Jóhann aftur við, og hélt ofan á skógarstíginn, en leit um öxl í öðru hverju spori, til að vita hvort ókunni maðurinn kæmi á eftir sér. — Og honum til mik- illar skelfingar sá hann, að svo var. Það var enginn efi á því lengur! Hjartað barðist í brjósti hans eins og það ætlaði að springa. Hvað átti hann að taka til bragðs? Maðurinn var kominn á skógarstiginn, og var nú rétt á hælunum á honum. Jóhanni fannst hann vera að kafna, og hann óskaði þess heitt og innilega að vera nú kominn heim, og hann óskaði þess einnig af öllu hjarta, að hann hefði ekki hrætt Grétu litlu í gær. Þetta var óþolandi. Hann fór að reyna að herða á göngunni, en fæturnir skulfu undir honum, og nú fyrst fór ókunni maðurinn að herða sig. En þá var Jóhanni öllum lokið. Hann sótti í sig veðrið, og hljóp af stað eins og fætur toguðu, viti sínu fjær af ótta. En loksins nam hann staðar, og leit um öxl, en þá ætlaði hann að stirðna af skelfingu, því ókunni maðurinn kom á harðahlaupum á eftir hon- um, og hann heyrði hann kalla: »Halló, Halló, bíddu!« En hann heyrði ekki meira því áður en hann vissi af, var hann hlaupinn af stað eins og trylltur yæri, og hljóp nú á hvað sem fyr- ir var, og hafði ekki einu sinni hugmynd um hvert hann var að fara. IJann bjóst við á hverri stundu að þrifið yrði í hnakkann á sér, eða öxlina, og honum sýnd- ust trén fljúga fram hjá sér, svo hratt hljóp hann. Aldrei á æfi sinni hafði hann hlaupið annað

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.